Vísbending


Vísbending - 23.12.2005, Qupperneq 35

Vísbending - 23.12.2005, Qupperneq 35
iðnbyltingarinnar þá komu flutningar fólks úr sveit í borg einfaldlega til vegna þess að fólk sá betri atvinnutækifæri í borginni. Þar var verðmætasköpunin. Upplýsingabyltingin og ný Inigmyndafræði hafa gert það að verkum að þetta er að snúast við. Fólk flyst ekki endilega úr borg í sveit heldur er að komast á ákveðið jafnvægi í þróaðri samfélögum. I dag vilja framsæknustu fyrirtækin starfa sig þar sem fólk vill búa. Þess vegna verða til þyrpingar þar sem fólk vill búa. Þess vegna snýst þetta talsvert um samkeppnishæfni íslands til þess að halda í fólk með hæfileika eða drifkraft. Þar finnst mér við standa mjög vel að vígi. HREIÐAR: Það skiptir fsland klárlega máli að bankarnir séu íslenskir. Fyrir bankana skiptir skattaumhverfið miklu máli. Nordea var upphaflega finnskur banki og höfuðstöðvarnar voru í Finnlandi þó að ákveðið væri að búa til norrænan banka úr honum. Það er búið að færa höfuðstöðvarnar til Svíþjóðar í dag. Ástæðan var sú að fyrir sænska fjárfesta var miklu óhagstæðara að eiga finnsk hlutabréf en sænsk vegna skattlagningar arðs og söluhagnaðar. Fyrirtækjaskattar í Finnlandi eru nokkuð háir, 26% að mig minnir, svipað og í Svíþjóð þar sem þeir eru 28%. Ég er sannfærður um að Nordea væri í dag finnskur banki ef finnsk stjórnvöld hefðu lækkað tekjuskattinn niður í 15%. Þá fengju þeir 15% af hagnaði bankans en í staðinn eru fá þeir 26% af engu. Þá er betra að fá 15% af einhverju. Ég held að ísland ætti að setja sér það markmið að vera alltaf með lægstu fyrirtækjaskatta í Evrópu. Við ættum að lækka þá úr 18% í 15% og gera það þannig úr garði að fyrirtæki í Evrópu gætu treyst því að hér væru alltaf lægstu fyrirtækjaskattarnir. Þá munum við fá erlend fyrirtæki til að koma hingað og borga okkur skatta. Þetta svipað og írar hafa gert með mjög góðum árangri, ég held að við ættum að gera það sama. 15JARNI: Sú þróun sem orðið hefur hér, þ.e. að íslendingar hafa keypt fyrirtækin þegar þau hafa verið einkavædd, skiptir verulegu máli. Þrátt fyrir það þá skiptir líka miklu máli að fá fleiri erlenda aðila til að eignast hluti í fyrirtækjum hér á landi og það er næsta skref hjá öllum aðilum hér. Það er lykilatriði að hafa þessa blöndu. Við þurfum að fá fleiri alþjóðlega fagfjárfesta til að fjárfesta í fyrirtækjum hér á landi. Ég held að umbreyting verði í því á næstu einum til tveimur árum. Mjög algengt er, t.d. í Skandinavíu, að þriðjungur fyrirtækja sé í eigu erlendra aðila, alþjóðlegra fagfjárfesta. Það held ég að muni gerast hér. íslenska krónan SIGURJÓN: Krónan hefur ákveðna kosti og galla. I dag er óheppilegt hvað krónan er sterk, það skapar erfiðleika fyrir útflutningsgreinarnar. Á móti kemur að krónan hefur haft ákveðinn sveigjanleika, sem hjálpar til við bregðast við breytingum á ytri aðstæðum eins og óbeint er að gerast núna. í augnablikinu er skynsamlegt að halda henni en það getur vel verið að endurskoða eigi þá afstöðu þegar ástandið er orðið eðlilegt á ný og núverandi hagsveiflu lokið og krónan þá kannski komin í eðlilegt horf. HREIÐAR: Krónan er einn af áhættuþáttunum í starfsemi okkar. I dag em einungis um 20% af eignum okkar í krónum en 80% em í erlendum gjaldmiðlum. Ég held að mjög erfitt sé að halda í íslensku krónuna til framtíðar. Krónan er ekki eins mikilvæg og áður. Við sjáum flæði gjaldmiðla í dag, vöruviðskipti eru smáhlutfall af gjaldeyrisviðskiptum, megnið er fjárfestingar. Hvenær krónan hverfur veit ég ekki en það myndi draga úr áhættu okkar að vera á stærra svæði. Eigið fé KB-banka er 170 milljarðar króna en gjaldeyrisforði Seðlabankans er um 70 milljarðar. Bankinn er orðinn svo stór miðað við krónuna. SIGURJON: í starfsemi bankans þá skiptir krónan ekki höfuðmáli. Áhrifin af gjaldeyrissveiflum eru takmörkuð. Við erum í gjaldeyrisjafnvægi samkvæmt lögum, skyldaðir til þess að eiga jafnmikið í erlendri mynt og við skuldum, þannig að við veðjum aldrei á krónuna. Við verðum þó fyrir áhrifum af því hvort krónan styrkist of mikið eða veikist í gegnum þau fyrirtæki sem eru í viðskiptum við okkur og em háð krónunni. BJARNI: Fyrir íslenska banka er þetta ekki aðalatriði en ég álít að íslenska krónan sé ekki góður kostur. En ég hef í sjálfu sér ekki séð aðra betri. Hér em sveiflur í hagkerfmu með þeim hætti að það þarf að stýra þeim. Ég er ekkert sérstaklega bjartsýnn á framtíð Evrópu, ég er miklu bjartsýnni á framtíð Bandaríkjanna og ekki síst Suðaustur- Asíu. Ég held að þar verði vöxturinn og ég er sannfærður um að augu okkar munu í vaxandi mæli beinast þangað. Þegar fram í sækir, á næstu tíu til tuttugu ámm, verðum við að beina sjónum okkarþangað og eigum að gera það. Ég hef ekki séð kosti þess að tengjast Evrópu þeim böndum að það geti hugsanlega heft okkur á öðmm svæðum. Sem lítil þjóð þurfum við stundum að vera tækifærissinnuð. Við þurfum að vera ábyrg í okkar málum en nýta tækifærin. Nálægð fjárfesta og banka BJARNI: Það er auðvitað ljóst að bankarnir eru í sumum tilfellum hluti af viðskiptablokkum eða viðskiptaveldum og það þarf að horfa á þá í því samhengi. Hins vegar em menn á villigötum þegar rætt er um, eins og maður sér erlendis, að þetta sé allt einn stór klúbbur hér á landi sem ákveði hlutina saman. Fólk sem býr hér veit að það er ekki neinn klúbbur sem stjómar þessu með einræði. Hér hafa bæði einstaklingar og viðskiptablokkir tekist kröftuglega á og það hefur að mínu mati verið til góðs, þ.e.a.s. að þróunin hefur leitt okkur áfram. Það er augljóst að við þurfum að hafa öfluga eftirlitsaðila sem fylgja því eftir að leikreglum sé fylgt og það verður að vera hafið yfir allan vafa að þeir séu óháðir. Þetta eru þeir homsteinar sem við þurfum að byggja þetta samfélag á. En átökin eru mjög augljós hverjum sem horfa vill á þau nema sá hinn sami horfi á þetta úr það mikilli fjarlægt að hann sjái ekki átökin heldur bara jressa miklu framrás ijárfesta sem eru að fjárfesta meira en menn hefðu nokkurn tíma getað trúað. SIGURJÓN: Þetta hangir allt saman: pólitík, viðskipti og völd. Hér áður fyrr var viðskipta- og efnahagslífmu stjómað í gegnum pólitíska valdaþræði. Hægt var að stjóma og hafa mikil áhrif í Við þurfum að fá fleiri alþjóð- legafagfjárfesta til að fjárfesta í fyrirtœkjum hér á landi. Eg held að umbreyting verði í því á nœstu tveimur árum. -35-

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.