Frjáls verslun


Frjáls verslun - 20.06.1948, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 20.06.1948, Blaðsíða 1
N,''''ecra var haldinn landsfundur S’a'fstœðis- flokksins, og voru þar gerðar ólyktanir um öll heJztu atvinnumál fslendinga, þ. á m. ein um verz'unarmál oa önnur um frjálsrœði í at- vinnurekstri, og hefst hún með þessum orðum: „Landsfundurinn telur að hömlur þœr, sem settar hafa verið á frjálsrœði í atvinnurekstri landsmanna og framtak einstakhngsins, henti ekki til Iengdar hér á landi, heldur verði þetta hvorttveggja að fá að njóta sín sem bezt, ef hei'brigt atvinnu'íf á að eflast og hagsœld al- mennings að aukast.” Álvktunin um verz'unarmál hefur þetta að upphafsorðum: „Landsfundurinn telur það öll- um landslýð hagkvœmast, að verzlun, inn á við og út á við, sé frjáls, og er mótfalJinn rík- isverzlun. — Fundurinn viH að einknverzlun og samvinnuverzlun starfi h'ið við h’ið í friálsri samkenpni og á jafr>réttisgrundvelli.” — Síðan éru rakin sjónarmið fundarins til hinna ýmsu þátta viðskiptalífsins og bent á ákiósanlegar leiðir og reglur, sem fylgja skuli, ef betur eigi að farnast. Segja má að allt inntak ályktunarinnar sé í anda þeirrar stefnu, sem þetta tímarit hefur að málstað sínum, og er það vel, að stœrsti stjórnmálaf'okkur landsins skuli hallast á þá sömu sveif. Hann er eini flokkurinn, sem hefur frjálsa verzlun, frjálsa samkeppni og frjálst einstaklingsframtak á Yfiriýstri stefnuskrá sinni. En þá er þess að gœta, að slíkum yfiriýs- inaum fylgir harla mikil ábyrgð. Stór hluti þjóðarinnar lýsir hug sínum til verzlunarmál- anna í umrœddum ályktunum, og vilji hans á ekki að vera dauður bókstafur, sem máist og morknar á pappírsörkum. Á forystumönnum Sjálfstœðisflokksins hvílir nú sú ábyrgð, að gœða bókstafinn lífi, svo að hann geti af eigin ramleik flutt allri þjóðinni boðskap sinn. Margt er ennþá ógert i félagsmálum verzl- unarstéttarinnar, þótt ýmsu hafi verið skipað til betra horfs hin síðari ár. Á þessum stað er lesmálsrúmið of þröngt til þess að hœgt sé að gera alhliða grein fyrir því, sem ábótavant er, og mun því þessi pistill verða einskorðað- ur við eitt mál, sem gœti orðið verzlunarfólki til hagsbóta, ef það vœri tekið föstum tökum. Flestar starfsstéttir hafa komið á fót hjá sér einhverjum sjóðum, sem verja skal fé úr til styrktar heildinni eða einstaklingum innan hennar. Verzlunarmannafélögin eiga sjálfsagt flest slíka sjóði, sem helgaðir eru ýmsum sér- stökum málefnum. En einn er sá sjóður, sem þau mun öll skorta, og það er lánasjóður, er hafi þann tilgang, að auðvelda félagsmönn- um ýmsar framkvœmdir í eigin þágu. Segjum t. d. verzlunarmaður vilji kaupa sér íbúð en hafi ekki nœgilegt fé handbœrt; hann vantar kannske 5—10 þús. kr. til að sjá kaupunum. borgið. Þá leitar hann til lánasjóðs félags síns og fœr lánaða þessa upphœð um tiltekinn tíma, gegn fullnœgjandi tryggingu og greiðslu Iágra vaxta. — Þann hátt yrði að hafa á lána- starfseminni, að takmarka skuld hvers einstaks manns við ákveðna hámarksupphœð, svo og að setja tímalengd lánsins fast hámark. Nokk- uð fer það eftir félagatölunni, hve stofnsjóður- inn þarf að vera stór, en það má sem hœgast byrja í smáum stíl og fœra starfsemina út jafnhratt og efnin aukast. Erlendis tíðkast allvíða slíkir lánasjóðir, og þeir eru heldur ekki með öllu óþekkt fyrirbrigði hér á landi. Þeir eiga alls staðar vinsœldum að fagna og eru mörgum til œrins gagns. Verzlunarmenn um gervallt land œttu að at- huga, hvort þeir teldu sér ekki ávinning að slíkri sjóðseign. Vœri ekki ráð að taka til óspilltra málanna við sjóðssöfriun? Því fyrr, því betra.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.