Vísbending


Vísbending - 18.12.1998, Side 11

Vísbending - 18.12.1998, Side 11
samkomulagið 1964, og raunar ein- hverja merkustu samninga í sögu verkalýðshreyfingarinnai; því að upp úrþeim kom Framkvœmdaáætlunin í Breiðholti og á nœstu árum varskipu- lega unnið að því að útiýma bragga- hverfunum, súgsömum hanabjálka- íbúðum og saggasömum kjöllurum, sem verkafólk hafði orðið að gera sér að góðu tilþessa tíma. Þeir samningar mörkuðu þannig tímamót varðandi skipulega húsnæðis- væðingu launafólks. Hinn ósýnilegi árang- ur þessara tveggja samningalotna var kannski ekki minna um verður. Því að þarna sköpuðust per- sónuleg sambönd og gagnkvæmt traust, sem voru nauðsyn- legar forsendur þriðja áfanga Viðreisnarinn- ar, sem var að verja árangurinn í sneggstu og dýpstu kreppu, sem yfir þjóðfélagið hefur riðið á lýð- veldistímabilinu, þegar góðæri síldar- áranna lauk með algeru hruni síldar- stofnanna, sem áður höfðu fært þjóð- inni helming útflutningsteknanna. Þar ber sérstaklega að nefna tengsl Bjarna Benediktssonar, sem þá var orðinn forsætisráðherra og hafði forystu af hálfu ríkisstjórnarinnar um þessa samningagerð alla, við þá sem voru ráðandi í verkalýðshreyfingunni á þessum tíma. Þessi síðasta lota var mikil prófraun fyrirríkisstjórnina. Það verður að telj- ast töluvert afrek að henni skyldi tak- ast að komast í gegnum þennan öldu- dal án þess að grípa til hafta og skömmtunarráðstafana. En verkalýðs- hreyftngin var tilbúin að axla sinn hluta byrðarinnar og taka á sig verulega kjaraskerðingu. Á árunum 1967 og '68 er gengið fellt tvisvar. Fyrra skiptið fylgdum við falli sterlingspundsins, en það reyndist ónóg og gengið var aftur fellt haustið eftir. Einnig átti verulegan hlut að máli að á þessum árum búum við að sterkri fjármálastjórn Magnúsar Jónssonar frá Mel, sem var fjármála- ráðherra á þessum tíma, og það var sýnt mikið aðhald í peningamálum í kjölfar þess samdráttar sem varð í útflutnings- tekjum, en afleiðingin hlaut að koma fram í samdrætti í atvinnulífinu og auknu atvinnuleysi. Atvinnuleysið varð þó minna en á horfðist, því að sem betur fór höfðum við greiðan aðgang að vinnumarkaði nágrannalandanna, þar sem atvinnuástand var mjög gott, og margir, einkum ungt fólk, leitaði utan eftir atvinnu, en sneru flestir aftur, þeg- ar þessum þrengingum var lokið. Haustið 1969 var aftur komið á þokka- legt jafnvægi og 1970 varð gott ár með góðum hagvexti. Nú er mikið talað um það viðskipta- frelsi sem viðreisnarstjórnin kom á og vissulega var umtalsvert miðað við haftaárin þá nœst á undan en var þó engan veginn ótakmarkað. En land- búnaðurinn og sjávarútvegurinn héldu þó áfram að vera nánast í opinberri forsjá. Það voru opinberar verðlags- nefndir á hvorutveggja sviðinu, sem ákváðu nánast öll viðmiðunartengsl afurða þessara greina íþjóðfélaginu. Varð aldrei neinn pólitískur grund- völlur fyrir því að láta frelsið ná til þessara grunnatvinnuvega, eins og menn kölluðu þessar greinar á þeim tíma ? Eg get ekki svarað því afdráttarlaust. Þó vil ég taka undir það, að það var í raun og veru mjög slæmt að aðgerð- unum 1960, sem fólust í aðalatriðum í því að koma á frelsi í milliríkjavið- skiptum, skyldi ekki vera fylgt eftir með auknu frelsi á öðrum sviðum, þ. á m. í verðlags- og peningamálum og reynt að nálgast það takmark að vextir væru ákvarðaðir af markaðinum. Það er rétt að opinber forsjá hélst innan sjávarútvegsins þótt mikil og gagngerð breyting fyrir hann væri fólgin í réttri skráningu gengisins. Að öðru leyti var verðlag sjávarafurða innanlands, þ.e. verð á fiski upp úr sjó, og land- búnaðarafurða ákveðið í samningum milli sjálfstæðra aðila í þjóðfélaginu, en afskipti ríkisins réðu þó oftast úr- slitum. Auðvitað hefði verið betra að mark- aðurinn réði fiskverðinu eins og ann- arri verðlagningu og það var vissulega óheppilegt að ríkisvaldið tæki svona mikinn þátt í samningum um fisk- verðsákvörðun, þannig að þessi þáttur væri alltaf inn á borði ríkisstjórnarinn- ar. Að vísu fóru þessi mál í öruggari farveg en verið hafði fyrir Viðreisn með stofnun Verðlagsráðs sjávar- útvegsins, en það hlýtur að orka tví- mælis að Efnahags- stofnun skyldi skipa þar oddamann og setja með því helsta efnahagsráðunaut ríkisstjórnarinnar í óþægilega stöðu. Þegar fram í sótti eyðilagði þetta möguleikann á fast- gengisstefnu. Ákvörðun um fiskverð varð oftar en ekki ákvörðun um geng- islækkun fyrr eða síðar. Sama er að segja um landbúnaðinn. Þar varð engin breyting á, nema þá í þá áttina að efla forsjárkerfið. Það var rekin öflug framleiðsluaukningar- stefna þrátt fyrir offramleiðslu og með æ fullkomnari tekjutryggingu. Þessi mál fengu aldrei þá athygli, sem þurft hefði að vera. Það má kannski skýra með því að uppsveifla sfldaráranna gerði lausn þessara mála ekki eins brýna og ella hefði verið, og þegar til þess kom að vinna þurfti sig út úr kreppunni, var ekki á bætandi með því að taka á offramleiðslunni í landbún- aðinum. Hvað um það, þá voru þau tækifæri sem kunna að hafa verið fyrir hendi á þessum árum til að innleiða markaðsbúskap í þessum atvinnu- greinum ekki nýtt. Verðlagskerfi beggja greina festist í sessi og eftir því sem tíminn leið varð æ eifiðara að taka á þessum vanda. Enda fór það svo að næstu ríkisstjórnir sýndu því engan áhuga. Afframansögðu er Ijóst að þú stóðst í fremstu vígltnu á vegum Viðreisnar- stjórnarinnar við þaðfyrst að undir- búa þá stefnubreytingu, sem hún ein- setti sér að koma á, og síðan að reyna Bankaráð Seðlabankans 1964. F.v. Björn Tryggvason, ritari, Jóhannes Nordal, bankastjóri, Emil Jónsson, Ólafur Björnsson, Birgir Kjaran, formaður, Ólafur Jóhannesson, Ingi R. Helgason og Jón G. Maríusson, bankastjól i. Ljósm. st. Vigfúsar Sigurgeirssonar

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.