Vísbending


Vísbending - 23.12.2005, Síða 43

Vísbending - 23.12.2005, Síða 43
Útflutningurinn var fyrsta skref þeirra í fyrirtækjarekstri. Það hefur alla tíð einkennt bræðurna hve áhugasamir þeir eru um að læra. Menn muna eftir þeim úr verkefnum sem Útflutningsráð stóð fyrir í byrjun tíunda áratugarins. Einn þátttakandi í þessu verkefni sagði að áhugi þeirra og áræðni væri vísbending um að „þeir myndu ná langt“. Engan grunaði þó hve langt og sennilega allra síst þá sjálfa. Það hefur fylgt þeim bræðrum í viðskiptum að menn hafa trúað á þá. Forsvarsmenn Granda voru þeir fyrstu sem settu tíma og peninga í framrás fyrirtækisins, fyrst í áföngum, en þegar „allt stóðst sem þeir sögðu“ keypti Grandi um 40% hlut í Bakkavör í hlutafjárútboði árið 1995. Því samstarfi lauk ekki fyrr en árið 2001 þegar Grandi seldi sinn hlut í fyrirtækinu enda var hlutverki hans lokið í uppbyggingu félagsins. Bakkavör og Kaupþing tóku höndum saman árið 1998 og hafa þau tryggðabönd haldist síðan og hvorugt fyrirtækið hefði líklega náð jafnlangt og raun ber vitni ef ekki hefði verið fyrir stuðning hins. Þegar tímaritið Frjáls verslun útnefndi bræðurna í Bakkavör menn ársins 2001 þökkuðu þeir bæði Brynjólfi Bjarnasyni og Sigurði Einarssyni fyrir stuðninginn við þróun félagsins. Brynjólfur er fyrrverandi forstjóri Granda og sat í stjórn Bakkavarar allt frá því að Grandi kom inn í félagið til ársins 2004. Hann stýrir nú Landssímanum sem bræðurnir keyptu, ásamt öðrum, á árinu. Sigurður Einarsson er starfandi stjómarformaður KB-banka. Bræðurnir hafa lært af samstarfsmönnum sínum og hugsanlega útskrifast í því samstarfi og þess vegna geta þeir haldið áfram ótrauðir. Árið 2000 framleiddi Bakkavör sjávarafurðir og var komin á góðan skrið í útrás, hafði keypt upp stórt fyrirtæki í Svíþjóð og starfaði víðs vegar um Evrópu. Bræðurnir voru orðnir talsvert sjóaðir í alþjóðavæðingunni, bæði í útflutningi og uppkaupum á erlendum fyrirtækjum. Þá varð aftur á móti talsvert stflbrot í fjárfestingum félagsins þegar þeir keyptu breska fyrirtækið Wine & Dine síðla árs 2000. Ástæðan var að þrátt fyrir arðsaman rekstur var innri vöxtur Bakkavararekki nema 3% á ári og það var Ijóst að ef ætti að tryggja áframhaldandi vöxt yrði sá vöxtur að byggjast á uppkaupum. „Við þurftum að setjast niður og spyrja okkur grundvallarspuminga. Annaðhvort drögum við saman seglin og hættum að leggja sömu áherslu á vaxtarstefnu og áður eða við verðum að finna aðrar lciðir til þess að vaxa.“ Það var hins vegar erfitt að finna fyrirtæki sem féllu inn í þann ramma sem Bakkavör hafði sett sér varðandi uppkaup, þ.e. fyrirtækin sem voru í boði Ný samstæða £m - fjárhagslegt yfirllt 20041 Bakkavör 2004 Geest 2004 Pro-forma 2004 Pro-forma 2004 ISK3 Sala2 149,6 830,6 980,2 122,5 %Vöxtur 18,0% 5,0% 6,7% 6,7% EBITDA 24,8 74,6 99,4 11,6 %framlegð 16,6% 9,0% 9,5% 9,5% EBIT 21,0 36,4 57,4 | 7,0 %framlegð 14,0% 4,1% 5,5% 5,5% Handbært fé frá rekstri 16,5 90,3 106,8 13,0 1. Samkvœmt ársreikningi Bakkavör Group og Geest PLC. Engin viöskipti voru á milli félaganna fyrir samrunann. 2. Samanburdarhœfar uppgjörsaðferðir, breytingin hefur engin áhrif á rekstrarafkomu. 3. Tölur i milljörðum króna. vom ekki fýsileg hvað gæði snerti miðað við verð. Það voru „mjög takmörkuð tækifæri“ í framleiðslu á sjávarafurðuin sem „varð til þess að við vildum skoða út fyrir þann geira. Þá varð okkur starsýnt á Wine & Dine en fyrirtækið hafði verið viðskiptavinur okkar í tíu ár. Við þekktum það ágætlega og höfðurn oft dáðst að því sem þeir voru að gera.“ Þetta var ört vaxandi fyrirtæki í matvörugeiranum í Bretlandi. „Við ákváðum að hitta eigandann og gera honum tilboð og við fengum það fyrirtæki á mjög hagstæðu verði. Það var akkúrat fyrirtæki sem hentaði okkur vel.“ Þar með var fyrsta skref Bakkavarar tekið inn á breska markaðinn. „Síðan snerust hjólin hratt eftir það. Þá vorum við komnir þangað með annan fótinn. Og við áttuðum okkur á að þarna er mikið af tækifærum." Wine & Dine var keypt fyrir sjö milljónir punda (900 milljónir króna). Einungis ári síðar, síðla árs 2001, tók Bakkavör miklu stærra stökk inn á markaðinn með 102 milljóna punda (15,6 milljarða króna) yfirtöku á Katsouris Fresh Foods (KFF). Það voru kaupin sem breyttu ekki einungis fókus Bakkavarar heldur höfðu gríðarmikil áhrif á útrásarsögu íslendinga, eins og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB-banka, benti á í viðtali við Vísbendingu. Þetta voru kaup sem heppnuðust vel. LflUSNIR SEM TRYGGJA ÁRANGUR: Gutenberg þjónar viðskiptavinum sinum i öllu er viðkemur prentun: ráðgjöf, hönnun og umbroti, offseti og stafrænni prentun, bókbandi og dreifingu. Nær væri aö tala um miðlunarfyrirtæki þvi Gutenberg hefur óhikað sótt inn á ný svið í takt við nýja tíma og býður margvíslega þjónustu umfram hið hefðbundna prentverk. Dæmi um það eru ePóstur Gutenbergs og þjónusta tengd markpósti sem nýtur stöðugt meiri vinsælda. Gutenberg Gutenberg ehf. Síðumúla 16 108 Reykjavík Sími 545 4400 Fax 545 4401 www.gutenberg.is -43-

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.