Vísbending


Vísbending - 23.12.2005, Page 37

Vísbending - 23.12.2005, Page 37
mönnum sjálfstraust. Ég held að það sé svolítið í eðli Islendinga að „ef þessi getur það þá get ég það“. Það er svolítið þannig sem þetta er drifið áfram. BJARNI: Það er þetta veiðimannaeðli, það að grípa tækifærið þegar það gefst, sem einkennir Islendinga. Það er andstætt því sem gert er ráð fyrir með iðnaðaiTnódelinu en þá er gert ráð fyrir að þeim mun betur sem hlutirnir séu skipulagðir þeim mun meiri sé árangurinn. Bæði kerfin hafa sína kosti og galla. Sífellt meiri verðmæti eru fólgin í liugsun og hugmyndum en hagkvæmni stærðarinnar á undir högg að sækja. Það er mjög athyglivert að líta svona tíu ár aftur í tímann á það hver voru tíu stærstu fjármálafyrirtækin í heiminum þá og sjá þar sambland af japönskum og bandanskum fyrirtækjum. Þau eru nú nánast öll farin eða runnin inn í önnur fyrirtæki og aðrir eru teknir við. Þetta sýnir bæði tækifærin sem geta verið á markaðinum og ekki síður hverfulleika markaðarins. HREIÐAR: Ég lield að ein ástæðan fyrir árangri okkar sé að við höfum banka með frum- kvöðlahugsun. Þess vegna hefur okkur gengið vel erlendis, stærstu viðskiptavinimir erlendis em frumkvöðlar. Þar eru þeir ekki fjárfestingarsjóðir heldureinstaklingar sem hafa náð miklum árangri í rekstri og líkað vel við að vinna með okkur út af því að við erum svipað þenkjandi og þeir. Kaupréttarsamningar HREIÐAR: í bankanum hjá okkur hafa hlut- hafarnir greitt inn hlutafé sem nemur 100 millj- örðum og verðmæti þessa fjár er nú 400 milljarðar. Þannig hefur hlutafé gefið hluthöfum okkar mjög góða ávöxtun, mikið fjármagn hefur myndast vegna góðs árangurs. Ef ég væri eini hluthafínn í banka eins og þessum í dag væri það fyrsta sem ég myndi gera að láta starfsmenn fá kauprétt. Ég held að það sé mjög mikilvægt að tengja saman hagsmuni hluthafa og starfsmanna. Svo er þetta alltaf spurning hvað er eðlilegt, mikið eða lítið. BJARNI: Við lögðum mikla áherslu á það í FBA að starfsmennirnir nytu ávinningsins. Það var eitt af því sem við sögðum opinberlega og ýmsir voru ósáttir við. Við vorum með fyrir fram ákveðið kerfi um það hvcrnig ávinningnum væri skipt. Ef enginn ávinningur af starfseminni væri engu til að skipta. Það var athyglivert að ýmsir þeir sem maður hefði haldið að ættu að halda fram hagsmunum mannauðsins vildu raunar frekar að stærri hluti færi til fjármagnseigendanna en fólksins. Þetta var kannski einn af þessum vendipunktum sem við stuðluðum að hjá FBA. Ég held að þetta sé lykilatriði til árangurs. HREIÐAR: Hugmyndin var að við hjá Kaupþingi myndum halda í lykilstarfsmenn með því að bjóða upp á kaupréttarsamninga. Fjár- festingarbankastarfsemin er þannig að það eru tiltölulega fáir sem búa til mjög stóran hluta af tekjunum. Við vildum verðlauna góðan árangur. Við vorum örugglega frumkvöðlar í því að tengja laun starfsmanna við árangur þeirra. Það hefur sýnt sig að við höfum náð að halda okkar starfsfólki í öll þessi ár. Það er búið að bjóða llestöllum, ef ekki öllum stjórnendum hjá okkur forstjórastöðum hjá öðrum fyrirtækjum á íslandi. Menn hafa þó ekki farið. Það er auðvitað mikilvægt. Það er þessi hópvinna sem skapar árangur. BJARNI: Ef menn ætla að búa til hagkerfi þar sem drifkrafturinn er peningar verður hvatakerfið að vera þannig að hver og einn sjái sér hagsmuni í að hlaupa. Siðan má alltaf velta því fyrir sér hver er afleiðing af slíku fyrirkomulagi fyrir samfélagið í heild sinni og hvenær er of langt gengið. Við höfum einnig séð, sérstaklega í Bandaríkjunum, að einstakir stjómendur hafa gengið allt of langt í því að stuðla að eigin verðmætasköpun með röngum eða villandi upplýsingum, ef marka má niðurstöðu réttarhalda. Þannig er með öll kerfi, þau eru ekki gallalaus og geta alið af sér svarta sauði sem losna þarf við. Við þurfum að vera mjög vakandi fyrir því að byltingin éti ekki börnin sín. Fjármögnun fyrirtækja BJARNI: Ljóst er að bankamir og fyrirtækin hafa leitað eftir áhættufjármagni á íslenska hlutabréfamarkaðinum. Það var áhugavert að fylgjast með þegar Össur keypti Flex-foot en þá lýsti Össur því sem meginmuninum á þessum tveimur fyrirtækjum að Össur hefði hér aðgang að áhættufjármagni til fjárfestinga og stækkunar. Þannig getur Össur verið leiðandi á alþjóðlegan mælikvarða þótt lítið fyrirtæki á amerískan mælikvarða nái ekki eymm fjárfesta. Þetta gmndvallast á hagkvæmni smæðarinnar. Við höfum farið út á hlutabréfamarkaðinn á síðustu tólf mánuðum. Kaupþing, Landsbankinn, Actavis, Össur. Bakkavör og fleiri hafa allir sótt sér áhættufé þangað. Þetta áhættufé hefur myndast á tvennan hátt, annars vegar með spamaði landsmanna í formi fagfjárfesta og hins vegar með því að almenningur og áhættufjárfestamir hafa verið tilbúnir til að leggja enn meiri peninga í þetta. Þeir hafa þá fengið það fé með tvennum hætti. annars vegar með því að selja aðrar fjárfestingar sinar og hins vegar með því að taka lán út á núverandi eignir sínar. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við þetta eða öðruvísi en í öðrum hagkerfum. Þegar slíkar fjárfestingar em fjármagnaðar með lánsfé að stómm hluta er alltaf spuming hvort verið sé að lána óvenjuntikið tjármagn. í surnum tilvikum lield ég að svo sé. En oft er þöif fyrir það í fyrstu fjárfestingunum. Þetta fjármagn kemur að verulegu leyti í gegnum bankana. Þeir hafa sótt sér þetta fé á alþjóðlegu fjánnálamarkaðina, út um allan heim, og fjárþörf þeirra hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. í sumar fómm við t.d. inn á ameríska markaðinn í fyrsta skipti í mjög langan tíma. Við emm búnir að sækja þangað vel á annan milljarð dollara. SIGUR.JON: íslensk fyrirtæki hafa verið að kaupa fyrirtæki erlendis með skuldsettum kaupum. Þó hefur það ekki verið í öllum tilvikum. Þetta er mjög algengt viðskiptaform og vel þckkt. Það getur gengið upp þegar fyrirtæki sem á að kaupa er með sterkt sjóðstreymi eða á miklar eignir sem eru ekki lífsnauðsynlegar fyrir reksturinn. Ef fyrirtæki á mikið af eignum er hægt að kaupa fyrirtækið nteð lánum og selja fasteignir og leigja eftirleiðis. Þar af leiðandi er hægt að létta rnjög efnahagsreikning fyrirtækisins. V Ég held að það gœti reynst mjög erjitt að hafa krónuna tilframtíðar. Krónan er ekki eins mikilvœg og áður. -37-

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.