Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Page 98
Síðastliðið vor aðstoðuðum við Bjarni þá hjá Búnaðar-
sambandi Skagafjarðar við sýnatöku í tveimur hreppum,
Lýtingsstaða- og Seyluhreppi. Annað árið í röð bárust sýni
frá Búnaðarsambandi Kjalarnesþings, en sýni sem flokkuð
eru undir aðrir eru aðallega úr íþróttavöllum og heimilis-
görðum.
Onnur viðfangsefni.
Á síðasta aðalfundi Ræktunarfélagsins hreyfði Aðalbjörn
Benediktsson þeirri hugmynd, að bændur gerðu sameigin-
legar pantanir í rúllubindivélar og pökkunarvélar til að ná
niður verði á þessum tækjum. Á stjórnarfundi 11. oktober
var samþykkt að kanna áhuga bænda á félagssvæðinu á
kaupum slíkra tækja og í framhaldi af því skrifuðu þeir Aðal-
björn Benediktsson og Egill Bjarnason bréf til nokkurra véla-
innflytjenda þar sem óskað var eftir verðtilboðum til Rækt-
unarfélagsins miðað við mismunandi fjölda keyptra véla. Eft-
irtaldir aðilar sendu inn tilboð: Þór h.f., Vélar og þjónusta,
Glóbus h.f. og Búnaðardeild SÍS. Tilboðin voru nokkuð
mismunandi útfærð varðandi verð miðað við fjölda keyptra
véla. Vegna þessa máls var Grétar Einarsson fenginn á fund
með fulltrúum frá öllum búnaðarsamböndum á Norðurlandi
og einnig frá Austurlandi til að skýra frá þeirri reynslu sem
fengist hefði hjá bútæknideildinni á Hvanneyri á þessum
vélum. Búnaðarsamböndin söfnuðu inn pöntunum frá bænd-
um hvert á sínu svæði, en hlutverk Ræktunarfélagsins var
síðan að safna þessu öllu saman og ganga endanlega frá
pöntunarlistum til söluaðilanna. í heild voru pantaðar 76
vélar, 32 rúllubindivélar og 44 pökkunarvélar. Meðal annars
vegna þessara sameiginlegu pantana á þessum vélum á veg-
um Ræktunarfélagsins og aukins áhuga á þessari heyverkun-
araðferð sótti ég námskeið á Hvanneyri dagana 13.-15. mars
síðastliðinn, þar sem fjallað var um helstu þætti rúllubagga-
heyverkunar. í sambandi við leiðbeiningar á þessu sviði
má nefna að ég mætti á fundum hjá þremur búnaðarfélögum
til að ræða um þessa nýju tækni.
Dagana 28.-29. júní sat ég norræna ráðstefnu á vegum
100