Vísbending - 18.12.1998, Page 19
ríska sjóhernum. Niðurstaða til-
raunanna gaf til kynna að vél-
ritun væri 20-40% hraðari með
DSK lyklaröðun en með venju-
legri qwerty uppsetningu. En
DSK náði samt aldrei fótfestu á
markaðinum. August þessi dó í
sárustu fátækt og qwerty hefur
haldið út til þessa dags og tefur
nú áslátt fólks á tölvulyklaborð
alls staðar um jarðarkringluna.
Liggja allar leiðir
til Rómar?
lestir hagfræðingar gera ráð
fyrir því að ef nokkrum skil-
yrðum er fullnægt þá leiði frjáls
markaðsviðskipti alltaf til hag-
kvæmustu lausnar. Hægt er að
orða þetta með því
fornkveðna að allar
leiðir liggi til Róm-
ar. Dæmið af qwerty
sýnir þó að sumir
vegir geti legið frá
Róm eða í mikla
króka frá þeirri
miklu borg. Allt
veltur á því hvaða
leið er valin, en
óhagkvæmar lausnir
geta haldið velli um
ófyrirsjáanlegan
tíma ef þær verða
ofaná í byrjun.
Þessa hugsun mótaði Paul í orð-
inu vegartryggð (e.: Path De-
pendency), þ.e. sagan fylgir
yfirleitt þeim stíg sem troðinn
var í fyrstu. Dæmi um vegar-
tryggð er víða að finna, t.d. er
hægt að spyrja af hverju Reykja-
vík sé höfuðborg Islands. Er það
vegna þess að sá staður sé sá besti
fyrir höfuðborg landsins eða er
ástæðan sú að Skúli Magnússon
stofnaði þar nokkur fyrirtæki árið
1752 og myndaði fyrsta þéttbýlið
á landinu?
Ef markaðirnir sýna vegar-
tryggð þá skipta áhrif brautryðj-
enda gífurlega miklu máli. Stór-
fyrirtækið Remington varð fyrst
til þess að markaðssetja ritvélar
með qwerty lyklaborði og náði
markaðsyfirráðum. Vegna þessa
reyndist ómögulegt að kynna til
sögunnar DSK lyklaborð sem
þó áttu að vera hagkvæmari. Ef
lesendur skipta á nafni
Microsoft fyrir Remington, þá
er að áliti sumra komið annað
qwerty dæmi þar sem mark-
aðsvald er notað til þess að
knýja fram drottnun á notkun
hugbúnaðar. Bandaríska ríkið
vill koma markaðinum upp úr
þeim hjólförum sem Microsoft
hefur markað og qwerty hefur
verið notaður sem rökstuðning-
ur fyrir málsókn á hendur tölvu-
risanum.
Kaupskapur á
milli landa
ins vegar hefur qwerty
mun víðtækari merkingu
og hér verðum við að leita í
smiðju tveggja hagfræðinga
sem báðir eru reyndar nafnar
Paul David. Þeir eru David
Ricardo og Paul Krugman.
Ricardo var uppi á fyrri hluta
síðustu aldar og var á sínum
tíma einn af atkvæðamestu hag-
fræðingum Bretaveldis. Ric-
ardo skýrði kaupskap á milli
landa út frá hugtakinu um hlut-
fallslega yfirburði. Islendingar
flytja út fisk vegna þess að þeir
hafa hlutfallslega yfirburði í
fiskveiðum en Spánverjar flytja
út vín vegna þess að landið
hentar til vínþrúguræktunar.
Þetta eru viðskipti sem mismun-
andi landkostir skapa en fjár-
magnsuppbygging skiptir líka
máli. Þróunarlönd hafa lítið
fjármagn en gnótt vinnuafls og
hafa því hlutfallslega yfirburði
í vinnuaflsfrekum atvinnugrein-
um. Iðnríkin hafa aftur á móti
fjármagn í ríkum mæli og hafa
hlutfallslega yfir-
burði í fjár-
magnsfrekum iðn-
aði. Loks má benda
á smekk sem afl-
vaka viðskipta. Þótt
íslensk brugghús
gætu hæglega annað
eftirspurn landsins
fyrir bjór vilja
landsmenn líka er-
lendar tegundir og
jafnvel gætu ein-
hverjir útlendingar
viljað bragða
íslenskan mjöð. Þar
með gæti varan bjór bæði verið
keypt til landsins og seld frá því.
Utanríkisviðskipti eru því alltaf
til ábata því þau hjálpa þjóðum
heimsins að sérhæfa sig í því
sem þær gera best.
Viðskiptakenning Ricardo er
eitt af því fáa sem nútíma hag-
fræðingar geta fyllilega verið
sammála um en hún hrekkur of
skammt. Árið 1990 voru 76%
af heimsviðskiptum á milli þró-
aðra ríkja sem hafa svipaða fjár-
magnsuppbyggingu, landkosti
og smekk. I sjálfu sér er kenning
19