Frjáls verslun - 01.04.1939, Síða 15
Pétur Olafsson:
H
eimspo
Slitík
og vi
iðskipti
'T' veir Englendingar voru að tala saman. Seg-
A ir annar: Ég geri ekki ráð fyrir að fara
að heiman í sumar, vegna þess hve horfur eru
ískyggilegar. Hinn svarar: Ég er að vona að ég
geti farið í sumarleyfi milli hinnar minni ófrið-
arhættu í vor og meiri haust-hættunnar. Þannig
var í fyrra hægt að tala um „minni“ vor-hættu
og „meiri“ haust-hættu. Þegar Hitler tók Aust-
urríki í fyrravor óttuðust fæstir að styrjöld
myndi af hljótast. í fyrrahaust, í september,
mátti aftur á móti ekki muna hársbreidd, að
deilan um Tékkóslóvakíu leiddi til ófriðar. Nú
er aftur komið vor og ,,vor-hættan“ hafin. En
að bessu sinni væri rangt að tala um „minni“
vor-hættu. Hættan á friðslitum er nú margfalt
meiri en hún hefir nokkru sinni verið síðustu
tvo áratugi, hún er meiri en í september síðast-
liðnum, vegna þess að engin von er til að fundin
verði „patent“ lausn, eins og í Miinchen. Al-
menningsálitið í Vestur-Evrópuríkjunum mun
rísa upp gegn hverri þeirri ríkisstjórn, sem
slakar til gagnvart „öxuls“-ríkjunum, Þýzka-
landi og Ítalíu, meir en orðið er.
"Ar * ★
Mr. Chamberlain hefir lagt regnhlífina á
hilluna, og tekið sér sverð í hönd í staðinn. Or-
sök .þessa breytta viðhorfs er endalok Tékkósló-
vakíu og hernám Albaníu. En báðir þessir at-
burðir eru þættir í viðleitni Þjóðverja, til
þess að gerast einráðir á meginlandi Ev-
rópu, og ítala, til þess að brjótast út úr
Miðjarðarhafs„fangelsinu“, — slagorð, sem
Mussolini bjó til nýlega. Það sem Mussolini á
við með bessu slagorði er að fá í hendur Itala
vörzlu hliðanna að Miðjarðarhafi, Gibraltar í
vestur og Suezskurðarins í austur, en bæði þessi
hlið eru í höndum Breta og Frakka. Hernám Al-
baníu á sér engar viðskiptalegar orsakir. ítalir
fá þar að vísu nokkra náma, olíunáma o. fl. En
annars er landið fjalllendi, bar sem lítil skilvrði
eru til að setjast að fyrir ítalskar fjölskvldur,
sem ekki geta fleytt fram lífinu heima í Italíu,
vegna brengsla.
— Fyrsta beina afleiðingin af því að
f-t-aPV hafa nú ná?s fótfestu á Balkanskaga,
er að Balkanríkin, — og þá fyrst og
FRJÁLS VERZLUN
fremst Grikkland og Júgóslavía — verða
tregari til þess en áður að ganga í ber-
högg við þá og félaga þeirra við hinn enda
Berlín-Róm-öxulsins, með því að gerast aðilar
að varnarbandalagi því, sem Bretar hafa verið
að reyna að koma á fót, síðan Hitler tók Tjekkó-
slóvakíu. Mussolini hefir þannig spilað upp í
hendurnar á Hitler, vafalaust að sameiginlegu
ráði beggja, enda höfðu Þjóðverjar lýst yfir
því, að þeir myndu ekki sitja hjá aðgerðar-
lausir, þar til Bretar hefðu lokið við að leggja
einangrunarhlekkina um háls þeirra.
Fyrirætlanir Þjóðverja í Austur-Evrópu og
Suð-austur-Evrópu eru engu síður hernaðarlegs
eðlis, en fyrirætlanir Itala í Miðjarðarhafi. En
þær eiga þó fyrst og fremst rót sína að rekja til
viðskiptalegra (nánar tiltekið: hráefnalegra)
þarfa, sem Þjóðverjum er nauðsynlegt að geta
fullnægt, til þess að gera öryggi sitt meira, ef
til styrjaldar skyldi draga. Vér vöktum á því
athygli síðast í þessum dálki, að Akkilles-hæll-
inn á viðskiptakerfi Þjóðverja væri hin mikla
nauðsyn þeirra, að geta flutt inn ýms matvæli
og mikilvæg hráefni til iðnaðar. Mikið af þeim
vörum, sem þeir þurfa að flytja inn, geta þeir
fengið eininitt hjá smáþjóðunum í Suðaustur-
Evrópu. Og með því að gerðar yrðu ráðstafanir
til þess að efla þann iðnað, sem þjóðir þessar
nú þegar reka og vakinn yrði nýr iðnaður af
auðlindum , sem þær hafa ekki haft sjálfar f jár-
hagslegt bolmagn til þess að hagnýta sér,
væri hægt að sjá jafnvel betur fyrir þessum
þörfum en ella. Markmið Þjóðverja hefir
þess vegna verið, að einoka sem mest viðskiptin
við þessar þjóðir. Þeir hafa sætt nokkurri gagn-
rýni, einkum af hálfu Breta, fyrir aðferðir þær,
sem þeir hafa notað. Þeir hafa gert „clearing“-
samninga við þessar þjóðir og með því að auka
kaup sín hjá þeim stórlega, hafa þeir neytt þær
fyrir sitt leyti til að auka kaup sín í Þýzkalandi,
til þess eins að jafna „clearinginn", án tillits til
þess, hvort þær hefðu þörf fyrir hinar þýzku
vörur. Þannig hafa Júgóslafar keypt aspirín í
Þýzkalandi, sem nægir þeim til tíu ára! Þjóð-
Framh. á bls. 31.
16