Vísbending


Vísbending - 23.12.2005, Page 26

Vísbending - 23.12.2005, Page 26
VISBENDING við sjávarútveg en þorpamyndun var forsenda fyrir framförum. Þessi upprifjun er athyglisverð þegar hugsað er til þess að íslenska stjórnmálabaráttan allan fyrri hluta 20. aldarinnar snerist um að berjast fyrir frelsi til athafna í viðskiptum. Andstaðan við þéttbýiið og aðrar atvinnugreinar en landbúnað stjórnaði stjórnmálaumræðunni í áratugi án nokkurra erlendra afskipta. Þar dugði okkar eigin þröngsýni. Frjálsræðið hefur alltaf komið til okkar að utan,ekki fyrir tilverknað okkar. Eitt mesta framfaraspor Islendinga á 20. öld var inngangan í EFTA árið I972,en hún varpólitískt mjög umdeild og talsmenn inngöngunnar voru úthrópaðir. EFTA-aðildin skipti gífurlegu máli, svo og aðrar umbætur viðreisnarstjórnarinnar. Sama máli gegndi um EES-samninginn árið 1994 þegar við fengum hina frjálslyndu viðskiptalöggjöf Evrópusambandsins. EES-samningurinn hefur verið gífurleg lyftistöng fyrir efnahagslífið á íslandi en enn og aftur voru talsmenn þessa aukna frelsis úthrópaðir. Nýja STOFNANAHAGFRÆÐIN LEYSIR MÁLIN! Þessar sögulegu staðreyndir sýna hversu mikilvæg umgjörðin er og þarna kann hagfræðin skil á nothæfum verkfærum. I stofnanahagfræðinni,eða réttara sagt hinni nýju stofnanahagfræði (NewInstitutionalEconomics),er meðal annars fjallað um innviði og skipulag hagkerfisins og hversu mikilvægir þeir eru til að ná árangri í efnahagslífinu. Það er ekki hægt að færa eitt kerfi yfir til annars lands og samfélags með árangursríkum hætti án þess að taka tillit til aðstæðna á þeim stað og laga hið nýja kerfi og umgjörð að þcim raunveruleika sem þar er. Hvernig það er gert er fjallað um í þeim fræðum. Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir okkur Islendinga að við eigum einn fremsta vísindamann í heimi á þessu sviði en það er Þráinn Eggertsson, prófessor í Háskóla íslands og í New York University. Fyrri bók Þráins um stofnanahagfræði, sem kom út fyrir nokkrum árum, er til í hverju einasta hagfræðibókasafni í heimi og er víða notuð í kennslu og við rannsóknir. Þráinn gaf út nýja bók í ár sem mun fara sigurför um þennan heim fræðanna og síðar út fyrir hann vegna þess að þar eru dregnar upp lausnir til að vinna bug á örbirgð og hungri. Lykillinn að þeim lausnum er að gera sér glögga grein fyrir stofnunum samfélagsins, eins og fyrirtækjum, opinberum aðilum, lögum, efnahagslegri umgjörð, ráðstöfunarrétti yfir framleiðsluþáttum og félagslegum aðstæðum í samfélagi og tækni. Dæmi um stofnanir sem virka ágætalega héreru fyrirtækið Össur, Vegagerðin og stjórnsýslulögin og sést á þessum þremur dæmum liversu fjölbreytt hugtak stofnanir er. Sagan endurtekur sig oft, líka í fræðunum. Það er athyglisvert hversu mikilvægar kenningar Josephs Schumpeters frá fyrri hluta 20. aldar eru nú innan nútímarekstrarhagfræði. Schumpeter talaði m.a. um hinn skapandi mátt eyðileggingarinnar og hversu mikil áhrif frumkvöðlar hafa með því að fara nýjar, óhefðbundnar leiðir sem ryðja á brott því sem fyrir er. Þessi hugsun, sem þótti framandi þá, er lykill í frumkvöðlafræðum nútímans. Þótt allir vilji vera frumkvöðlar eða athafnaskáld, sem er betra orð sem þýðing á alþjóðaorðinu „entrepreneur“, er það ekki öllum gefið enda skiptir það ekki máli. Aðalatriðið er að einstaklingurinn hafi frelsi til að athafna sig í umhverfi frjálsræðis og jafnræðis. Þá fer þetta allt vel og eru því orð Adams Smiths um „ósýnilegu höndina“ enn í fullu gildi. Það þarf ekki að endurskrifa Faðirvorið með hverri nýrri kynslóð þótt sumir haldi það, sérstaklega vísindamenn í hug- og félagsvísindum. Hvaðan koma veðin VIÐ FJÁRMÖGNUN? Það er athyglisvert hversu miklu máli innviðir skipta þegar kemur að athafnasemi í atvinnulífinu, sérstaklega frumkvöðla. Frumkvöðlar þurfa aðgang að fjármagni, sem ekki er alltaf auðvelt, og fjármálastofnanir krefjast trygginga, sem vonlegt er. Tækar tryggingar byggjast m.a. á vel skilgreindum eignarrétti. Þannig vefst ekki fyrir okkur að setja fasteignir eða aðrar eignir að veði þegar tekin eru lán en þetta er ekki alltaf hægt. Hernando De Sota, hagfræðingur frá Perú, hefur bent á að helsta vandamál þróunarlanda sé ekki skortur á fjármagni eða frumkvöðlum heldur vöntun á tryggingum fyrir lánum. Helsta orsökin fyrir því er ekki að eignir séu ekki til staðar heldur að þessar eignir eru ekki skráðar með ótvíræðum hætti þannig að lánastofnanir geti tekið veð í þeim og treyst því veði. Það séu nógar eignir til í alls kyns formi í þróunarlöndunum en eignarrétturinn er alls ekki Ijós. Þetta er gott dæmi um mikilvægi eignarréttar og þessi staða í þróunarlöndunum minnir mjög á Bandaríkin á 19. öld. Okkur finnst sjálfsagt að þinglesnar eignir séu nokkuð sem við getum treyst en það kerfi er margra alda gamalt á Vesturlöndum og byggist á sterkri hefð og ítarlegum lögum, mikilvægum þáttum í stofnanahagfræði. Góðar og slakar stofnanir Á ÍSLENSKUM FJÁRMÁLAMARKAÐI Hvernig ætli sé háttað með stofnanir á íslenskum fjármálamarkaði? Eru þær góðar og virkar? Að mörgu leyti eru þær það en að öðru leyti ekki. Bankarnir eru öflugir, sveigjanlegir og laga sig flestir vel að breyttum aðstæðum, en það eru dýrmætu eiginleikarnir tveir. Löggjöf á fjármálamarkaði er góð, enda gilda hér lög Evrópusambandsins vegna aðildar okkar að EES-samningnum. Rannsóknir og ákærur í efnahagsbrotum eru til skammar eins og sést á nýlegum málum sem óratíma tekur að rannsaka, fúskað er við ákærur og traust á markaði og viðskiptum er rýrt. Fjármálaeftirlitið hefur verið frekar dapurleg stofnun og virkt og strangt eftirlit, sérstaklega í byrjun, með almennum hlutabréfaviðskiptum var slakt. Kauphöllin hefur að mörgu leyti náð mjög góðum árangri en forræði ráðandi framkvæmdastjóra í fjármálafyrirtækjum í stjórn hennar kallar á tortryggni. Þetta á sér stað á sama tíma og þessir einstaklingar stunda innherjaviðskipti með hlutabréf eigin fyrirtækja jafnvel upp á milljarða króna með framvirkum ÞESSIR EINS IAKLINGAR STUNDAINNHERJA- VIDSKIFI I MLÐ HLUTABRÉF EIGIN FYRIRTÆKJA JAFNVEL UPP Á MILLJARÐA KRÓNA MEÐ FRAMVIRKUM LÁNASAMNINGUM í EIGIN BÖNKUM -26-

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue: 51. tölublað (23.12.2005)
https://timarit.is/issue/232111

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

51. tölublað (23.12.2005)

Actions: