Vísbending


Vísbending - 23.12.2005, Síða 18

Vísbending - 23.12.2005, Síða 18
Harkan hún þenst við ofstopa aldanna, hraðinn hann vex í loftleiðis grámyglu dagarnir líða framandi blæbrigði hljóðrituð, en allt er svo gamalt í ísskápnum ekkert nýtt undir sólinni. Þeir segja að lífið sé lottó og lukka og allt sé svo gott í dag, þú heyrir bankana syngja farsíma hringja og myntirnir klingja í vösum foringja, en ert sjálfur í molum kaldur í kolum, fullur af holum, og segir: Hvað fæ ég nema vinning í vonleysi og vænan skammt af engu í kaupbæti því allt er svo gamalt í ísskápnum ekkert nýtt undir sólinni. Tímarit Iífsins komið á kasettu og dópaðir draumar dansa í dimmum skjölum, á diskettum. Forðist mig! Eg er fullur af fíkn og firringu. Ég sé logandi glampa í augum en á engar eldspýtur. Ha, hver vill mig, blúsaðan bjána, einsog dagblað í örfáum eintökum Ég er öngstrætisófreskja með innhverfa sálfræði úthverfa málfræði böggaða talþræði og bý í landi þar sem lífíð er fáfræði og allt er svo gamalt í ísskápnum ekkert nýtt undir sólinni. - 18 -

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.