Frjáls verslun


Frjáls verslun - 20.06.1948, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 20.06.1948, Blaðsíða 2
Umrœðuefnið í þessari grein er FINNLAND - land þrauíseigjunnar Viðtal við Björn Guðmundsson stórkaupmann. Björn Guðmundsson, stórkaupm., er fyrir skömmu kominn heim úr ferðalagi til Finnlands, en þangað fór hann í verzlunarerindum, einkum viðvíkjandi útvegun á prentpappír. — Með því að verzlunarferðir íslendinga til „Þúsund-vatna- landsins" eru fremur fátíðar, þrátt fyrir norrænt samband þjóðanna og alllöng viðlskiptákynni, iiefur „Frjálsri Verzlun“ þótt forvitnilegt að inna Björn eftir dvölinni í Finnlandi og því, sem þar bar fyrir augu og eyru. — Hvernig voru kynni yðar af Finnum og landi þeirra? — Afar góð. Að koma til Finnlands er eins og að heimsækja gestrisið heimili hér á landi. Alúð og umönnun er ríkur þáttur í eðlisfari Finnans, og er því öll fyrirgreiðsla þeirra hin ákiósanlegasta. Landið er ekki síður aðlaðandi en þjóðin, sem það byggir. Skógarnir og vötnin sjá fvrir því, svo og hinar fögru og tignarlegu bvegingar í borgunum, bæði fornar og nvjar. Eins og kunnuet er standa Finnar mjög framar- lega í byggingarlist. — Hvernig búa Finnar að nauðsvnjavörum? — Næsta vel, fannst mér. Þegar litið er á allar þær hörmungar, sem orðið liafa hlutskinti þeirra á s.l. 8 árum, er alveg ótrúlegt, hve verzlanir eru birear af mares konar vörutegundum frá vms- um löndum. Matur er næeur, en nokkuð dýr. Góð má'tíð getur kostað 500—1000 mörk. Raun- ar er finnska markið ekki í háu gengi, mér telst til að eitt mark samsvari u. þ. b. 5 aurum ís- lenzkum, en það er sem kunnugt er óskráð í bönkum hér. Af þessu má ráða, að hver hundrað mörkin eru ekki lengi að evðast. Þá má láta þess getið í sambandi við vöruöflun Finna, að vöruskömmtun er mjög væg hjá þeim, og ég hjó eftir því í útvarpinu núna um daginn, eftir að ég var kominn lieim, að henni væri með öllu aflétt frá og með 1. júlí. Að þessu leyti standa Finnar mun betur að vígi en flestar aðrar þjóð- ir, a. m. k. Norðurlandaþjóðirnar. — Úr því að verðgildi finnska marksins er svona sáralágt, má ætla að kaupgjaldið í Finn- landi sé æði hátt í tölum talið. — Já, og þó naumast tiltölulega eins hátt og hér hjá okkur. Til gamans aflaði ég mér upplýs- inga um mánaðarkaup verzlunarfólks. Venjulegir skrifstofumenn hafa frá 15—25 þús. mörk á mán- uði, eftir starfsaldri, og mánaðarlaun forstjóra eru algengust frá 60—100 þús. mörk. Til hlið- siónar má geta þess, að þar er mánaðarleg leiga fyrir þriggja herbergja íbúð, eldhús og baðher- bergi, um 3—5 þús. mörk, í eldri húsum, en í nýbyggðum húsum frá 7—12 þús. mörk. — Eru ekki Finnar stórskuldueir eftir alla þá óáran, sem yfir þá hefur dunið síðustu árin? — Fiárhagur þeirra er nú sjálfsagt allþröng- ur, en þeir eru þó þe<rar búnir að skófla burtu mesta kúfnum af stríðsskuldum sínum og iiðrum ríkisskuldum. É<r las t. d. í finnsku blaði, að beir liafi greitt skuldir sínar niður um 3,7 millj. marka á fyrstu fimm mánuðum þessa árs. Ann- ars eru ca. 67% af skuldum ríkisins innlendar lántökur, en einunsris 33% erlendis frá. — Það er hægt að skióta því hér inn, að Finnar hafa nýlega tekið 10 millj. dollara lán til vörukauna í Arq-entínu. — Það er sízt að undra, þótt skuld- ir hafi hlaðizt unp hjá Finnum á hinum erfiðu og ókyrru tímum. Sem dæmi má nefna, að finnska ríkið varð að siá nálega sjötta hluta þeona sinna ( um 500,000 manns') fvrir nýiu jarð- og húsnæði, eftir að Rússar lögðu undir sig stór og friósöm landsvæði, s. s. Kvriálahérað- ið og Porkkalaeiðið, þ. á m. eina mestu útflutn- 126 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.