Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Page 85
til tals viðbótarmæling í sambandi við fiskafóðrið, en það
er mæling á meltanleika próteins í loðnumjöli sem nota á
í framleiðslu á fiskafóðri. Aðferðir til þessara mælinga hafa
verið skoðaðar og má reikna með einhverjum viðbótar tækja-
kosti vegna þeirra og þyrfti þá að vera um nokkurn sýna-
fjölda að ræða svo hægt væri að fara út í þessar mælingar.
Áfram hefur verið reynt að fylgjast örlítið með þróun á NIR-
mæliaðferðinni og í sumar fór ég til Danmerkur meðal annars
til að skoða mælingar á loðdýrafóðri með þessari aðferð.
Danir eru búnir að þróa aðferðina til mælinga á ýmsum
fóðurtegundum þar á meðal loðdýrafóðri og byrjaðir að nota
hana til mælinga á nokkrum stöðum.
Beinar leiðbeiningar til bænda er ekki stór þáttur í starf-
semi Ræktunarfélagsins nú, en þó vann ég nokkuð við áburð-
aráætlanir fyrir bændur á svæði Búnaðarsambands Eyja-
fjarðar síðasta haust vegna áburðarpantana og í vor við.loft-
myndir vegna mælinga á túnstærðum í tengslum við jarð-
vegsefnagreiningar frá því í vetur. Hvað frekari leiðbeiningar
varðar þá er það helst að nefna að Benedikt Björgvinsson
ráðunautur N-Þingeyinga leitaði til mín í sambandi við
færslu á bændabókhaldi, sem hann var að byrja á þar síð-
astliðinn vetur. Einnig var ég dagpart með honum í súg-
þurrkunarmælingum í sumar. Þá var einnig ögn um það
að bændur höfðu samband við mig beint í sambandi við
fóðrun, íblöndun í heyköggla, súgþurrkun og áburðarnotkun.
Vinna við tilraunir hefur ekki tekið mikinn tíma hjá mér
nú á síðustu árum. Ég hef þó séð um prófanir á kartöfluaf-
brigðum á Möðruvöllum, tilraun sem er á vegum Sigurgeirs
Ólafssonar á RALA. Síðastliðið vor var einnig sáð 8 byggaf-
brigðum á Möðruvöllum til kornþroska, 4 íslenskum og 4
erlendum. Nokkrir bændur í Eyjafirði höfðu samband við
mig síðastliðinn vetur, sem voru að athuga möguleika á bygg-
rækt og mætti ég á einn fund hjá Búnaðarfélagi Öngulsstaða
hrepps til að ræða ýmsa þætti í sambandi við slíka ræktun.
Eins og getið er um hér að framan hefur skipuleg jarð-
vegssýnataka farið fram í Skaga- og Eyjafirði á undanfornum
árum. Til að ná inn upplýsingum um stærðir á einstökum
87