Frjáls verslun


Frjáls verslun - 20.06.1948, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 20.06.1948, Blaðsíða 7
AÐALFUNDUR VERZLUMRRÁÐSISLANDS Ályktanir og ágrip íluttra erinda. Aöalfundur Verzlunarráðsins var haldinn i Reykjavík dag- ana 8.—10. júní s.l., og var hann mjög fjölsóttur. Formaöur ráosins, Hallgrímur Renediktsson alþingism., setti fundinn og hauð fundarmenn velkomna. í upphafi máls síns minntist hann þeirra kaupsýslumanna, er látist höfðu frá þvi að síoasti aðal- fundur var haldinn, og risu fundarmenn úr sætum sinum til þess að votta þeim látnu virðip.gu sína. Flutti formaður siðan ávarp og drap á erfiðleika þá, er nú steðja að verzlunarstéttinni. Taldi hann, að sambandið milli innflytjenda og iðnrekenda þyrfti að vera nánara á þess- um erfiðu timum, þar sem mikil ábyrgð hvílir á verzlunar- og iðnaðarstéttinni um skynsamlega og sanngjarna lausn á þeim vandamálum, er snertu dreifingu þeirra vara, sem flutl- ar eru inn og þeirra sem framleiddar eru innanlands. Þó nú sýnist syrta í álinn í bili í viðskiptamálum þjóðarinnar, áleit hann af fyrri reynslu, að slíkt væri aðeins stundarskuggi. Emil Jónsson viðskiptamálaráðherra flutti því næst athygl- isverða ræðu um viðskiptamálin og birtist útdráttur hennar á öðrum stað hér í blaðinu. Þá flutti Helgi Bergsson skrifststj. skýrslu um störf V.í. á árinu, en þau voru mjög margþætt að þessu sinni. Voru reikningar Verzlunarráðsins síðan bornir upp og samþykktir. Helgi Bergsson gaf því næst skýrslu um störf framkvæmd- arnefndar þeirrar, er fundur kaupsýslumanna og iðnrekenda í febr. 8.1. kaus til þess að fylgjast með framkvæmd tillagna fundarins. Gat hann þess, sem áunnizt hefur í þeim málum. Urslit kosninga í stjórn V.í. voru tilkynnt á fundinum, en þátttakan í þeim hefur aldrei áður verið jafnmikil. Kusu um 90% af félagsmönnum, en til samanburðar má geta þess, að þátttakan í kosningunni í fyrra var 62,9%. Tala meðlima V.í. er nú á fimmta hundrað. Eftirtaldir þrír menn voru kosnir í aðalstjórn til þriggja ára: Óskar Norðmann með 227 at- kvæðum, Oddur Helgason með 200 atkvæðum og Gunnar Hall með 169 atkvæðum. í varastjórn til eins árs voru þessir kosn- ir: Haraldur Árnason með 125 atkvæðum, Sveinn M. Sveins- son með 117 atkvæðum og Sveinn Helgason með 91 atkvæði. Endurskoðendur voru kjörnir Guido Bernhöft og Jón Helga- son. Á öðrum degi fundarins flutti Magnús Jónsson, form. Fjár- hagsráðs, allýtarlegt erindi um störf Fjárhagsráðs, svo og um viðhorfið í viðskipta- og fjárfestingarmálunum. Birtast kaflar úr erindi hans í þessu blaði. Urðu nokkrar umræður í sambandi við erindi formanns Fjárhagsráðs, og leysti hann úr spurningum, er fundarmenn lögðu fyrir hann. Á þriðja degi fundarins voru rædd ýms mál og gerðar m. a. eftirtaldar samþykktir: UTFLUTNINGURINN VERÐI GEFINN FRJÁLS. Aðalfundur V.I. 1948 skorar á stjórn ráðsins að vinna að því, að útflutningur íslenzkra afurða og sala þeirra erlendis verði gefinn frjáls hverjum þeim, sem hefur rétt til að stunda verzlun og viðskipti, með þeim takmörkunum þó, að eftirlit sé haft með því, að ekki komi til þess, að afurðir verði seldar fyrir óeðlilega lágt verð. Litur fundurinn svo á, að frjáls og liaftalaus útflutningur sé bezta leiðin til að tryggja íslenzkum afurðum öruggan markað í viðskiptaiöndum okkar. UTBOÐ VIÐSKIPTA. Aðalfundur V.í. 1948 samþykkir að beina þeirri áskorun til ríkisstjórnarinnar, bæjar- og sveitafélaga, auk annarra op- inberra og hálfopinberra stofnana, að þær taki upp þá sjálf- sögdu siðvenju, er tíðkast í öðrum löndum, að bjóða út við- skipti sín með auglýsingum í opinberum blöðum. Með því að taka upp þessa háttu er öllum kaupsýslumönn- um gefinn jafn réttur til að leggja fram tilboð, en slikt mundi skapa lífræna samkeppni og tryggja viðkomandi stofn- unum hagstæðustu kaup, sem fáanleg eru á hverjum tíma. Fundurinn felur stjórninni að sjá um að koma áskorun- inni á framfæri við alla viðkomandi aðila í bréfi og senda hana auk þess dagblöðunum til birtingar. OPNUNARTÍMI OPINBERRA STOFNANA. Aðalfundur V.í. samþykkir að skora á yfirvöld þessa lands að hlutast til um, að bankar og skrifstofur þess opinbera opni ekki síðar en kl. 9 að morgni, í stað kl. 10. STEFNA KAUPSÝSLUMANNAFUNDARINS VERÐI LÁGMARKSKRÖFUR. Aðalfundur V.I. 1948 skorar á stjórn VerzlunarráSsins að beita öllu afli og öllum sínum áhrifum til þess að fá róttæk- ar breytingar á því misrétti og ranglæti, er ríkir í viöskipta- málum þjóðarinnar, en höfuðgreinar þeirra verður að telja: gjaldeyris- og innflutningsmál, verðlagsmál, auk skattamála. Fundurinn telur, að undirrót þessa ástands sé af pólit- iskum toga spunnin, og að þær stéttir, sem sérstaklega er ráðist á, og þá einkum verzlunarstéttin og iðnstéttirnar, séu svo varnarlausar á þeim vettvangi, að ekki verði lengur við unað. Heitir fundurinn stjórn V.í. jafnframt fullum stuðn- ingi í þessari baráttu, enda séu lágmarkskröfurnar, sem barizt verður fyrir, í meginatriðum þær sömu og samþykktar voru á fundi kaupsýslumanna, sem haldinn var í febr. s.l. Eins og áður er getið, var þessi aðalfundur V.í. mjög fjöl- sóttur, og kom ótvírætt i ljós mikill áhugi fundarmanna fyrir hagsmunamálum stéttarinnar. FRJÁLS VERZLUN 131

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.