Frjáls verslun - 01.06.1947, Side 11
ýms önnur hlunnindi o£t engu minni þýðingu
fyrir lífskjör þeirra. Einmitt á því sviði hafa
þeir á umræddum árum fengið talsverðar kjara-
bætur, að nokkru leyti með beinum samningum
við atvinnurekendur, en sumpart fyrir tilstilli
löggjafans, má þar m. a. nefna lög um orlof,
verkamannabústaði, vinnuvernd, almannatrygg-
ingar og nýju fræðslulögin. Allt mun þetta
beint eða óbeint koma frarn sem kjarabætur
fyrir verkamenn, en á hinn bóginn sem auk-
inn kostnaður (bein útgjöld eða hækkaðir skatt-
ar) fyrir framleiðendur og aðra atvinnurek-
endur.
KAUPGIALDIÐ OG VERÐ ÚTFLUTNINGS-
AFURÐANNA.
Tilgangur búskaparstarfseminnar er að full-
nægja þörfum þegnanna, og stefnan á að vera
sú, að lífskjör þeirra fari batnandi og þeir geti
aukið neyzlu sína. Hin stórstíga hækkun kaup-
gjalds hér á landi og umbætur á lífskjörum
verkamanna á síðustu árum eru því gleðilegt
fyrirbæri, e£ þær byggjast á varanlegum og hald-
góðum grundvelli, en séu Jþær liinsvegar augna-
bliks fyrirbæri og ekki í samræmi við getu at-
vinnuveganna, eru þær skammgóður vermis og
leiða til stöðvunar framleiðslunnar og verða
varkamönnum, þegar til lengdar lætur, til ófarn-
aðar.
íslendingar selja verulegan hluta framleiðslu
sinnar til útlanda og kaupa erlendar vörur, sem
þeim er nauðsynlegt að flytja inn, fyrir and-
virði útflutningsins. Þjóðinni er jjví lífsnauð-
syn, að jreir atvinnuvegir, sem framleiða vörur
til útflutnings, beri sig, J). e. a. s. útflutnings-
vörurnar seljist við verði, sem nægir til greiðslu
á framleiðslukostnaði þeirra, en stærsti hluti
framleiðslukostnaðarins er einmitt innlenda
kaupgjaldið.
Prófsteinninn á það, hversu heilbrigð stefna
hin öra kauphækkun Itefur verið, fæst þess vegna
með J)ví að bera sarnan, livort verð útflutnings-
varanna hefur hækkað að sama skapi og kaup-
ið. Línuritið, sem hér fer á eftir, sýnir Jtróun
kaupgjalds og verðs útflutningsvaranna frá Jwí
árið 1935. Verðbreytingar útflutningsafurðanna
eru byggðar á vísitölu Hagstofunnar um þetta
efni, en þær birtast jafnan í verzlunarskýrslun-
um. Vísitala kaupsins hefur hinsvegar verið
reiknuð hér sérstaklega til samanburðar. Við at-
hugun kemur þá í ljós, að vísitala verkakaupsins
miðuð við 1935 er nú komin upp í 615 stig, og
FRJÁLS VERZLUN
1935 36 37 38 39 4o 41 4? 43 44 45 «6 1947
Svarta línan táknar vísitölu tímakaupsins, en strikalínan
vísitölu verðs útflutningsafurðanna. Hver vísitala er á línuritinu
gefin upp í árslok.
hefur því kaupgjaldið á Jressum tíma liækkað um
rúm 500%. Vísitala verðs útflutningsafurðanna
er aftur á móti um áramótin 1945—1946, en
lengra nær hún Jdví miður ekki, aðeins komin
upp í 294 stig, og hefur því ekki hækkað um
nema tæp 200%. Frá þessum tíma liefur hún
sennilega ekki liækkað svo verulega, að um muni
í Jtessum samanburði, því að Jrótt verð sumra
útflutningsafurða, svo sem lýsis, síldarafurða og
jafnvel hraðfrysts fisks hafi hækkað, þá hefur
verð annarra vara, sem mikil áhrif hafa á vísi-
tölu útflutningsafurðanna, svo sem ísfisksins,
fallið mjög mikið. Niðurstaðan er því með öðr-
um orðum sú, að kaupgjaldið hefur hækkað
langt fram yfir verðhækkun útflutningsafurð-
anna, og Jjað svo rnjög, að sumar greinar útflutn-
ingsframleiðslunnar eru hættar að bera sig
(t. d. hraðfrystur og saltaður fiskur). Er það því
augljóst mál, að boginn í kaupgjaldsmálunum
liefur verið spenntur hátt, og það svo freklega,
að kauphækkun nú hlýtur, að óbreyttunr að-
stæðum, að leiða til stöðvunar margi'a þýðingar-
mestu greina atvinnulífsins.
HVERT BER AÐ STEFNA 1 KAUPGJALDS-
MALUNUM?
Ef dregnar eru almennar ályktanir af því, sem
hér að frarnan hefur verið sagt, verður niðurstað-
an ótvírætt sú, að kaupgjald verkamanna hér á
landi hefur á síðustu árum hækkað risaskrefum,
jafnframt Jjví sem félagslegum umbótum og
hlunnindum til handa verkamönnum hefur
fleygt fram, svo að vafasamt er, að raunveru-
107