Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Page 92
greind 559 slík sýni og árið 1988 voru þau 538. Á miðju
þessu ári höíðu verið efnagreind 195 sýni og í ágústlok voru
þau orðin 331 sem er heldur meira en 1988.
Rannsóknir og ritstörf.
Meginviðfangsefni mitt við rannsóknir hafa verið tilraunir
í svonefndri kalstofu á Möðruvöllum, þar sem við höfum
fryst og svellað ýmsar tegundir gróðurs. Hélt ég áfram frysti-
tilraunum á trjám í samvinnu við Tilraunastöð Skógræktar
ríkisins að Mógilsá. Voru í vetur frystar smáplöntur á mis-
munandi tímum og var þá reynt að frysta einungis stofna
og greinar en ekki rætur plantnanna. Petta var gert á stafa-
furu, lerki, blágreni, hvítgreni og sitkagreni. Óljóst er um
framhald á þessum rannsóknum. Haldið var áfram svellþols-
prófunum á grastegundum, mismunahdi stofnum vallarfox-
grass og ýmsum tegundum belgjurta. Enn fremur var borið
saman þol vallarfoxgrass í svelli og vatni og einnig áhrif
þess að grasið stæði undir vatni í mislangan tíma eftir
svellun, líkt og oft gerist hér úti í náttúrunni á vorin. Ur
öllum þessum tilraunum og fyrri rannsóknum á kalstofunni
er nú orðið brýnt að vinna meiri þekkingu. Ég er í norrænum
vinnuhópi sem er að hefja úttekt á gildi slíkra kalstofutil-
rauna í kynbótum, og kom sænski þáttakandinn í þeirri
vinnu, Stig Larsson, í heimsókn á tilraunastöðina 19.-21.
júní. Næsta dag komu svo tveir rússneskir vísindamenn í
heimsókn á Tilraunastöðina.
Ég hef verið að vinna að því að koma í gang tæki sem
Tilraunastöðin fékk fyrir Vísindasjóðsstyrk, svonefndan
vökvagreini, og er ætlað til að mæla lífrænar sýrur í grasi.
Var hugmyndin að mæla þær sýrur sem grös mynda undir
svellum, en tækið gæti einnig gagnast Ræktunarfélaginu til
mælinga á sýrum í votheyi hjá bændum. Heíði verið gaman
að geta hafið slíkar mælingar nú í haust þegar rúllubaggarnir
eru fleiri en verið hefur áður. Til að koma tækinu í gang
þarf að kaupa tvo aukahluti sem gætu kostað um 150
þúsund. Við erum að reyna að leysa það mál, sem þó er
ekki auðgert á fjárhagslegum þrengingatímum.
94