Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Page 81
Ræktunarfélagið boðaði þrívegis til funda á Akureyri með
norðlenskum ráðunautum. A fyrsta fundinum í janúar voru
rædd tölvumál, sýnataka og áhrif fósforáburðar. Þá var í
mars haldið tölvunámskeið í umsjá Halldórs Arnasonar.
Loks voru norðlenskir ráðunautar í maí boðaðir á umræðu-
fund um framtíð leiðbeiningaþjónustunnar, sem nú er talsvert
umrædd. Þessir norðlensku ráðunautafundir hafa mælst vel
fyrir og ráðgerum við framhald á þessari samvinnu. Loks
má nefna að stjórn Ræktunarfélagsins hafði frumkvæði að
fundi nokkurra norðlenskra ráðunauta með starfsmönnum
Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda vegna
tölvumála búnaðarsambandanna, sem virtust stefna í nokk-
urt óefni. í framhaldi af þessum fundi sendi stjórnin frá sér
tvær ályktani varðandi þessi mál.
Ársrit Ræktunarfélagsins fyrir árið 1987 er nú nýkomið
út, og skrifaði ég þar þrjár stuttar greinar og þýddi og endur-
sagði auk þess eina.
Lokaorð.
Meginverkefni Ræktunarfélagsins er efnagreiningaþjónust-
an. Höfum við reynt að tryggja þar skjóta og góða þjónustu.
Ég veit hins vegar að bændum þykja réttilega bein tengsl
okkar við þá of lítil. Félagið hafði hér fyrr á árum tvo ráðu-
nauta sem voru í fullu starfi. Á undanfÖrnum árum hefur
félagið verið undirmannað, stundum einungis með einn
mann í 75% starfi og því lítill tími til almennra leiðbeininga
úti í héruðunum. Á þessu ári er ráðið í eína og hafta ráöu-
nautsstöðu. Matthildur Egilsdóttir sem vinnur á rannsókna-
stofunni var hins vegar í veikindaleyfi í 6 mánuði á þessu
ári, þannig að við ráðunautarnir höfum haft lítið svigrúm
til til ferðalaga á árinu.
Tekjustofnar Ræktunarfélagsins eru einkum þrír, seld efna-
greiningaþjónusta, framlög búnaðarsambandanna á Norð-
urlandi og launahlutur ráðunauta sem kemur frá Búnaðarfé-
lagi íslands. Félagið var á árinu 1987 rekið með umtalsverð-
um halla og á þessu ári stefnir einnig í halla, nokkuru minni
þó. Hallinn er tvískiptur, halli vegna reksturs rannsóknastofu
83