Vísbending


Vísbending - 23.12.2005, Page 25

Vísbending - 23.12.2005, Page 25
veiddu hér í margar aldir þótt afraksturinn væri ekki nægjanlegur til þess að stóru ríkin, Bretland, Þýskaland eða Frakkland, slægju eign sinni á þessa eyju hér í Norðurhöfum, þótt stundum hafi legið nærri því. Danir sýndu sjávarútvegi engan áhuga og það er ekki fyrr en um aldamótin 1900 sem við sjálf aðhöfðumst eitthvað eftir að hafa fengið meira frelsi frá Dönum. Danir hafa þó alltaf verið mjög framarlega í alþjóðlegri verslun og kunnað að grípa tækifærin þegar þau hafa gefist. Það sýndi þátttaka þeirra í þrælaversluninni á sínum tíma og verslun þeirra í Austurlöndum fjær. Sjávarútvegur á Islandi eða annar atvinnurekstur hér var einfaldlega ekki nógu arðbær til að Danir hefðu áhuga á honum. Þröngsýni í sjálfstæðisbaráttu OG SÍÐAR Það var nær engin verkkunnátta til á Islandi alla 18. og 19. öldina þótt Islendingar jrekktu vel til hennar frá dvöl sinni erlendis. Mikill uppgangur var á þessum tíma í Kaupmannhöfn, sem var borg menntafólks okkar í margar aldir. Þar var hægt að sjá allt sem einkenndi hið nýja samfélag en á Islandi voru ekki til þorp, vegir, hjólbörur eða verkvit. Umgjörðin gaf ekki ráðrúm fyrir slíka þróun en það voru Danir sem breyttu þessari umgjörð. Það er freistandi að setja fram þá skoðun að sjálfstæðisbarátta Islendinga sem snerist oft meira urn formið en umgjörð til frjálsar athafnasemi hafi í reynd skipt litlu máli. Við hefðum í síðasta lagi fengið hina lífvænlegu umgjörð okkar í upphafi 20. aldar, einfaldlega vegna þess að stjórnmálaaðstæður í Danmörku voru þannig. Danir tóku brölt okkar ekki alvarlega, sem sést best á því að þeir höfðu Jón Sigurðsson forseta á launum megnið af starfsævi hans en vitanlega hefðu þeir aldrei gert slíkt hefðu þeir talið að starf hans eða annarra íslendinga ógnaði hagsmunum þeirra. Við vorum fórnarlömb áhugaleysis af hálfu Dana en það er ekkert nýtt í sögunni að það sé hlutskipti fámennra og óarðbærra nýlendna. Við hófumst þó handa, að frumkvæði Dana, um svipað leyti og aðrar Evrópuþjóðir í upphafi iðnbyltingarinnar á 18. öld með Innréttingunum og fleiri umbótum, m.a. í heilbrigðiskerfinu. Þetta koðnaði allt niður, að stórum hluta vegna andstöðu og áhugaleysis innlendra valdamanna. Allt kapp var þá og síðar lagt á það af hálfu innlendra valdamanna að koma í veg fyrir þorpamyndun sem gat aðeins orðið við sjávarsíðuna í tengslum Andstaðan við ÞÉTTBÝLIÐ OG AÐRAR ATVINNUGREINAR EN LANDBÚNAÐ STJÓRN- AÐI STJÓRNMÁLA- EMRÆÐUNNI í ÁRA- TUGI ÁN NOKKURRA ERLENDRA AFSKBPTA sg Tjarnargata 12 Grundarvegur 23 Sunnubraut 4 Víkurbraut 62 & Vogar 230 Keflavík 260 Njarðvík 250 Garði 240 Grindavík Iðndal 2 ^ / Sími 421 6600 Sími 421 6680 Sími 422 7100 Sími 426 9000 Sími 424-6400 1 Sparisjóðurinn í Keflavík Fax 421 5899 Fax 421 5833 Fax 422 7931 Fax 426 8811 Fax 424-6401 -25-

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.