Vísbending


Vísbending - 23.12.2005, Síða 33

Vísbending - 23.12.2005, Síða 33
Þróun fjármálamarkaðarevs MEÐ AIJGIJM BANKASTJÓRA Fjármálamarkaðurinn springur út BJARNI: Stóru skrefin voru eftirfarandi: Grunnurinn var lagður með samningum um Evrópska efnahagssvæðið árið 1993 og síðan með lagasetningunni árið 1997 þar sem Landsbanka og Búnaðarbanka var breytt í hlutafélög og FBA varð til með því að fjárfestingarsjóðum atvinnuveganna var í raun steypt saman. Síðan urðu þessi einkavæðingarskref í framhaldinu. SIGURJÓN: Ef við spólum aftur til ársins 1995, þegar ég kent inn í fjármálageirann, þá var einn maður tengdur verðbréfaþingi hjá Búnaðarbankanum. I Kaupþingi voru um þrjátíu manns. Það voru um það bil hundrað manns að vinna á verðbréfamarkaðinum í heild. Byltingin var rétt að byrja. Framvirkir samningar í gjaldeyrisviðskiptum voru nýbyrjaðir, framvirkir samningar á skuldabréf og hlutabréf voruekki til. Það var nýbúið að leyfa bönkunum að reka verðbréfadeild sem hluta af bankastarfseminni. Áður mátti einungis reka banka.verðbréfafyrirtæki og lýsingarfyrirtæki í aðskildum einingum. Þess vegna hafði þetta þróast í einhvers konar þríeyki, Islandsbanki - VÍB - Glitnir og Landsbanki - Landsbréf - Lýsing (ásamt Búnaðarbanka) og svo Búnaðarbanki og sparisjóðirnir í sameiningu með Kaupþing. Þetta kerfi bauð ekki upp á samspil þessara fyrirtækja og stuðning þeirra hert við annað. Síðan þróaðist þetta þannig að Landsbréf runnu inn í Landsbankann og VÍB rann inn f íslandsbanka og Búnaðarbankinn seldi Kaupþing. Það þurfti að breyta umgjörð fjármálamarkaðarins til þess að hún yrði skilvirkari. Menn voru hugsanlega búnir að átta sig á þessu í Seölabankanum og hjá ríkinu en það ýtti á breytingar að við urðum aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. I kjölfarið byrjaði þetta allt að springa út. HREIÐAR: Það eru örugglega margar ástæður fyrir því sem gerðist og ég hugsa að mönnunt hætti til að einfalda þetta of mikið. Saga okkar er nátengd EES-samningnum árið 1994. Nokkrir af núverandi stjórnendum Kaupþings voru að koma inn um það leyti. Á þessum tíma voru lífeyrissjóðirnir að byrja að fjárfesta erlendis. Mynd af framkvæmdastjórum lífeyrissjóðanna á leið í ferð með Kaupþingi til útlanda til að fjárfesta birtist á forsíðu Dagblaðsins. Það var eins og þar færu landráðamenn sem væru að fara með peningana úr landi. Svo voru auðvitað umbreytingar í skattaumhverfinu og einkavæðingin hafði mikil áhrif. Tæknin skiptir líka máli, menn mega ekki vanmeta hana, að maður skuli geta verið með farsíma og tölvupóst alls staðar, jafnvel lesið tölvupóstinn í símanum. BJARNI: Þetta var á þeim tíma sem var að verða mikil vakning um hvað fjármálaþjónusta væri. Hún var ekki fólgin í þeiixi hefðbundnu sýn að þetta væri form greiðslumiðlunar og fyrirgreiðslu með fé heldur að verðmætið lægi í hugmyndum, skipulagi og sýn um hvemig mál myndu þróast. Þetta var tími sem bauð upp á þessi tækifæri. Mikið af góðu fólki í fjármálafyrirtækjum nýtti þessi tækifæri. Hröð þróun SIGURIÓN: Stóra breytingin varð í kjölfar þess að frjálsræðið varð meira, lögum var breytt. Verð- bréfafyrirtæki höfðu ekki nægilegan fjárhagslega styrk ein og sér en með því að þau sameinuðust bönkunum var hægt að gera ýmsa hluti sem ekki var hægt að gera áður. Flóknari þjónusta kringum verðbréfamiðlun varð til. BJARNI: Upphaflega ríkti mikil vantrú á að einkavæðingin myndi komast á. Þetta myndi taka miklu lengri tíma en það gerði og mjög mörgum f einkageiranum fannst FBA vera enn einn ríkisbankinn. Ég þurfti vera trúverðugur og sýna fram á að markmiðið væri að leita að faglegum stjómendum og gefa þeim frjálsar hendur til að byggja upp FBA og að næsta skref væri sala á fyrirtækinu. Þetta væri leið að því marki að koma bankanum í hendur einkaaðila. Bankinn var einkavæddur og ríkið seldi 49% í nóvemberlok 1998, á fyrsta starfsári bankans. Bankinn var svo að fullu einkavæddur rétt tæpu ári síðar, um miðjan nóvember 1999. Þessi einkavæðing gerðist á mjög stuttum tíma, þannig á það að vera. SIGURJÓN: Á þessum tíma kom margt ungt fólk inn í kerfið sem tók þátt í þessum breytingum og þannig þróaðist þetta. Breytingarnar komu ekki með unga fólkinu heldur kölluðu breytingarnar á unga fólkið. Ég held að þannig sé orsakasamhengið. Þess vegna er meiri hluti þeirra sem er ofarlega í bankakerfinu ungt fólk í samanburði við önnur lönd. Það er þessi mikla breyting sem hefur átt sér stað á stuttum tíma sem gerir aðstæður ólíkar hér og á erlendum fjármálamörkuðum. Við þurftum að vinna upp forskot annarra, það sem hafði gerst erlendis á miklu lengri tíma. Eftir á að hyggja er þetta búið að vera eðlileg þróun en hún hefur orðið hraðari en menn áttu von á. Alþjóðavæðing íslenska bankakerfisins hefur orðið mjög hröð. Þetta er hins vegar mjög skemmtileg þróun. Hún er að mörgu leyti einstök, sérstaklega í bönkum af þessari stærð. Svipaðir hlutir hafa þó gerst hjá skoskum og írskum bönkum en þeir voru á undan okkur og þeir eru komnir miklu lengra en við. Við höfum verið seinni til en önnur lönd að auka frelsið en bankarnir eru komnir nokkuð langt á veg núna miðað við tímann sem þeir hafa haft í þetta ferli. Egyrði mjög hissa efíslenski þátturinn af heildartekjum viðskiptabank- anna þriggja yrði meiri en 20% árið 2010. -33-

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.