Vísbending


Vísbending - 23.12.2005, Blaðsíða 28

Vísbending - 23.12.2005, Blaðsíða 28
VISBENDING ÁRSINS Tlittugasti og þriöji árgangur Vísbendingar lýkur nú sínu ferðalagi um víðáttur viðskipta og hagstjórnar. Víða hefur verið komið við á ieiöinni enda var árið 2005 viðburðaríkt ár. Uppsveiflan á hlutabréfamarkaðinum og hækkunin á fasteignamarkaðinum hcldu áfram og krónan styrkist enn meira en áður. Peningamagn í umferð hélt áfram að aukast og það útskýrir aö hluta til þær hækkanir sem hafa orðið hér á eignamörkuðum. Útrás íslenskra fyrirtækja og uppkaup þeirra á erlendum fyrirtækjuin hafa aldrei verið meiri en á þessu ári. Árið í heild sinni var besta partí sem íslendingar hafa boðið sjálfum sér í. Undirliggjandi áhættuþættir hafa talsvert verið til umræðu í Vísbendingu á árinu: bólumyndun á eignaverðsmörkuðum,gríðarlegurviðskiptahalli,ruðningsáhrif stóriðjuframkvæmda sem hafa haldið krónunni sterkri og haft alvarlegar afleiðingar fyrir útflutningsgrcinar og stjórnlaus skuldasöfnun þjóöarinnar. Á erlendum vettvangi hefur það verið uppgangur í Kína, stöðnun í Evrópu og efnahagsbrambolt í Bandaríkjunum scm hafa vakið athygli hagfræðinga. Brotthvarf tveggja manna markar þó ef til vill meiri tímamót en flest annað í sögu ársins. Annars vegar liggur nú Ijóst fyrir að Alan Greenspan hættir sem seölabankastjóri Bandaríkjanna í byrjun næsta árs en hann hefur haft vökult auga með bandaríska hagkerfinu frá því að Ronald Reagan var forseti. Hins vegar andaðist stjórnunar- og stefnumótunargúrúinn Peter F. Drucker en frainlag hans til viðskiptafræðanna og þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað í rekstri fyrirtækja á tuttugustu öldinni er ómetanlegt. Hér á íslandi urðu cinnig talsverðar sviptingar við brotthvarf einstaklings þegar Davíð Oddsson dró sig út úr pólitík og settist í sæti Seðlabankastjóra. Það er alltaf sjónarsviptir að mönnum sem hafa notið virðingar og haft mikil áhrif um langt skeið. Brotthvarf þeirra markar kaflaskil í sögunni. Vísbending leitaði eins og endranær víða fanga og naut aðstoðar helstu sérfræðinga landsins í viðskipta- og efnahagsmálum. Margir þeirra skrifuðu athygliverðar greinar eins og Guðmundur Magnússon, Sigurður Jóhannesson, Olafur Klemensson, Þórólfur Matthíasson og Þorvaldur Gylfason, svo að einungis fáeinir séu nefndir. Að venju predikaði Benedikt Jóhannesson í Oðrum sálmum Vísbendingar. Ritstjóri þakkar þeim sem skrifað hafa í Vísbendingu á árinu fyrir framlag jieirra til viðskipta- og efnahagsumræðu landsins. Hér á eftir má sjá glefsur úr því sem skrifað var á árinu. • Þekking Smœð hagkerjisins, smœð fyrirtœkja, ör þróun á markaðinum og líflegt umhverfi viðskipta [hafa] gert það að verkum að íslendingar hafa lœrt hratt um hvað viðskipti snúast. Þannig hefur Island verið eins og œfingabúðir fyrir viðskiptajöfra. Eyþór Ivar Jónsson (Æfingabúðir viðskiptajöfra). Fyrirtœki á ekki starfsmanninn. Það getur í besta falli vonast til þess að hann rrueti til vinnu. Það getur heldur ekki œtlast til þess að starfsmaðurinn geti gleymt eða „aflœrt ” það sem hann hefur einu sinni lœrt af leyndardómum fyrirtœkisins. Eggert Claessen (Þegar fyrirtæki vita sínu viti). Æ fleiri fyrirtœki eru að uppgötva að til að ná árangri þarf að vinna „þvert ” á deildir og svið til að þessar einingar vinni saman í staðinn fyrir að ailir vinni hver í sínu horni. Magnús Ivar Guðfinnsson (Breytingar með ferilsstjórnun). Lykilstarfsmenn geta í krafti þekkingar sinnar og reynslu haft einstaka stöðu innan fyrirtœkis. I Ijósi þessa er nauðsynlegt að hlúa sérstaklega að þessum einstaklingum og tiyggja tryggð þeirra við Jyrirtœkið. Vigdís Jónsdóttir (Einkenni mannauðsstjómunar). Ein af þversögnum umrœðunnar um stjómarhœtti fyrirtœkja er að stjórnarmenn hafa það höfuðverkefni að Jylgjast með stjórnanda og árangri fyrirtœkisins en jafnframt kemur bróðurpartur þeirra upplýsinga sem þeir byggja mat sitt á frá þessum sama stjórnanda. Eyþór Ivar Jónsson (Upplýsingaflæði til stjómar). • Krónan og vextir Margt bendir til þess að í einmana krónuhmdi sé verðlag hœrra, samleitni verðs hœgari, samkeppni minni og vörugœði fjölbreyttari en á evrusvœðinu. Síðan er deilt um hvort þessi aukakostnaður sé minni eða meiri en ábatinn af því að ráða ferð krónunnar. Altént er dýrt að vera Islertdingur. Guðmundur Magnússon (Evran og lögmál eins verðs). Viðskipti íslands við önnur bandalagsríki gœtu aukist um allt að 60% til langs tíma [við að ganga í ESB]. Jafnframt gefa niðurstöðurnar til kynna að þettayrði ekki á kostnað viðskipta við lönd utan bandalagsins. Þetta yrði hrein viðbót við núverandi umfang utanríkisviðskipta. Þórarinn G. Pétursson (Evran og íslensk utanríkisviðskipti). Einn vandi við fjölskrúðugt myntsvœði er að ríkisstjórnirnar hafa ekki lengur tök á að breyta vöxtum eða gengi til þess að hafa áhrifheima fyrir. Slíkar aðgerðir eru auðvitað miklu auðveldari en að breyta félagslega kerfinu eða lœkka laun. Benedikt Jóhannesson (Deyr evran?). Svo virðist vera að hagsveifluþœttir, sérstaklega stefnan í peningamálum, geti skýrt að verulegu leyti afhverju raunvextir eru núna sögulega séð mjög lágir á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Olafur Klemensson (Af hverju eru raunvextir svona lágir?). [Neytendur] geta tekið lán út á fasteign sína á miklu lœgri vöxtum en gilda á greiðslukortasamningum. Það eru áreiðanlega ýmsir sem nýta sérþað en það krefst óneitanlega nokkurrarfyrirhyggju. Reyndar eru það bankarnir sem standa á bak við allar lánveitingarnar því að -28-

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.