Vísbending - 23.12.2005, Qupperneq 6
Höfundur: Benedikt Jóhannesson - Myndir: Geir Ólafsson.
Samband þjóðarinnar við ráðamenn er ekki alltaf vinsamlegt. Stundum ber hún
djúpa viröingu fyrir þeim en oft lýsir hún þeim sem óttalegum jólasveinum.
Kannski ristir hvorug tilfínningin mjög djúpt en vonandi þó sú fyrri dýpra
en hin síðari. En hvað ef þetta væri öfugt? Ef það væru alvörujólasveinarnir sem
stjórnuðu landinu?
Þegar líður að jólum hefur Vísbending stundum litið á ýmsa hluti frá óvenjulegu
sjónarhorni. Vangaveltuniar hér á eftir eru hvorki fræðilegar né alvarlegar en þó er byggt
á alþýðufróðleik um jólasveinana og skyldmenni þeirra, einkum heiti þeirra og venjur.
I Ama Bjömssonar um Sögu daganna segir svo: „Sú tilgáta hefur verið viðmð, reyndar
með miklum fyrirvara, að Grýla og fjölskylda gæti verið endurspeglun alþýðu á grimmum
yfirvöldum. Grýla kemur fyrst verulega fram á sjónarsvið eftir að einveldi konungs verður
algert á 17. öld. Jólasveinar gætu samsvarað sýslumönnum konungs sem heimtuðu skatt
af fátækum. Þcir taka hinsvegar að mildast eftir að einveldi er afnumið á 19. öld. og á
20. öld verða þeir þjónar hinnar áhrifamiklu verslunarstéttar." Ýmsir kynnu að vilja taka
undir þessa kenningu nú frentur en nokkm sinni, en hér er hún sett fram til þess að sýna
að fræðimenn hafa raunvemlega velt slíku fyrir sér í alvöru. I því sem á eftir fylgir er
í engu litið til líkinda með einstökum jólasveinum og ákveðnum ráðamönnum. hvorki
fyrr né síðar. Sjái menn slíkt er um til viljun að ræða. Helstu heimildir em Þjóðsögw Jóns
Amasonar og Saga daganna.
Benedikt Jóhannesson.
Fjölskyldan
Um tíma var því haldið fram að öll völd hérlendis væm í höndum nokkurra áhrifamikilla
fjölskyldna. Einkum vom það gamlir Alþýðubandalagsmenn sem töluðu um fjölskyldurnar
fjórtán (eða fimmtán), líklega helst vegna stuðlasetningar. Aldrei varð það vel ljóst hverjar
þessar fjölskyldur voru. Jólasveinamir eru taldir bræður en ekki er öllum ljóst hve margir
eða hverjir þeir em. Fjölskylda jólasveinanna er ekki vel skilgreind heldur, en þó liggur
nokkum veginn fyrir að Grýla er ættmóðirin. Óljósara er um faðemið en Leppalúði hefur
þó alllengi verið talinn faðir þeirra. í samfélagi þar sem þessi fjölskylda hefði öll völd ættu
þau hjón að gegna æðsta embætti, vera drottning og kóngur, eða nú á dögum forsetahjón.
Islendingar hafa löngum gumað af því að hafa orðið fyrstir til þess að kjósa sér konu sem
forseta. En hróður þeirra nær miklu lengra aftur ef litið er á Grýlu sem höfuð þessarar merku
ættar. Og reyndar hefur engum komið til hugar að hugsa sér neinn annan sem tróni á toppi
ættartrésins. Hlutskipti Leppalúða hefur orðið það sama og ntargra annarra eiginmanna
frægraforustukvenna,til dæmis eiginmanna MargrétarThatcher eðaAngelu Merkel. Örlög
þeirra em að standa álappalegir í skugga kvenna sem sópar að.
Grýla er oft sögð ógnvænleg kona eins og margar þær konur sem karlar telja að ógni
sér, en þó að hún hafi ekki beinlínis Séðs og heyrðs sjarma þá er hún engu að síður haldin
nægilegum kvenþokka til þess aðhún hefurátteina þrjáektamaka,Bo/a, Gust og Leppalúða
og með þeim tugi barna. Um hana er sagt: „Hökuskeggið hæmskotið og hendurnar þá,
stórar eins og kálfskrof og kartnöglur á.“ LGrýlukvæði Stefáns Ólafssonar í Vallanesi, frá
17. öld]. Hún gæti reyndar líka ratað í Gestgjafann því að hún kunni talsvert fyrir sér í
matargerðarlist „þegar hún fer að sjóða til jóla.“ Að vísu lagði hún sér einkum til munns
óþekk börn og varnotuð til þess að hræða þau sem stigu út af dyggðum prýddum vegi.Ætla
má að í takt við tíðarandann yrði hún nú umburðarlyndari gagnvart ýmsum yfirsjónum ef
hún gegndi æðsta embætti.
Ríkisstjórnin
Jólasveinamir em oftast taldir þrettán en hér á landi em tólf ráðherrar. í sjálfu sér er það ekki
sérstakt áhyggjuefni því að menn em ekki ráðherrar til lífstíðar og stundum er skipt um menn
í ríkisstjórnum. Svo er það svo að miklu fleiri nöfn em til á jólasveinum en þrettán og því er
ekki ástæða til þess að einskorða sig við þá allra þekktustu þó að auðvitað beinist athyglin
fyrst og fremst að þeim. Áður en lengra er haldið
er þó rétt að rekja í stuttu máli hvaða hæfileika
jólasveinar þurfa að hafa til að verða ráðherrar.
Allir þekkja línurnar: „Jólasveinar einn og átta
ofan komu af fjöllunum." Þetta er einmitt eitt
helsta einkenni á ráðhcrmm fyrr og síðar. Þegar
eitthvað gerist koma þeir af fjöllum. „Jólasveinar
ganga um gólf með gylltan staf í hendi." Þetta
var til skamms tíma aðalástæða þess að menn
gáfu sig að stjórnmálum, þeir vildu komast að
kjötkötlunum, höndla gyllta stafi. „Upp á stól
stendur mín kanna.“ Flestir stjórnmálamenn enda
sem diplómatar og dreypa þá óspart af könmmni.
ef marka má sögur. Jóhannes úr Kötlum yrkir
líka: „Lævfsir á svipinn, |3eir leyndust hér og þar,
til óknyttanna vísir, ef enginn nærri var.“
Forsætisráðhena er æðstur allra. Það er
því eðlilegt að í það embætti veljist fyrsti
jólasveinninn, Stekkjarstaur. Nafnið ber það
með sér að hann sé hár og mikill og jafnvel
fastur fyrir. Allt eru þetta eiginleikar sem gætu
prýtt góðan forsætisráðherra.
Utanríkisráðherra þarf að hafa gott nef fyrir
lausnum á vandamálum og því eðlilegt að
Gáttaþefur setjist í þann stól. Ekki væri heldur
verra ef hann vissi lengra en nef hans nær því að
þá væri hann með greindustu ráðheirum.
Eins og kunnugt er búa allir jólasveinar á
fjöllum og þekkja þvíeflaust vel náttúm landsins.
Því gætu margir orðið samgönguráðherra sem
hefur ferðalög á sinni könnu. Giljagaur er þó
- 6 -