Vísbending


Vísbending - 18.12.1998, Qupperneq 14

Vísbending - 18.12.1998, Qupperneq 14
Ég hitti músíkantana á heim- ili eins þeirra, þeir sátu hringinn í kringum sófaborð, buðu mér sæti. Við ræddum um heima og geima, mér létti við að finna að þetta voru afslappaðir og al- þýðlegir menn, lausir við mont og hroka. -Hvað á ég að geta ráðlagt ykk- ur? sagði ég svo. -Ja, þú ert náttúrlega kunn- ur maður úr ferðamálabrans- anum og með víðtæka reynslu, sagði hljómsveit- arstjórinn; -og það vakti tölu- verða athygli þegar þú stóðst upp á stóru land- kynningarráð- stefnunni á Hótel Sögu í fyrra, og varst með vel rökstudda og sundurliðaða gagnrýni á skort á fagmennsku við móttöku frægra útlendinga. Þú nefndir þá sérstaklega heim- sókn Elísabetar Bretadrottn- ingar, og reyndar líka páfans. Geturðu aðeins brífað okkur svona um megininntakið í þinni krítík. Og ég endurtók þarna í stof- unni með poppurunum það helsta sem ég hafði drepið á í áðurnefndri gagnrýni. Hélt mig aðallega við dæmið um Breta- drottningu. Þar er á ferð kona, umvafin lífvörðum, sem fer um allan heim, og allar hennar ferðir verða að fylgja breskri ná- kvæmni, í tíma jafnt sem siðum og háttum. Það þýði ekkert fyrir okkur að taka á móti svoleiðis fólki, með svona íslenskum moðreyk, og „það reddast“ við- horfinu. -Og hvað fór helst úrskeiðis? sögðu poppararnir. -Ja, ég nefni sem dæmi heimsókn drottningarinnar til Þingvalla. Hún fór austur á bíl, en það var löngu búið að til- kynna að hluti af lífvörðum hennar færi á undan í þyrlu. Samt hafði enginn gert ráðstaf- anir til að útbúa lendingarstað fyrir þyrluna, sem var náttúrlega skandall... Svo að þeir sveima þarna yfir Þingvallabænum og kirkjunni, og skima eftir lend- ingarstaðnum sém er yfirleitt merktur, tildæmis á húsþök eða þyrlupalla á skipum, sem hring- ur með krossi inní. Jæja, svo reka þeir augun í þannig merki, hring með krossi, við hliðina á sjálfri kirkjunni. En þá verður voða pat hjá móttökunefndinni, því að þetta er ekki þyrlupallur, heldur sjálfur Þjóðargrafreitur- inn. Og sóknar- presturinn þarna, sem er líka stað- arhaldari, hann æðir út í grafreit í ofboðsfáti og veifar höndunum fyrir ofan höfuð- ið, til að bægja þyrlunni frá. -Sem voru mistök? spurðu poppararnir. -Ja, mistök? Að veifa höndun- um á þennan hátt er líka alþjóðlegt tákn úr flugbrans- anum, rétt einsog hringurinn með krossinum, og merkirað lending sé heimiluð. Og þyrlan hlunkaði sér beint niður á grafir þjóð- skáldanna. -En það var ekki allt búið enn? -Nei, einsog ég segi, Bretar eru þekktir fyrir nákvæmni, Fíleas Fogg úr Umhverfis jörð- ina á áttatíu dögum er þeirra maður, alltaf áslaginu! Og Beta átti ekkert að stoppa, bara sjá þingstaðinn gamla og kannski gróðurssetja eitt tré. En prest- urinn var nú samt búinn að fá leyfi til að kynna fyrir henni kirkjuna með fáeinum orðum, sú heimsókn átti að taka fimm mínútur, ekki augnabliki leng- 14

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.