Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Page 101

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Page 101
voru seldir 1695 minkar (hvolpar og fullorðin dýr) og fyrir jólin voru bestu dýrin seld til lífs en afganginum lógað. Um áramót voru því engir minkar á búinu. í nóvember 1988 var tekin ákvörðun um að flytja aftur inn mink vorið 1989. Ekki mátti á þeim tíma kaupa mink í Danmörku svo að ráði varð eftir ítarlega athugun að kaupa svartmink á búi Jakobs Mæle rétt við Stafanger í Noregi. Komu til landsins 200 læður hvolpafullar 21. apríl síðasliðinn. Frjósemi á þess- um læðum var allgóð og eru nú í minkabúinu um 930 hvolp- ar og svo þær 200 læður sem fluttar voru inn. Framtíð minka- búsins er hins vegar óráðin og undirorpin þeirri sömu óvissu og öll sú búgrein. í september 1988 hætti sumarfólk störfum og við búið voru frá þeim tíma aðeins Stefán Magnússon bústjóri og Sverrir Gunnlaugsson fjósameistari. Hélst svo fram í mars á þessu ári en þá var ráðinn minkahirðir. Heitir hann Hannes Gunn- arsson. Við heyskap í sumar voru auk þess Þórarinn Péturs- son og Gísli Helgason. Mötuneyti var ekki starfrækt um vetr- artímann en við því tók á vordögum Ingibjörg Þorsteinsdótt- ir. Ingibjörg sá einnig um að halda garði þrifalegum og var við heyskap þegar meira var að gera. Starfsfólki öllu færi ég þakkir fyrir gott samstarf og vel unnin störf fyrir stöðina. Tilraunir. Eins og á árinu næst liðna var engin fjárveiting til Tilrauna- stöðvarinnar á fjárlögum fyrir 1989. Ein sameiginleg upp- hæð á fjárlögum var tilraunastöðvunum ætluð til rekstrar. Þeir peningar nægja þó ekki einu sinni fyrir launum þeirra er á stöðvunum vinna að rannsóknum. Það gefur því auga leið að lítið svigrúm var til gerðar tilrauna liðið ár. Fóðurtil- raun var þó í fjósinu á Möðruvöllum eftir síðustu áramót. Voru í þeirri tilraun 17 mjólkurkýr. Var enn prófað að fóðra á heykögglum og litlum fóðurbæti. Einnig var prófuð flöt fóðrun með tiltölulega litlum fóðurbæti. Sem fyrr hafði Bragi Líndal umsjón með þessum tilraunum en framkvæmdin í höndum starfsmanna búsins. Allnokkrar kaltilraunir voru gerðar og mun Bjarni Guðleifsson gera nánari grein fyrir 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.