Vísbending - 23.12.2005, Side 46
VISBENDING
Yfirlit yfir fjármögnun
£m
Kaupverö 497,3
Kostnaður 22,7
Endurfjármögnun skulda 124,1
Rekstrarfjármögnun 50,0
Skuldir samtals 694,1
Fjármögnun frá Barclays 500,0
Brúarlán frá KB banka 75,0
Eigin bréf 119,1
Fjármögnun samtals 694,1
sérfræðingar fengnir til þess að framkvæma áreiðanleikakannanir
á ýmsum hliðum fyrirtækisins. Hlutur ráðgjafa er mikilvægur í
þessu ferli og það koma margir að þessu ef vel á að vera. „Þetta
er heilmikill pakki, reyndar margra milljarða pakki. Þetta er dýrt
dæmi.“ Kostnaður vegna yfirtökunnar var upp á 22,7 milljónir
punda (2,6 milljarða króna).
Enginn vafi er á því að það er áhættusamt að taka yfir fyrirtæki
með skuldsettum kaupum þegar lánahlutfall samningsins fer
yfir 80% af fjármögnuninni. Ef menn hafa getuna, kjarkinn og
framtíðarsýnina til þess að skapa meira verðmæti en fyrri eigendur
og skýra áætlun til þess að leysa reikningsdæmið getur þetta verið
ágóðasamt verkefni, eins og kaupin á KFF hafa sýnt. Hreiðar
Már Sigurðsson, forstjóri KB-banka, kont mcð athygliverða sýn
á slíkar yfirtökur í viðtali við Vísbendingu, hann sagði: „Okkar
reynsla er sú að þegar við höfum tekið yfir góð fyrirtæki þá hafa
þau yfirleitt verið betri en við héldum. Þegar við erum að taka
yfir slæm fyrirtæki þá hafa þau verið verri. Það hefur verið okkar
reynsla. Þegar fyrirtæki eru að skila hagnaði þá er oft sem hlutirnir
eru í miklu betra standi en í fyrstu virðist.“
Ekki er ósennilegt að þetta hafi verið ráð sem KB-banki gaf
bræðrunum í Bakkavör. KB-banki var aðalráðgjafinn og fékk að
borga fyrir veisluna þegar samningurinn var í höfn. Eins og Agúst
sagði: „Við vorum með lokapartí á sveitarhóteli fyrir utan London
þar sem við buðum ráðgjöfum og Geest-stjórnendum til mikillar
veislu. Þegar við semjum við Kaupþing þá endar það alltaf með
því að þeir borga partíið." Eftir öll þau fjárútlát sem fyigir því
að gera risayfirtöku af þessu tagi er ekki ólíklegt að bræðurnir í
Bakkavör hafi verið fegnir því að geta skálað á reikning einhvers
annars.
Bræðrunum létti talsvert þegar Barclay’s samþykkti að lána
um 500 milljónir punda (58,3 milljarða króna), eða 72% af 694
milljóna punda fjármögnunarþörf. Bakkavör bauð 655 pcnní á
hlut, eða 7,7 sinnum EBITDA ársins 2004, auk arðgreiðslu sem
nam 7 penníum á hlut. Verðið sem greitt var fyrir hlutabréfin í
Geest var því497,3 milljónir punda en að meðtöldum skuldum var
heildarkaupverðið 579,6 milljónir punda (67,2 milljarðar króna).
Brúarlán frá KB-banka og eigin bréf voru notuð til að fjármagna
það sem á vantaði (sjá töflu). Þetta voru skuldsett kaup.
Eins og Sigurjón Þ. Árnason benti á í viðtali við Vfsbcndingu
eru skuldsett kaup þekkt form fjármögnunar í Bretlandi en þau
snúast annaðhvort um að sé hægt að fá lán út á eignir sem hægt
er að selja út úr fyrirtækinu eða sterkt sjóðstreymi (sjá viðtalið
„Bankamennirnir" hér í blaðinu). Ágúst sagði: „Við vissum vel
hvað við ætluðum að gera við fyrirtækið ef við myndum kaupa
það, hvaða tækifæri lægju í því. Eitt stærsta tækifærið sem við
sáum í félaginu var að nýta eignirnar betur en gert var. Við
höfðum séð þarna nokkrar verksmiðjur sem voru vannýttar og
það hafði verið offjárfest í þeim. Þannig voru allar verksmiðjurnar
mjög fullkomnar og nóg pláss í þeim. Við sáum fyrir okkur að
45 milljóna punda fjárfestingu í vélum og tækjum væri liægt
að minnka um helming á næstum árum og nota mismuninn lil
að greiða niður skuldir. Það var búið að ákveða að byggja nýja
verksmiðju en við hættum við það og nýtum í staðinn betur það sem
við höfum. Margt í þessu hjálpaði okkur í útreikningum okkar.“
Það voru slíkar hugmyndir um breyttar áherslur á fjármálahlið
fyrirtækisins sem fengu virtan banka eins og Barclay’s til að
taka þátt í verkefninu. Vaxtakjör lánanna hjá Barclay’s eru 150
punktar ofan á LIBOR, „sem teljast verður mjög gott“, eins og
sagði í untfjöllun greiningardeildarLandsbankans. Á hinn bóginn
sýnir það hversu mikið peningaflæði er í umferð í heiminum en
það hefur gert það að verkum að bankar og fjármögnunaraðilar fá
tiltölulega litla ávöxtun fyrir þá áhættu sem þeir taka.
Þetta eru viðskipti!
Samkeppnisyfirvöld í Bretlandi samþykktu yfirtöku Bakkavarar
á Geest í lok apríl og Bakkavör fékk „lyklavöldin" þann 13. ntaí
2005. í kjölfarið var fyrirtækið afskráð úr kauphöllinni í London.
„Díllinn" var í höfn en vinnan kannski rétt að hefjast fyrir
bræðurna í Bakkavör sem þurfa að reyna að móta fyrirtækið eftir
þeirri framtíðarsýn sem þeir hafa. Það eru ekki alltaf auðveldar eða
vinsælar ákvarðanir sem þarf að taka í því ferli en nýlega tilkynnti
fyrirtækið að hundrað manns á skrifstofu fyrirtækisins í Bretlandi
yrði sagt upp. Samþætting og ný markmið leiða alltaf til þess að
einhver fórnarlömb verða í því ferli. Það er eðli viðskiptanna.
En bræðurnir í Bakkavör eru ekki eins og hákarlarnir á níunda
áratuginum. „Við nálgumst þetta sem iðnrekendur en ekki sem
spákaupmenn þannig að fyrir okkur var þetta bara gott tækifæri.
Þetta tækifæri var fólgið í því að kaupa félagið og ná meira en
áður út úr þessum rekstri fyrir framtíðina frekar en við gerðum
okkur vonir um að geta selt bréfin með einhverjum hagnaði. Við
höfðum engar áhyggjur af því.“ Markmiðið er að byggja upp
reksturinn og viðskiptaveldi Bakkavarar enn frekar. Á meðan
það gengur upp eru bræðurnir í uppáhaldi bæði hjá fjárfestum og
öðrum hagsmunaaðilum. „Við höfðumalltaf verið meðharðfylgna
vaxtarstefnu gagnvart markaðinum," segir Ágúst og það er ekkert
sem bendir til þess að Geest sé endastöðin á því vaxtarferli.
Það er sennilegt að þeir sem stofnuðu þau fyrirtæki sem nú
tilheyra Bakkavör horfi forviða á það sem Itefur gerst á þessu ári,
rétt eins og stofnendur RJR og Nabisco á sínum tíma. Þeir hafa
sennilega spurt sig um hvernig hægt sé að fjármagna yfirtöku með
þessum hætti og hvort það sé fýsilegt fyrir framtíð fyrirtækjanna að
eiginfjárhlutfal 1 hinnar nýju samstæðu sé einungis um 13%. Þeir
myndu hins vegar sjá að þessi kaup snerust um verksmiðjurnar og
reksturinn, að byggja hann upp en ekki að brjóta hann niður. Þeir
myndu skilja að þessi „gauragangur" snerist um viðskipti.
-46-