Vísbending - 23.12.2005, Side 24
Ágúst Einarsson
Frelsi, saga og framfarer
Mjög margt hefur breyst í
umhverfi fyrirtækja og
einstaklinga hérlendis og
erlendis undanfarna áratugi. Margir líkja
þessum breytingum við byltingu og þótt
það orð sé oft ofnotað er þó ýmislegt til í
því þegar þróun undanfarinna áratuga er
skoðuð.
Byltingar í samfélögum tengjast oft
gerbreytingu á atvinnuháttum og sú
síðasta stóra í þeim efnum varð á seinni
hluta 18. aldar þegar gufuaflið var
beislað í framleiðslu. Þá breyttist margt á
skömmum tíma, borgir byggðust hratt upp,
borgarastéttin tók völdin af konungum
og aðalsmönnum og stjórnhættir ger-
breyttust. Franska stjórnarbyltingin árið
1789 hafði mikil áhrif um allan heim
og Bandaríki Norður-Ameríku urðu til árið 1776. Hröð þróun,
sérstaklega vestrænna samfélaga, hefur einkennt efnahags- og
atvinnumál allar götur síðan. Hagnýting rafmagnsins, sem cr cin
helsta tækninýjung mannsins, hefur haft gífurleg áhrif, enda hafa
lífskjör alls staðar stórbatnað síðustu öld.
Það er því hægt að kalla breytingarnar sfðustu tvo áratugi í
atvinnuháttum byltingu, með hinu nýja verkfæri, tölvunni.
Upplýsingar og þekking em nú helstu framleiðsluþættir í hagkerflnu.
Alþjóðavæðingin ræður viðskiptum og menningarlegum
samskiptum. Fall múrsins markaði hrun kommúnismans í
Evrópu og framfarir í lífvísindum eru ævintýralegar. Við sjáum
þessar breytingar vel í okkar litla samfélagi. Arið 1910 bjuggu
66% þjóðarinnar í dreifbýli og þá var 45% vinnuaflsins bundið í
landbúnaði. Árið 2004 bjuggu einungis 7% þjóðarinnar í dreifbýli
og aðeins 3% vinnuaflsins var í landbúnaði.
Árið 1980, eða fyrir 25 árum, skilaði sjávarútvegur 16% af
landsframleiðslunni. Núna hefur þetta hlutfall minnkað um nær
helming og er tæplega 9%. Flestir vinna við þjónustu og fjöl-
þjóðleg starfsemi fyrirtækja er orðin mjög algeng hérlendis. Þetta
er mjög ör þróun og er þeim mun merkilegri þvf að breytingin sem
hófst í nágranrialöndunum upp úr miðri 18. öld byrjaði ekki hér
fyrr en 150 árum seinna, eða í upphafi 20. aldar. En þá breyttust
hér hlutir fljótt.
Aðlögunarhæfni og
SVEIGJANLEIKI
Á fyrri hluta 20. aldar nýttust tveir
merkilegir og mikilvægir eiginleikar
íslendinga. Það er í fyrra lagi hraði okkar
við að laga okkur að breyttum aðstæðum
og í síðara lagi sveigjanleiki í starfsháttum.
Það þarf hins vegar frjálsa umgjörð um
þessa eiginleika og sú umgjörð var ekki
til á öldum áður og reyndar ekki allar
götur frá fjórtándu öld, eða skömmu eftir
lok þjóðveldisins.
Þjóðveldið einkenndist af frelsi en
síðari tíma einokun, bæði vegna erlends
konungsvalds og innlendra, þröngsýnna
höfðingja, batt þjóðina í fjötra um aldir.
Þegar fjötrarnir losnuðu með innlendri
heimastjórn og frjálsræði í viðskiptum breyttist íslenskt samfélag
ótrúlega fljótt og við náðum nágrannaþjóðunum tiltölulega fljótt
og erum nú hvað lífskjör varðar meðal 10 efstu þjóða heims.
Einmitt þessir eiginleikar, aðlögunarhæfni og sveigjanleiki,
eru undirstaðan fyrir því hversu vel okkur gengur að fóta okkur
í hinu nýja hagkerfi. Þetta er ástæðan fyrir árangri okkar sfðustu
ár á erlendum mörkuðum og uppgangi nýrra atvinnuvega eins og
fjármálaþjónustu og líftækni. Við lögum okkur fljótt að nýjum
aðstæðum og sýnum sveigjanleika í starfsháttum. Þetta er ekki
öllum gefið en nú háttar svo til að þessir eiginleikar gagnast mjög
vel. Það er hægt að líkja þessu við þróunina í Bandaríkjunum á
seinni hluta 19. aldar þegar það víðlenda og auðuga land byggðist
upp á tiltölulega fáum áratugum.
Vitaskuld á 300.000 manna þjóð ekki að ofmeta sjálfa sig og í
heildartölum heimsins skiptum við engu máli. Það svið sem við þó
komumst næst því að eiga markverða hlutdeild er í sjávarútvegi
en fiskafli okkar nemur um 2% af heimsaflanum.
I umræðu hérlendis er ekki gefinn nægjanlegur gaumur
að umgjörðinni sem hagkerfið hrærist í. Aðlögunarhæfni og
sveigjanleiki nýttust ekkert þegar allt var reyrt í fjötra ófrelsisins.
Sagan sýnir okkur þetta ágætlega. Fiskur var veiddur við
íslandsstrendur frá 14. öld en ekki af íslendingum. Útlendingar
Einmitt þessir eiginleikar, aðlöglnarhæfni og sveigjanleiki,
ERU UNDIRSTAÐAN FYRIR ÞVÍ HVERSU VEL OKKUR GENGUR AÐ FÓTA
OKKUR f HINU NÝJA IIAGKERI I
-24'