Frjáls verslun


Frjáls verslun - 20.06.1948, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 20.06.1948, Blaðsíða 8
Útdrcrttur úr rœðu MAGNÚSAR JÓNSSONAR, íorm. Fjárhagsráðs, ' fluttri á aðalfundi V erzlunarráðsins. Viðhorfið í viðskipta- og fjárfestingarmálum. „í nóvember 1944 var gjaldeyriseign bankanna hæst. Var þá rúmar 585 millj. kr. Þessi gjaldeyriseign hélzt nokk- uð stöðug fram eftir næsta ári, 1945. En á síðari hluta þess árs fór hún að minnka. Þá var ákveðið að ákveðnum hluta gjaldeyriseignanna skyldi varið til kaupa á varanlegum verð- mætum, helzt arðgefandi fyrirtækjum, og nýbyggingarráð skipað til þess að hafa innflutning þeirra með höndum. í lok ársins 1945 var gjaldeyriseign bankanna komin niður í 478 millj. kr. og á árinu 1947 þraut inneignin. Það, sem gerzt hafði á þessu tímabili, hafði þess vegna verið það, að gjaldeyrisinneignirnar höfðu verið fluttar heim, þ. e. a. s. þeim hefði verið breytt í skip og verksmiðjur, vélar og alls konar tæki, hús og ýmsa aðra hluti, nauðsynlega og ónauð- synlega. ÞRÓUN IÐNAÐARINS. Magnús minntist því næst á rannsókn, sem fram hefði farið á starfrækslu íslenzks iðnaðar. Niðurstaða þeirra rannsókna væri sú, að árið 1946 hefði iðnaðurinn notað innlent hráefni fyrir 168,1 millj. kr. og erlent hráefni fyrir 104,8 millj. kr. eða samtals hráefni fyrir nálægt 273 millj. kr. Afurðir hans úr þessu hráefni námu 510 millj. kr. og er þá verðmætaaukn- ingin 237 millj. kr. eða ekki langt frá helmingi verðmætis fullunnu vörunnar. Á 9 fyrstu mánuðum ársins 1947 nam verðmæti innlends hráefnis iðnaðarins 182,1 millj. kr., en erlends hráefnis 91,7 millj. kr., samtals nálega 274 millj. kr. eða litlu meira en allt árið 1946. Framleiðsluafurðir iðnaðarins urðu til 1. okt. 1947 486 millj. kr. eða 24 millj. kr. minni en allt árið 1946. Illut- deild iðnaðarins í fullunnu vörunni var því um 43%. Árið 1946 unnu að jafnaði 8280 manns að þessum iðnaði, en 1. okt. 1947 8248 manns. Um árið 1948 hefur verið gerð skýrsla, er sýnir hverju íslenzkur iðnaður gæti afkastað, ef hann hefði hráefni að vinna úr og aðrar góðar aðstæður. Þær tölur eru því ekki sambærilegar við tölur áranna 1946 og 1947, sem sýna raun- veruleg afköst. Þær tölur líta þannig út: Innlent hráefni 314,8 millj. kr., erlent hiáefni 181,3 millj. kr. Samtals 496 millj. kr. Heildarverðmæti iðnaðarafurðanna er þá áætlað 928 millj. kr. og nlutdeild iðnaðarins í því verðmæti 432 millj. kr. eða yfi.r 46%. Þessar tölur sýna, að iðnaðurinn er nú kominn upp í það, að geta unnið úr 87% meiri innlendum hráefnum og 73% meiru af erlendum hráefnum, en unnið var 1946 og söluverð iðnaðarafurða gæti með því orðið 82% meira en 1946. Áætlað er, að 10248 manns vinni að staðaldri við þennan iðnað. FJÁRFESTINGIN._________ Magnús Jónsson ræddi þessu næst hina miklu fjárfestingu, sem átt hefði sér stað í húsabyggingum og ýmsum slíkum mannvirkjum á undanförnum árum og þá fyrst og fremst í hinum stærri kaupstöðum. Á því hefði fyrst verið vakin at- hygli í nefndaráliti hagfræðinganefndarinnar, sem starfaði á vegum þingflokkanna 1946, að allt of miklu af fjármagni og erlendum gjaldeyri hefði verið varið til þessara liluta, fjár- magni, sem betur hefði verið varið til arðvænlegri framkvæmda. það hefði orðið eitt aðalstarf Fjárhagsráðs að kryfja þetta vandamál til mergjar, en það hefði verið miklum erfiðleikum bundið. — Engar skýrslur . hefðu verið til um þær fram- kvæmdir, sem yfir stóðu. Hundruð húsa voru í byggingu á öllum stigum. Var þar um uð ræða allar tegundir húsa, íbúð- árhús, verksmiðjur, verzlunarhús, söfn, skóla- og samkomu- hús. Það hefði verið óumflýjanlegt að draga úr húsbygging- unum. Athuga þurfti efnisþörf og gjaldeyrismöguleika fyrir því, að hægt væri að halda þessu áfram. Við lauslega athugun hefði komið í ljós, að ef allt hefði verið látið halda áfram ó- hindrað, myndi það hafa stöðvast í miðjum klíðum og hundruð húsa standa hálfsteypt og önnur stöðvast fokheld eða þar um bil. GJALDEYRIS- OG INNFLUTNINGSLEYFI. Þessu næst vék formaður Fjárhagsráðs að gjaldeyrisaðstöðu þjóðarinnar, eins og hún var, þegar Fjárhagsráð tók við störf- um og eins og hún væri nú. Frá síðustu áramótum til 31. maí, væru veitt og framlengd gjaldeyris- og innflutningsleyfi, að viðbættum gjaldeyrisleyfum einum orðin 297,8 millj. kr. — Vakti hann athygli á því, að hann teldi hrein gjaldeyrisleyfi hér með, og því væri tala þessi hærri en sú, sem viðskiptamála- ráðherra nefndi í ræðu sinni. Af togaraleyfunum stæðu enn eftir 24,2 millj. kr. og yfirfært væri af sendiráðum tæplega 1,5 millj. kr. Þetta gerði samtals 31. mai 1948 323,5 millj. kr. — Framlengd og nýveitt leyfi væru því 57,4 millj. kr. minni nú en á sama tíma í fyrra. — Leyfisveitingarnar skiptust þannig: millj. kr. Innflutnings- og gjaldeyrisleyfi í dollurum ...... 85,6 Sterlingspundum ............................. 110,4 Clearing ......................................... 49,4 Samtals 245,4 Gjaldeyrisleyfi, í dollurum ......................... 16,9 Sterlingspundum ..................................... 34,0 Clearing ............................................. 1,5 Samtals 52,4 Samtals, í dollurum ............................ 102,5 Sterlingspundum .................................. 144,4 Clearing ........................................ 50,9 Samtals 297,8 BANKAR OG GJALDEYRIR. Magnús Jónsson minntist því næst á það, að sumir teldu að Fjárhagsráð væri of svartsýnt á gjaldeyrisástandið. En þegar litið væri á það, hvernig þessi mál stæðu í bönkunum, 132 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.