Alþýðublaðið - 09.07.1969, Qupperneq 14
14 Alþýðublaðið 9. júlí 1969
^Hamingjan
er
Ijverful
SuSan
o4She
4.
ast hana, en aldrei gat húnr^leymt [jessum óheillavæn-
legu orðum sínum. Nú var orðið of seint fyrir hana að
segja, að henni hefði ekki verið alvara. Ósk hennar
hafði rætzt og hún gat ekki tekið neitt aftur.
Frú Drake lá í rúminu. Hún var niðurbrotin á iá!
og líkama. Pétur syrgði einn og neitaði að ræða við
nokkurn um sorg sína. Hann dró sig algjörlega í hlé.
Allir kenndu í brjósti um hann, en það viðurkenndu
ííka allir, að hann hafði misst mikið. Helen varð að
tala við forvitna, sem voru síspyrjandi enda óvenju-
legt, að slíkt slys gerðist í þessum litla bæ.
Lloyds Rutley, sem var vinnuveitandi Helerr, hjátp-
aði henni mikið á þessum sorgarstundum. Hann lét
hana hafa nóg að gera, því að vinnan dreifir hugan-
um, og hún var honum mjög þakklát fyrir það.
Dagarnir liðu og urðu að vikum. Dag nokkurrt átti
Helen að sækja veikan kött heim til Lesters Hiltons.
Hún hafði ekki litið ekkju hans augum frá því að slys-
ið varð, og allir gestkomandi voru reknir á dyr. Frú
Hilton var heittrúuð kona, og hafði þó ekki farið í
kirkju frá því að slysið varð.
Stofustúlkan vísaði Helen inn f stóra og vel búna
stofu, og þar sat ekkjan og starði út í bláinn, með
köttinn í fanginu.
— Komið þér frá dýralæknimim? Rödd frú Hilton
var jafn litlaus og andlit hennar. — Ég er hrædd um
hana Klöru mína.
Helen tók köttinn af henni og setti hann í körfuna,
sem hún hafði iekið með sér.
— Bara róleg, frú Hilton, dýralæknirinn sér um
Klöru, sagði hún og hikaði svo ögn áður en hún hélt
áfram, — Mér þykir mjög leitt þetta, sem kom fyrir
hr. Hilton. Systir mín og hann... Hún vissi ek'ki, hvað
hún gæti gert til að hugga konuna, en henni fanrrst
rétt að ge^a samt tilraun til þess.
Frú Hilton varð kynleg á svipinn, — Já, maðurinn
minn og systir yðar, sagði hún, og rödd hennar varð
illgirnisleg. — Skrifað stendur, „að illgirnin og mann-
vonzkan brenni sem eldur." Þau brunnu í eldi.
Helen hörfaði aftur á bak. Henni virtist hin konan
geðsjúk.
— Þau máttu ekki lifa. Þau áttu ekki skilið að
vera til, og Herrann eyddi þeim. Gleðjumst yfir því,
að þau fengu þá refsingu, sem þau eiga skilið! sagði
þessi föla og litlausa kona.
Helen tók körfuna með kettirrum og hraðaði sér
á brott. Frúin virtist vilja hafa hana lengur, því að hún
heyrði hróp hennar og formælingar meðan hún fór
út. Inn í formælingarnar voru vafðar tilvitnanir í
biblíuna.
Helen leið illa, þegar hún gekk eftir götunni. Vesa
lings konan, þetta hafði farið illa með geðheilsu
hennar.
Þegar Helen kom heim um kvöldið, beið Pétur fyrír
utan hliðið. — Viltu koma inn og tala við mömmu?
sagði hún blíðlega og tók um hönd hans. — Þú hefur
gott af að koma inn, Pétur, en þið ættuð að hætta að
tala um Gildu. Ef þú kemur og talar um hana við
mömmu, kveljið þið hvort annað með tilhugsuninni
um það, hvernig lífið hefði getað orðið. Lífinu er ekki
lokið, þótt maður missi'þann, sem maður elskar.
Hún hélt fyrst, að hann myndi reiðast, en hann
horfði sorgmæddum augum á hana. — Þú elskaðir
hana líka, tautaði hann. —Hún var systir þín, og
þú vissir, hvað húrr var dásamleg. Ykkur kom svo vel
saman.
Helen fékk samvizkubit. Hafði hún elskað systur
sína? Gilda hafði aldrei gert neitt, sem verðskuldaði
það, að systir hennar elskaði hana, og samt voru
þær tengdar hvor annarri, þrátt fyrir það, að Gilda
hafði ekki viljað sjá né heyra Helen.
— Við skulum koma út að ganga, Pétur. Ég hef
verið inni í allan dag að vinna eins og þú. Hún beið
í ofvæni eftir þvf .hvernig hann myndi svara þessari
ofdirfsku hennar og hélt um leið, að hann myndi snúa
frá henni og fara inn til móður hennar, en henni til
mikillar undrunar gekk hann af stað.
Hún gekk við hlið hans og gat næstum því ekki
skilið það, að hann skyldi vilja ganga með henni. Hún
sagði honum frá starfi sínu og sögur um dýrin, og
hann hló í fyrsta skipti síðan hann hafði frétt um
slysið. Það voru henni nóg laun, og hjarta hennar
barðist hraðar af gleði.
Þegar þau komu aftur að hliðinu, vildi hann ekki
koma inn með henni, en hann horfði á hana og strauk
hönd sinni léttilega yfir hár hennar.
— Getum við gengið saman seinna, Helen? spurði
hann.
Hún hikaði arrdartak, meðan hún var að jafna sig,
en svo svaraði hún rólega:
— Já, Pétur, hvenær, sem þú vilt.
4. KAFLI.
Þau hittust æ oftar, og með tímanum varð það að
venju hennar að fara niður í verzlunina og elda mat
handa honum meðan hann var að virrna.
Eftir messu á sunnudögum fóru þau oft niður að
ánni, eins og hann hafði svo gjarnan farið þangað
með Gildu, og þrátt fyrir það, að allir vorkenndu þeim
komst slúðrið brátt á kreik.
Helen vissi það ekki. Hún naut um of þessa nýja
og dásamlega lífs til þess. Hún var bæði blind og
heyrnarlaus fyrir öllu, sem hrærðist umhverfis hana,
að Pétri undanskildum.
Smáauglýsingar
TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA
Látið fagmann annast viðgerðir og viShald á tréverkl
húseigna yðar, ásamt breytingum á nýjn og eldra
húsnæði. — Sími 41055.
VOLKSWAGENEIGENDUR!
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Véilarlok
— Geymsluloik á Vollksw'agen í allflestum litum.
Skiptum á einium degi með dagsfyrirvara fyrir á-
kveðið verð. — Reynið viðskiptin.
Bílasprautun Gaiðars Sigmundssonar, Skipholti 25,
Símar 19099 og 20988.
GLUGGAHREINSUN og rennuhreinsun. Vönduð
og góð vinna. Pantið í tíma í síma 15787.
BIFREIÐA STJÓRAR
Gerum við allar tegundir bifreiða,-— Sérgrein:
hemlaviðgeðir, hemlavarahlutir.
Hemlastilling h.f., Súðavogi 14, Sími 30135.
BÓLSTRUN — SÍMI 83513.
Hef fkott að Skaftahlíð 28, klæði og geri við bólstruð
húsgögn. Búlstrun Jóns Ámasonar, Skaftahlíg 28,
simi 83513.
PÍPULAGNIR
Tek að mér viðgerðir, •uppsetningu á hrein-
lætistækjum, frárennslis-og vatnslagnir
Guðmundur Sigurðsson
Sími 18717
Jarðýtur - Traktorsgröíur
Höfum til leigu liilar og stórar jarðýtur traktorsgröf-
ur og bílkrana, tll allra framkvæmda, lnnan og utan
borgarinnar.
Jarðvinnslan sf.
Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080.
Heimasímar 83882 — 33982.
MATUR OG BENSÍN
allan sólarhringinn.
Veitingaskálinn, Geithálsl.