Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1942, Side 1

Frjáls verslun - 01.04.1942, Side 1
5. TBL. ÁRG. 9 4 2 FRJALS VERZLUNARMANNAFELAG REYKJAVIKUR VERZLUN Undan farinn tæpan árafug hafa Framsóknarmenn haft öflugast þingfylgi allra flokka þótt þeir hafi aðeins að baki sér fjórðung kjósenda. Sjálfstæðismenn sem höfðu við síðustu kosningar ytir 4O°/0 kjósenda hafa færri þingmenn á Alþingi. Pað væri ekki fjarri að halda að Framsóknar- menn hefðu með tilliti til þessa augljósa óréttlætis sýnt fulla sanngirni í viðskipfum við aðra flokka og sýnf áhugamálum þeirra fulla virðingu í samræmi við það að bak við þessa flokka standa 3/4 hlutar þjóða.rinnar. En það er öðru nær. Framsóknarmenn hafa sýnt yfirgang og ofstopa í skipfum sínum við aðra, skarað eld að sinni köku án umhugsunar um þjóðarhagsmuni og svarað hinni hógværustu gagnrýni andstæðinganna með hortugum skömmum og illindum. Nú hafa andstöðuflokkar þessarar harðsnúnu klíku sameinast um að krefjast rétflátrar kjördæmaskipunar og meðan á kosningabardaganum stendur tara Sjálfstæðismenn einir með stjórn. Allt bendir til að dagur reiðinnar og maklegra málagjalda sé nú ekki fjarri, enda sjá Framsóknarmenn nú sitt óvænna og skera upp her- ör i þvi skyni að geta fengið í krafti ranglæfisins, hreinan meirihluta á hinu nýkjörna Alþingi. Allir Sjálfstæðismenn fagna því að flokkur þeirra hefir nú myndað ríkisstjórn, því þóft slíkt hafi borið að undir þeim kringumstæðum, sem nú er, vita menn að flokkurinn muni láta margt gott af sér leiða meðan hann fer með völd og að stjórnað verði af hógværð og góðgirni í garð allra stéffa þjóðfélagsins, en slík velvild hefir verið óþekkt í stjórriarfari Framsóknarmanna. Verzlunarmenn hafa sérstaklega ástæðu til að fagna hinum nýja viðskiptamálaráðherra, Magnúsi Jónssyni, Hann hefir allan sinn stjórnmála- feril verið einbeittur formælandi frelsis og jafnréitis á hinu viðskiptalega- sviði. Hefði hann fengið fyr að ráða þeim málum, sem hann fjallar nú um, hefði margt betur úr hendi farið en farið hefir.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.