Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1942, Page 23

Frjáls verslun - 01.04.1942, Page 23
Frá li ðn u m dögu m: Ellefsen aam i Það var Hans Ellefsen hvalveiðamaður sem fyrir 30 árum var stærsti gjaldþegn íslands. Atvinnurekstur hans — hvalveiðarnar — gerðu hann að tekjuhæsta einstaklingi, sem þá bjó á íslandi, en nú er Ellefsen löngu horfinn úr landi, látinn og flestum gleymdur, en atvinnu- rekstur hans lagður niður og síðustu minjar þeirrar stórfelldu athafnasemi — reykháfarnir á hvalveiðastöð hans — sprengdir í rúst af mannavöldum. Þannig er stundum rás viðburðanna. Það sem blómgvast í dag er úrelt og ónýtt eftir skamma stund. Atvinnuhættir taka breytingum. Mann- virki og menn hverfa, en nýtt kemur í staðinn, sem hleypur svo sitt skeið. Hans Ellefsen var Norðmaður. Ilann byrjaði ungur störf á norskum hvalveiðiskipum og 1889 fluttist hann til íslands, gerðist íslenzkur borg- ari og settist að á Sunnuhvoli við Önundar- fjörð. Þar stundaði hann hvalveiði fram til árs- ins 1901, en þá flutti hann sig austur á Mjóa- fjörð og setti þar upp mikla hvalveiðistöð að Asknesi. Stöðin á önundarfirði brann til kaldra kola einmitt um það bil, sem Ellefsen var að koma upp stöðinni eystra. Norðmenn munu hafa byrjað hvalveiðar við ísland um 1880, en hæst komst þessi atvinnurekstur á fyrsta tug þess- arar aldar á Mjóafirði, en leið undir lok að mestu á síðustu árunum fyrir heimsstyrjöldina, er Ellefsen flutti sig til Suður-Afríku, vegna þess að hvalir tóku að ganga til þurðar við ísland. Fyrst hurfu hvalirnir við Vesturland og miðin eystra íæyndust ekki eins góð og við var búist. Ellefsen var árið 1906 búinn að reisa um 20 hús á Asknesi við Mjóafjörð. Iiann byggði þar einnig hafskipabryggju og gerði þar dráttar- braut, þar sem sex gufubátar gátu verið í einu. Seinustu árin hafði Ellefsen 8—9 skip við hval- veiðar. Ellefsen skírði skip sín nöfnum úr forn- FRJÁLS VERZLUN sögunum, svo sem Ingólfur, Hjörleifur, Snorri Sturluson o. s. frv. Veiðisældin var afar misjöfn. Sum árin veidd- ist vel en önnur miður. Á einu sumri veiddust mest 486 hvalir, en minnst 250 hvalir. Hval- lýsi varð mest rúmar 14000 tunnur eftir sumar- vertíð, en minnst um 7000 tunnur. Auk þess var unnið hvalmjöl. Þegar hvaladrápið stóð sem hæst kom það stundum fyrir, að um 20 hvalir voru í einu lagðir upp í hvalstöðinni. Á Asknesi reisti Ellefsen mörg hús, eins og áður er sagt. Þar var hús til spikbræðslu og kjötsuðu og voru þar feiknarmikil ker og þrær til að sjóða í hvalinn. Við þessi verk unnu um 30—40 manns. Einnig hafði Ellefsen gúanó- I-Ians Ellefsen 23

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.