Vísbending


Vísbending - 23.12.2005, Qupperneq 15

Vísbending - 23.12.2005, Qupperneq 15
Með augum ársreikningsins „Hvemig hefur Eimskip breyst? Það má auðvitað skoða það með ýmiss konar gleraugum. Til dæmis er gaman að skoða breytingamar á ársskýrslunni. Eimskipalelagið var skipafélag þegar ég kom til starfa en varð mjög fljótt flutningafyrirtæki. Fyrirtækið tók að sér að flytja vömna alla leið, frá framleiðendum því sem næst inn á markaðinn. Við færðum út kvíamar erlendis og árið 1997 var starfsemin þar orðin fjórði hluti veltunnar. Við stofnum fjárfestingarfélagið Burðarás 1989 en þá þegar átti Eimskip mikið af hlutabréfum. Við stofnuðum félagið til að halda betur utan um þennan rekstur. Þá var komið hér markaðssamfélag, hlutabréf gengu kaupum og sölum og eðlilegt var að horfa á þetta á nýjan hátt. í ársreikningnum fyrir árið 1999 var nýr kafli um hlutverk og framtíð - breytingar í takt við nýja tíma. Markmiðið var orðið: Hlutverk Hf. Eimskipafélags íslands er að auka verðmæti fyrir hluthafa félagsins með því að tjárfesta í og reka alþjóðlega samkeppnishæfa atvinnustarfsemi, einkum á sviði flutninga og annarra valinna atvinnugreina. Eimskip var þar með orðið fjárfestingarfélag og í framhaldi af því var ákveðið að leggja sérstaka áherslu á íslenskan sjávarútveg." Breyttar áherslur „Allt fram til ársins 1985 var enginn virkur verðbréfamarkaður til hér á landi. Þá byrjaði Hlutabréfamarkaðurinn hf. að kaupa og selja hlutabréf í smáum stíl, sem síðan jókst. Eg vissi til, fyrir þennan tíma, að bréf í Eimskip voru á gengi á innan við einn. Með hlutabréfamarkaðinum varð fyrst verðmyndum á hlutabréfum til. Verð á hlutabréfum á þessum tíma var hlutfallslega mjög lágt. Á bemskudögum hlutabréfamarkaðarins fjárfestum við markvisst í hlutabréfum. Eimskip hafði síðan 1940 átt hlutabréf í Flugfélagi íslands, síðar Flugleiðum. Á þessum tíma eignaðist félagið aukna hlutdeild í Flugleiðum og umtalsverðan hlut í Marel, íslandsbanka og Sjóvá-Almennum, svo að dæmi séu nefnd. Á síðari stigum ákváðum við að sérhæfa okkur í sjávarútveginum. Sú ákvörðun var tengd því að sjávarútvegur var þýðingarmesti atvinnuvegurinn á Islandi. Á honum voru að verða miklar breytingar. Við uppstokkun Eimskipafélagsins í upphafi nýrrar aldar var sagt að ekki færi saman að vera í fjárfestingar- og flutningastarfsemi. Eg held að ekki sé endilega auðvelt að rökstyðja það viðhorf. Nú þykir aftur sjálfsagt að setja saman í grúppur alls óskyldan rekstur. Það má segja að sumt af því sem við vorum stundum gagnrýndir fyrir sé daglegt brauð í dag.“ Kolkrabbinn Aríð 1990 skrífuðu þeir Oskar Guðmundsson og Páll Vilhjálmsson grein í tímaritið Þjóðlif undir fyrirsögninni „Kolkrabbi eða kjölfesta". Það var ífyrsta skipti sem orðið „kolkrabbi“ var notað um eignatengsl i íslensku viðskiptalífi og tengsl viðskiptalífsins við stjórnmálaflokka. „Kolkrabbinn" fór í kjölfarið að standa fyrir eignatengsl fyrirtœkja sem tengdust Eimskipafélaginu og tengsl þeirra við Sjálfstœðisflokkinn. Kolkrabbinn er hugarfóstur „Auðvitað kemur upp í opnu samfélagi með reglubundnum hætti umræða um samþjöppun valds. Eðlilegt er að gera ráð fyrir að kolkrabbaumræðan hafi haft áhrif á okkur sem f þessu stóðum og á umhverfi okkar. Kolkrabbinn var fýrst og fremst hugarfóstur. I mörgum samfélögum hafa menn reynt að finna eitthvað tilsvarandi. Eg veit að menn hafa gert það í Svíþjóð og í Danmörku. Það er enn mjög ríkjandi. Nafnið á fyrirbærinu var, held ég, sótt til Mið-Ameríku. Ég tel að það sé mjög oft þannig í frjálsum þjóðfélögum að menn fái einhvem svona stimpil á sig ef þeir verða jxikkalega öflugir eða fyrirferðamiiklir. Öðmm öflum í samfélaginu finnst þau þurfa að ráðast á þá. Við því er ekkert að gera. Ég sé, mér til ánægju, að samþjöppunarumræðan heldur nú áfram að breyttum breytanda. Það er heldur ekki óeðlilegt því að í þessu samfélagi hafa orðið valdasviptingar á undanfömum árum sem em margfalt víðfeðmari en lengstum áður. Mér er ekki ljóst hvað við gerðum af okkur, annað en að vera röskir við að taka á hlutunum. Hafa ber í huga í þessu samhengi að umræða af þessu tagi byggist að einhverju leyti á öfund en það má náttúrulega ekki segja það. Réðum við einhverju? Alveg ömgglega cn ég sé ekki annað en að það hafi gengið upp.“ Spurning um eignarhald „Á starfstíma mínum hjá Eimskip urðu dramatískar breytingar á íslandi. Það náðist að lokum að hér skapaðist viðskiptasamfélag hliðstætt því sem tíðkaðist í helstu samskiptalöndum okkar. Frelsið jókst og afskipti ríkisvaldsins urðu minni en áður. Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar breyttist, viðhoif hennar urðu jákvæðari, hún nýttist betur félögum sfnum en völdin hafa minnkað. Á |xitn tíma sem ég tók þátt í þessu, í upphafi, var til kjami helstu fyrirtækja, ef til vill stóifyrirtækja, sem var stundum kallaður „Iceland Incorporatcd". Þau áttu það sameiginlegt að þau höfðu sjálfsforráð um að ráðstafa gjaldeyri sínum og máttu eiga samskipti við erlenda banka að ýmsu leyti. Þetta vom SÍS, fisksölufyrirtækin SIF og SH, bankarnir þrír, Landsbankinn, Utvegsbankinn og Búnaðarbankinn, og flugfélögin. Á þessum tíma var beinlínis sagt við okkur: „Þið emð of stórir til þess að við getum sinnt ykkur í stómm málum, þið verðið sjálfir að semja við erlenda banka!“ Það er fróðlegt að bera þetta saman við nútímann. Með breytingum höfúm við náð miklum árangri. Það var líka annað sem einkenndi þctta tímabil. ráðamenn í daglegum

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.