Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1939, Síða 5

Frjáls verslun - 01.04.1939, Síða 5
aðalsamgöngutækin og með þessum skipum fóru margir íslenzkir stúdentar til Hafnar til lær- dóms, sem síðar gátu sér mikið orð og urðu öndvegismenn sinnar þjóðar. Fréttaritarinn spyr nú um verzlunarástandið á Islandi á þessum árum. Þegar ég man fyrst eftir mér voru nær allir kaupmenn á íslandi danskir. Þeir voru flestir búsettir í Höfn, en áttu verzlanir á íslandi, þar sem þeir seldu allt, sem nöfnum tjáir að nefna. Danmörk sá íslandi þá fyrir vörum og gríðar- legar tekjur höfðu kaupmenn af þessum við- skiptum og reiðararnir af siglingunum til Is- lands. í fyrstu voru litlir sem engir peningar í umferð manna á meðal á íslandi. Sjómenn greiddu veiðai'færin með fiski og bændur nauð- synjar sínar með ull og gærum. Það voru að- eins einstöku embættismenn í Reykjavík, sem eitthvað áttu af reiðu fé. Kaupmennirnir voru bankar landsmanna og seldu með gjaldfresti, og voru viðskiptin gerð upp einu sinni á ári. En þessir verzlunarhættir voru ekki til bess að lyfta undir efnahag og framfarir í landinu. Það kom líka að því, að íslendingar tóku sjálfir að verzla. England og Skotland fór líka' að blanda sér í verzlunina. Þá hófst sú bróun, sem að síðustu rak dönsku kaupmennma burt af íslandi. Milli Englands og Islands tókust brátt náin viðskipti. Ég man eftir skrítnu at- viki í sambandi við Englandsverzlun Islendinga. Ég kynntist fyrst Whisky á Islandi. en bá var bað alls ekki þekkt í Danmörku. íslendingar fluttu þá út hesta og fé á fæti að tilhlutun R. Slimmon í Leith og út af bessum viðskint- um kvnntust íslendingar ýmsu nýju og meðal bess var whiskvið. Þróunin varð brátt hraðfara í bá átt. að Islendingar siálfir réðu vfir verzl- uninni. Símasamband og ritsími var beim mjög til hagsbóta og var bá hægt að komast hjá alls- konar milliliðastarfsemi, sem Danir höfðu áður notið góðs af. Til dæmis get ég nefnt, að þegar ég fyrst kynntist Islands-verzlun, bá fór allur fiskútflutningur til Spánar fram fyrir tilstilli danskra milliliða. Síðasta spurning fréttamannanna var um per- sónulega afstöðu þessa gamla kaupsýslumanns til Islands og Islendinga. Mér þykir vænt um þetta land. Ég hefi ferð- ast um það þvert og endilangt og alltaf á hest- baki. Þá var ég að selja varning. Ég hefi mæt- ur á íslendingum. En bæ eins og Reykjavík þekki ég ekki lengur. Þegar ég kom þangað fyrst var þar aðeins lítil byggð smáhúsa, en nú skipta íbúarnir tugum þúsunda. Það hefir geng- ið mikið á þar í landi, margt þýðingarmikið, FRJÁLS VERZLUN Dines Peiersen. sem borið hefir við síðustu áratugi, og ef til vill hefir þróunin verið of hraðfara. Efnahags- lega hefir landið bundið sér þungar byrðar og við megum ekki gleyma því, að landið er fá- mennt. Jafnvel Islendingar sjálfir hafa nokk- urn ótta af því, hvað fram undan sé. Og eitt af því sem erfiðismunum veldur er sú ógæfusam- lega stefna nútímans, sem byggir múra milli þjóðanna og torveldar eða hindrar frjáls við- skipti meðal þeirra. Vet'zlunarsféHin og þjóðstjórnin Framh. af bls. 3. að tilvera stéttarinnar sé undir því komin, hvernig tekst að fá leiðrétting á þessum málum. Þessar hliðar eru: Skipting innflutningsins annars vegar, og hættan, sem stafar af gildis- leysi gjaldeyrisleyfanna og skipting gjaldeyris- ins hins vegar. Stéttinni er nauðsyn að skyn- samleg og réttlát framkvæmd fáist á þessu, meðan höftin standa. Og á meðan svo er, þá verður hún að heimta fullkomið réttlæti, og að eitt sé látið yfir alla ganga. Hún getur ekki sætt sig við að vera „annars flokks“ stétt í þjóðfélaginu". Það er verkefni hinnar nýju þjóðstjórnar, að leysa úr þeim vandkvæðum og þeim misrétti, sem hér hefir verið lýst. Verzlunarstéttin hefir ekki ástæðu til að vera bjartsýn í þeim málum, sem hana snerta sérstaklega, en hún mun óska þess vegna þjóðarinnar í heild, að giftusamlega megi takast.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.