Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Page 92

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Page 92
greind 559 slík sýni og árið 1988 voru þau 538. Á miðju þessu ári höíðu verið efnagreind 195 sýni og í ágústlok voru þau orðin 331 sem er heldur meira en 1988. Rannsóknir og ritstörf. Meginviðfangsefni mitt við rannsóknir hafa verið tilraunir í svonefndri kalstofu á Möðruvöllum, þar sem við höfum fryst og svellað ýmsar tegundir gróðurs. Hélt ég áfram frysti- tilraunum á trjám í samvinnu við Tilraunastöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá. Voru í vetur frystar smáplöntur á mis- munandi tímum og var þá reynt að frysta einungis stofna og greinar en ekki rætur plantnanna. Petta var gert á stafa- furu, lerki, blágreni, hvítgreni og sitkagreni. Óljóst er um framhald á þessum rannsóknum. Haldið var áfram svellþols- prófunum á grastegundum, mismunahdi stofnum vallarfox- grass og ýmsum tegundum belgjurta. Enn fremur var borið saman þol vallarfoxgrass í svelli og vatni og einnig áhrif þess að grasið stæði undir vatni í mislangan tíma eftir svellun, líkt og oft gerist hér úti í náttúrunni á vorin. Ur öllum þessum tilraunum og fyrri rannsóknum á kalstofunni er nú orðið brýnt að vinna meiri þekkingu. Ég er í norrænum vinnuhópi sem er að hefja úttekt á gildi slíkra kalstofutil- rauna í kynbótum, og kom sænski þáttakandinn í þeirri vinnu, Stig Larsson, í heimsókn á tilraunastöðina 19.-21. júní. Næsta dag komu svo tveir rússneskir vísindamenn í heimsókn á Tilraunastöðina. Ég hef verið að vinna að því að koma í gang tæki sem Tilraunastöðin fékk fyrir Vísindasjóðsstyrk, svonefndan vökvagreini, og er ætlað til að mæla lífrænar sýrur í grasi. Var hugmyndin að mæla þær sýrur sem grös mynda undir svellum, en tækið gæti einnig gagnast Ræktunarfélaginu til mælinga á sýrum í votheyi hjá bændum. Heíði verið gaman að geta hafið slíkar mælingar nú í haust þegar rúllubaggarnir eru fleiri en verið hefur áður. Til að koma tækinu í gang þarf að kaupa tvo aukahluti sem gætu kostað um 150 þúsund. Við erum að reyna að leysa það mál, sem þó er ekki auðgert á fjárhagslegum þrengingatímum. 94
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.