Frjáls verslun


Frjáls verslun - 20.06.1948, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 20.06.1948, Blaðsíða 16
föúAínur Öldruð kona kom inn í búð og bað um handsápu fyrir fimm aura. „Við höfum ekki svo ódýra handsápu,“ sagði af- greiðslumaðurinn kurteislega. „Já, ég vil helzt þessa hvítu,“ svaraði gamla konan mjúk í máli. „Þér misskiljið, frú. Við eigum ekki til neinar fimm-aura-sápur.“ „Já, satt segið þér, maður minn. Það er sannarlega mikill munur á sápunni nú og hér á árum áður.“ „Er kerlingarskrukkan annaðhvort geggjuð eða heyrnarlaus?“ hugsaði afgreiðslumaðurinn og leizt nú ekki á blikuna. Svo færði hann sig fast upp að þeirri gömlu og hrópaði inn í hlustirnar á henni: „Við selj- um ekki sápu fyrir fimm aura!“ „Já, kærar þakkir,“ svaraði gamla konan brosandi út að eyrum, „ég væri yður mjög þakklát, ef þér vilduð pakka henni vel inn. Það er svo erfitt að ná sápulykt úr töskum.“ Þá var þolinmæði búðarmannsins ofboðið. Hann þreif í fússi sápustykki úr skápnum og kastaði því á borðið á fyrir framan konuna með þessum orðum: „Hirðið þér þetta og komið yður svo út sem skjótast.“ Hún brosti, vafði pappír utan um sápuna í mestu makindum, lagði fimmeyring á borðið og mælti síðan á þessa leið til afgreiðslumannsins: „Þér eruð kurteis- asti og viðfelldnasti verzlunarþjónn, sem éghef kynnst. Ég skal að mér heilli og lifandi verzla við yður, þegar mig vanhagar næst um sápu.“ Þetta er STÆRSTI vifiskiptavinur olcltar. „Frjáls Verzlun" Úlgefandi: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Formaður: Guðjón Einarsson. Ritstjóri: Baldur Pálmason. Ritncfnd: Vilhjálmur Þ. Gíslason, form., Þor- steinn Bernharðsson, Baldur Pálmason, Njáll Símonarson og Gunnar Magnússon. Skrifstofa: Vonarstræti 4, 1. hæð, Reykjavík. Sími 5293. BORCARPRENT HciSur mánnsiris er jólginn í heiSvirSu starfi hans. GROVF.R CLEVELAND. Ég fylgdi búðarstúlku heim frá skemmtuninni í gær- kvöld og stalst til að kyssa hana.“ „Hvað sagði hún- við því?” „Nokkuð fleira, herra minn?“ • Fávís maSur er í engu frábrugSinn dýri merkur- innar, nema aS ytra sköpulagi. — CLEANTHES. • Aðsjál kona kom inn í herraverzlun í leit að flihb- um. — Ég ætla að fá þennan, sagði hún og rétti einn flibbann að búðarmanninum. — Aðeins einn, frú mín góð?, spurði hann. — Auðvitað, sagði hún, livað haldið þér að ég sé gift mörgum? • Fávizkan er náttmyrkur hugarins, — nótt án tungls og stjarna. — CONFUCIUS. • „Heyrið mig, kaupmaður góður, ég ætla að borga reikninginn minn, — en hvernig stendur annars á því, að þér hafið ekki ennþá krafið mig um borgun?“ „Ég rukka aldrei sómamenn.“ „Einmitt það, já. F.n ef maður svíkst nú um að borga?“ „Ef einhver maður horgar ekki innán ákveðins tíma, dæmi ég hann engan sómamann og innheimti reikn- inginn með lagavaldi.“ SóaSur tími lieitir: tilvera; hagnýttur tími er: líf. YOUNG. 140 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.