Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Page 98

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Page 98
Síðastliðið vor aðstoðuðum við Bjarni þá hjá Búnaðar- sambandi Skagafjarðar við sýnatöku í tveimur hreppum, Lýtingsstaða- og Seyluhreppi. Annað árið í röð bárust sýni frá Búnaðarsambandi Kjalarnesþings, en sýni sem flokkuð eru undir aðrir eru aðallega úr íþróttavöllum og heimilis- görðum. Onnur viðfangsefni. Á síðasta aðalfundi Ræktunarfélagsins hreyfði Aðalbjörn Benediktsson þeirri hugmynd, að bændur gerðu sameigin- legar pantanir í rúllubindivélar og pökkunarvélar til að ná niður verði á þessum tækjum. Á stjórnarfundi 11. oktober var samþykkt að kanna áhuga bænda á félagssvæðinu á kaupum slíkra tækja og í framhaldi af því skrifuðu þeir Aðal- björn Benediktsson og Egill Bjarnason bréf til nokkurra véla- innflytjenda þar sem óskað var eftir verðtilboðum til Rækt- unarfélagsins miðað við mismunandi fjölda keyptra véla. Eft- irtaldir aðilar sendu inn tilboð: Þór h.f., Vélar og þjónusta, Glóbus h.f. og Búnaðardeild SÍS. Tilboðin voru nokkuð mismunandi útfærð varðandi verð miðað við fjölda keyptra véla. Vegna þessa máls var Grétar Einarsson fenginn á fund með fulltrúum frá öllum búnaðarsamböndum á Norðurlandi og einnig frá Austurlandi til að skýra frá þeirri reynslu sem fengist hefði hjá bútæknideildinni á Hvanneyri á þessum vélum. Búnaðarsamböndin söfnuðu inn pöntunum frá bænd- um hvert á sínu svæði, en hlutverk Ræktunarfélagsins var síðan að safna þessu öllu saman og ganga endanlega frá pöntunarlistum til söluaðilanna. í heild voru pantaðar 76 vélar, 32 rúllubindivélar og 44 pökkunarvélar. Meðal annars vegna þessara sameiginlegu pantana á þessum vélum á veg- um Ræktunarfélagsins og aukins áhuga á þessari heyverkun- araðferð sótti ég námskeið á Hvanneyri dagana 13.-15. mars síðastliðinn, þar sem fjallað var um helstu þætti rúllubagga- heyverkunar. í sambandi við leiðbeiningar á þessu sviði má nefna að ég mætti á fundum hjá þremur búnaðarfélögum til að ræða um þessa nýju tækni. Dagana 28.-29. júní sat ég norræna ráðstefnu á vegum 100
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.