Frjáls verslun


Frjáls verslun - 20.06.1948, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 20.06.1948, Blaðsíða 6
Sýningarsvæðið í Briissel liggur rétt utan við borgina eða í útjaðri hennar. Er það hið feg- ursta, og sýnilegt að þar hefur ekkert verið spar- að til að gera húsakost sem mestan og veg- legastan. Var sýningin í vor hin 22. í röðinni. Eru Belgar, eins og áður segir, hinir áhugasöm- ustu um að auka útflutningsverzlun sína, og eiga að hafa góða aðstöðu til þess, a. m. k. að því er snertir framleiðslugetuna og hráefnin. Á sýningunni þar b'ar talsvert mikið á ýmsum amerískum vélum og tækjum, sem fyrst og fremst voru sýnd þarna til að vekja áhuga belgísks almennings fyrir þessum og hinum hlutunum. Þar voru sýndir kæliskápar og þvottavélar helztu amerísku framleiðendanna í þeim greinum, svissneskar vélar o. s. frv. En fyrst og fremst bar sýningin merki belgísku útflytjendanna, hinna áhugasömu manna, sem vita að nú á tím- um er ekki nema um tvennt að velja, tryggja markaði og flytja út, — eða lifa við sult og seyru. IV. „Frjáls verzlun“ hefur oft minnzt á það, að okkur íslendingum beri að leggja meiri rækt við öflun markaða fyrir íslenzkar afurðir og nauðsynlegt sé að vinna að aukinni eftirspurn erlendis eftir íslenzkum framleiðsluvörum. Þetta er okkur lífsnauðsynlegt að gera, ef við ekki urn ófyrirsjáanlega framtíð ætlum að búa við nú- verandi eymdarástand í milliríkjaverzluninni. Árleg þátttaka íslendinga í alþjóðlegum vöru- sýningum, eins og t. d. Briissel og Utrecht sýning- unum, ætti að geta orðið spor í þá átt. Um þátt- tökukostnað í slíkum sýningum er ekki gott að fullyrða, að lítt rannsökuðu máli, en sjálfsagt yrði hann nokkur, þótt sýningarplássið sjálft sé Höfnin í Amsterdam er ein hinna þýSingarmestu í álfunni. Myndin er af skipum og skrifstojubyggingu Hollenzka gufu- skipafélagsins í Amsterdam. Úr mynclasafni V.R. i XVIII. leigt við mjög vægu verði. í Brússel mun það kosta 600 belgíska franka, hver fermetri, eða minna heldur en á landbúnaðarsýningunni í fyrra vor. Á slíkri sýningu væri hægt að sýna í kæliborði hraðfrysta fiskinn í hinum mismun- andi umbúðum, feitmetisframleiðsluna, íslenzk- ar niðursuðuvörur og annað það, sem við þurf- um að stílja til útlanda. Jafnframt því væri hægt, í myndum og máli, að gefa upplýsingar um, hvað það er, sem héðan er hægt að kaupa, og hvað hægt er að selja okkur. Það væri ekki óeðlilegt að Verzlunarráðið hér hefði forystu um að þetta mál væri a. m. k. at- hugað og um það, ef til kæmi, höfð samvinna við stærstu útflytjendur í landinu, því reynslan sýnir og sannar, að með bættum samgöngum, aukinni tækni og öllu því, sem fylgir þeim tíma er við lifum á, eykst þátttakan í hinum alþýð- legu vörusýningum og aðsóknin að þeim, þrátt fyrir gjaldeyrishömlur og viðskiptahöft. Þ. B. 130 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.