Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Page 105
Búnaðarsamband S.-Þingeyinga:
Erlingur Arnórsson.
Búnaðarsamband N.-Þingeyinga:
Jóhann Helgason,
Björn Benediktsson.
Ævifélagadeildin á Akureyri:
Björn Þórðarson,
Þorsteinn Davíðsson.
Auk framangreindra eru með fulltrúaréttindi stjórnarmennirnir
Ævarr Hjartarson og Þorgeir Hlöðversson.
3. Kosning starfsmanna fundarins. Fundarstjóri var tilnefndur Egill
Bjarnason en fundarritarar Jón Hlynur Sigurðsson og Guðmundur
Steindórsson.
Á fundinum voru mættir flestir ráðunautar á Norðurlandi, skóla-
stjóri og kennarar Bændaskólans á Hólum, tilraunastjórarnir á
Möðruvöllum og Skriðuklaustri, nautgriparæktar- og annar hrossa-
ræktarráðunautur Búnaðarfélags Islands og bókhaldari Ræktunarfé-
lagsins.
4. Skýrslur starfsmanna og tilraunastjórans á Möðruvöllum. Bjarni E.
Guðleifsson, Guðmundur Helgi Gunnarsson og Jóhannes Sigvaldason
skýrðu frá störfum sínum og þeim verkefnum sem þeir helst hafa verið
að fást við. Fyrir fundinum lágu fjölritaðar skýrslur þeirra og vísast
í þær.
5. Reikningar Ræktunarfélags Norðurlands fyrir árið 1987. Þórður Stef-
ánsson las og skýrði reikningana. Niðurstöðutölur rekstrarreikninga
voru 5.841.631.- kr. Rekstrartap nam 1.211.024,- kr. Efnahagsreikn-
ingur sýndi eign upp á 7.049.842.- kr., þar af eigið fé 1.253.256.- kr.
Að loknu hádegisverðarhléi fóru fram umræður um skýrslur og
reikninga.
Þórarinn Lárusson tók fyrstur til máls og þakkaði fyrir boð á
fundinn. Hann ræddi um kalk í jarðvegi og tilraunir með kölkun,
byggræktun á Islandi og haustdreifingu tilbúins áburðar sem hann
taldi áhugavert að skoða. Einnig kom Þórarinn inn á byggðamál
almennt.
Stefán Halldórsson spurðist fyrir um frostprófanir á ösp og kaltil-
raunir. Ræddi einnig um samskipti ráðunauta og bænda og taldi að
leiðbeiningar væru á nokkru undanhaldi hin síðari ár vegna ýmissa
annarra starfa þeirra fyrrnefndu. Vildi hann leggja aukna áherslu á
fræðslufundi.
Bjarni E. Guðleifsson sagði frá samanburðartilraunum á 16
kvæmum af ösp. Kvæmi sem nefnt er C-6 er talið henta best norðan-
lands. Hann talaði jafnframt um framkvæmd kaltilrauna og vandamál
107