Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1947, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.06.1947, Blaðsíða 16
Kaupmað'urinn var í vandræðum. Verzlunin vinstra megin við búð hans hafði sett upp stórt skilti, sem á var ritað: ÚTSALA. En það var ekki nóg með það. Verzlunin hægra megin við hann hafði líka sett upp skilti, og á því stóð með gríðarstórum stöfum: BRUNASALA. En kaupmaðurinn dó ekki ráðalaus. Hann tók smið og málara í vinnu, og lét þá búa til heljarmikið skilti og festa því yfir dyrnar á verzlun sinni. Þar var letrað: AÐALINNGANGUR. ★ Enginn veraldlegur hlutur er svo dýr, að hann verði ekki keyptur með öSrum slíkum. SIR WALTER RALEIGH. ★ Eldri kona kom inn í verzlun og bað um að fá að líta á dúka. Afgreiðslumaðurinn sýndi henni einhver ósköp af dúkum — gula, bláa, rauða og græna, en henni líkaði enginn þeirra. Afgreiðslumaðurinn var samt ekki af baki dottinn. Hann lagði stóran dúk á borðið fyrir framan hana og sagði: „Hér er alveg ný gerð af dúkum og mikið keypt. Eins og þér sjáið eru kantarnir yzt og miðdepillinn nákvæmlega í miðjunni”. Konan keypti dúkinn umsvifalaust. ★ Það er langtum auSveldara aS afla fjár meS bragS- vísi heldur en eySa því meS sœmd. COLTON. „SegSu honum að ég sé ekki viðlátinn, en mundu samt aS láta ótvírætt á þér skilja, aS ég vilji alls ekki tala við hann.” „Frjáls Verzíun64 Útgefandi: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. FormaSur: Guðjón Einarsson. Ritstjóri: Baldur Pálmason. Ritnefnd: Vilhjálmur Þ. Gíslason, form., Þor- steinn Bernharðsson og Baldur Pálmason. Skrifstofa: Vonarstræti 4, I. hæð, Reykjavík. Sími 5293. BORGARPRF. NT Maður nokkur kom inn í kjötverzlun, sneri sér að kaupmanninum og sagði: „Ég þarf að fá nokkrar rjúpur til að gefa konunni minni”. „Við höfum því miður ekki rjúpur. — En hér ertt ágætar pylsur”, svaraði kaupmaðurinn. „Pylsur!” hrópaði maðurinn og barði í borðið. „Hvernig get ég komið konunni minni í trú um, að ég hafi veitt pylsur?” ★ HeiSarleiki er greind, hœverska og ástúS - allt í senn. RICHARDSON. ★ Viðskiptavinurinn: „Hvað gerið þér, þegar kaup- andinn gleymir að taka til baka?” Afgreiðslustúlkan: „Ég banka í gluggann með krónuseðli”. ★ AfgreiSslan er tungumál viSskiptanna. LORD CHESTERFIELD. ★ Kaupmaðurinn var að sýna ungum syni sínum bróður hans nýfæddan. Drengurinn horfði á barnið um stund og sagði svo: — Megum við eiga hann eða á að selja hann? ★ Auglýsingar blaSanna gefa betri hugmynd um þaS, sem fram fer í landinu, heldur en meginmáliS sjálft. HENRY WARD BEECHER. ★ „Heyrðu þarna ’, hrópaði maðurinn reiðilega til blaðsölustráksins, „hvað meinarðu með að hrópa „Stórkostleg svik — sextíu sviknir“— Eg sé ekkert um það hér í blaðinu”. „Stórkostleg svik”, hrópaði strákur enn hærra, „sextíu og einn svikinri”. ★ AuSur án örláts hjarta er ófétlegur betlari. EMERSON. 112 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.