Vísbending - 23.12.2005, Síða 45
Gengisþróun hlutabréfa (ISK)
m Velta
100.000.000
90.000.000
80.000.000
70.000.000
60.000.000 -
50.000.000 -
40.000.000 -
30.000.000 -
20.000.000 -
10.000.000
-Gengi
ágú.01
mar.02
sep.02
apr.03
nóv.03
tilkynningar var ákveðið að kaupa hlutinn í tveimur skrefum.
Fyrst voru 10,3% keypt 28. maí 2004 og svo var hluturinn aukinn
í 20,3% 18. júní. Á innan við þremur vikum var Bakkavör orðin
langstærsti hluthafinn í Geest.
Stjórnendur Bakkavarar máttu ekki tjá sig mikið um
þessi hlutabréfakaup vegna þeirra reglna sem gilda um
upplýsingarskyldu í bresku kauphöllinni. Það stöðvaði hins
vegar ekki fjölmiðla og fjármálamenn sem veltu vöngum yfir
þróuninni. Það eina sem fjölmiðlar fengu út úr Ágústi var að þetta
væri „langtímafjárfesting“. Margir fjölmiðlamenn áttu einnig
erfitt með að sjá hvernig fyrirtæki með 2.500 starfsmenn og 138
milljóna punda veltu gæti yfirtekið fyrirtæki með fleiri en 10.000
starfsmenn og veltu upp á 902 milljónir punda. „Þegar maður
segir ekki neitt við fjölmiðla fara þeir að spekúlera og niðurstaða
þeirra var, réttilega í sjálfu sér, að við hefðum ekkert bolmagn
til þess að kaupa þetta félag og það væri ekki í deiglunni. Það
hentaði okkur ágætlega." Þegar Bakkavör jók stöðu sína í 20%
hlut í Geest þurfti að tilkynna til kauphallarinnar að ekki væri
ætlunin að yfirtaka fyrirtækið á næstu sex mánuðum. Daginn
eftir að þessir sex mánuðir voru liðnir, þann 9. desember 2004,
tilkynnti Bakkavör hins vegar að ætlunin væri að gera kauptilboð
í öll hlutabréf Geest.
Þegar Bakkavör keypti hlut sinn í Geest í maí og júní var
stjórnendum fyrirtækisins ljóst að eitthvað væri í aðsigi. Þeir
létu hins vegar lítið eftir sér hafa. Viðskiptavinir Geest og
Bakkavarar höfðu hins vegar áhuga á því sem var að gerast
og kölluðu bræðurna á fund til sín. „Fyrir þeim var þetta mjög
mikilvægt því að Geest var stærsti birgir margra af stærstu
verslunarkeðjum Bretlands. Ferskvörubransinn er langarðbærasti
hluti viðskiptanna sem stórmarkaðir eru í.“ Það var hins vegar
almenn ánægja innan geirans með að við værum að kaupa
Geest. „Stærstu viðskiptavinirnir, eins og Tesco og fleiri, voru
mjög ánægðir með að við kæmunt að þessu máli sent kaupandi
vegna þess að fyrir þeim er það miklu betri kostur en að fá
fjárfestingarsjóði sem fjárfesta ekkert í rekstrinum og taka alla
pcningana út úr honum.“ Það sama átti við um stjórn félagsins.
„Þegar við vorum búnir að kaupa 20% hlut þá áttum við samskipti
við stjórnendur fyrirtækisins. Við sögðum við þá að við hefðum
áhuga á að kaupa félagið. Það sem var mikilvægt í því var að við
vorum í raun gott félag fyrir Geest, fyrir stjórnendurna, að vera
keypt af.“ Ástæðan fyrir því er sú að í fyrri uppkaupum hafði
Bakkavör haldið sömu stjórnendum fyrirtækjanna áfram og
ekki farið út í stórfelldar uppsagnir á starfsmönnum. 1 breskum
fjölmiðlum mátti sjá að þau skilboð komust til skila. Þetta var
mikilvægt. „Það var mjög auðvelt að selja stjórnendunum þessa
hugmynd, þetta var bara spurning um að borga rétta verðið.
Það var mikilvægt fyrir stjórnina, fyrir hluthafana, að þeir gætu
sætt sig við verðið, sem við buðum. Ég held að allir hafi gengið
ánægðir frá því borði. Við sameinuðum þessi fyrirtæki til að búa
til meiri verðmæti fyrir alla og gera eitthvað meira úr fyrirtækinu
en áður en ekki til að skera niður og loka verksmiðjum og
svoleiðis.“ Þetta var lykilatriði í að yfirtakan væri í raun vinveitt
en ekki óvinveitt.
„Eigið þið pening?“
Það gefur augaleið þegar tiltölulega lítið fyrirtæki ætlar að yfirtaka
miklu stærra fyrirtæki að einhverjir efast um bolmagn dvergsins
til að leggja undir sig risann. Ráðgjafar Geest voru Citigroup og
það var hlutverk þess fyrirtækis að spyrja erfiðu spurninganna.
„Það sem þeir vildu bara fá að vita var: „Eigið þið peninga?" Það
þýðir ekkert að fara út í svona ferli fyrir eitthvert smákompaní
frá íslandi. „Show rne the money,“ sögðu bankamennirnir. Við
bara gerðutn það. Við vorum komnir með nauðsynleg gögn frá
fjármögnunaraðilum okkar áður en við fórum á þennan fund. Þá
vorum við komnir með Barclay’s og Kaupþing og í raun búnir að
vinna alla vinnuna. Síðasta dærnið var að tala við fyrirtækið og
segja: „Við ætlum að kaupa ykkur“.“
Þegar Bakkavör ákvað síðla árs 2003 og í byrjun árs 2004
að fara af alvöru að skoða hvort og hvernig hægt væri að
yfirtaka Geest var Kaupþing fengið til að hafa yfirumsjón
með verkefninu. Aðrir ráðgjafar komu einnig inn í ferlið á
fyrstu stigum, lögfræðingar og endurskoðendur til að skoða
tæknileg atriði við yfirtökuna og mögulegar fjármögnunarleiðir.
Verðbréfafyrirtækið Teather & Greenwood, sem Landsbankinn
keypti nýlega, sá um að „hlusta“ markaðinn og kaupa bréfin á
sent hagkvæmastan hátt. Mikilvægasti þátturinn í ferlinu var þó
að fá banka til þess að fjármagna kaupin að stórum hluta, það
var einn stærsti þröskuldurinn á ferlinu. Síðar í ferlinu voru svo
- 45-