Vísbending


Vísbending - 23.12.2005, Page 19

Vísbending - 23.12.2005, Page 19
Helkaldir morgnar í fordyri daganna, tannhvítir geislar við nótnaborð alniættis. Hvað er heimurinn annað en stjörnulaust helryk í höndum ribbalda, endalaus lygi og lögfræði, enginn í kallfæri... þegar allt er svo gamalt í ísskápnum og ekkert nýtt undir sólinni Tíminn er teip sem spólar nú einungis fram á við en ég þröngva mér áfram í forhertu frostinu og fimbulkulda einsog þeir segja að það sé að tinna í Rússlandi. Eg skil ekki þetta þras á þinginu um pólitík, peninga og paradís og allt þetta pungsveitta pönk handa pakkinu... A bak við mig er ekki neitt nema stórbiluð björgin og baráttan sem eitt sinn var háð um örfáar brauðsneiðar, þá var kærleikur, kökur og kátína, en nú heyrist ekki neitt nema blúsinn í blokkunum, jarmið í flokkunum, ópin sem stíga úr börkunum á öllum gráðugu kokkunum. Já, allt svo gamalt í ísskápnum ekkert nýtt undir sólinni. . 10-

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.