Frjáls verslun


Frjáls verslun - 20.06.1948, Qupperneq 5

Frjáls verslun - 20.06.1948, Qupperneq 5
Frá Utrecht. Turn dómkirkjunnar gnæjir yjir umhverfiS. Gestir liafa fæstir verið um 20 þúsund, en flestir um 200 þúsund að tölu. Þátttökuna utan Hollands má marka af því, að s.l. ár sýndu 950 fyrirtæki, af 2261 þátttakendum, varning fram- ieiddan utan landsins. Segir í sögu sýningarinn- ar, að þar leiti ítalir eftir amerískum mjalta- vélum og Tanganykabúi finni þar e. t. v. brezkt. herfi, sem lientað geti til notkunar suður þar. — Menn koma þangað sem sagt hvaðanæva úr heiminum og kynnast þar vörum, framleiddum í fjarlægustu löndunr. Það má segja, að báðar þessar sýningar, hafi haft á sér svipaðan blæ. Fyrst og fremst er auð- ,vitað framleiðsla viðkomandi Jrjóðar sýnd og auglýst, síðan kemur innfluttur varningur, sem aðallega er sýndur til að afla sölu á heimamark- aðinum. Svo er og sú sýningar- og kynningarstarf- semi, sem hinar ýrnsu Jrjóðir reka þarna. í sum- um tilfellunum er um að ræða myndarlega vöru- sýningu, ásamt ýtarlegum upplýsingum urn fram- leiðslugetu og verzlun Jrjóðarinnar, eins og t. d. finnska sýningin í Brússel í vor. Hún var injög vel undirbúin, og voru forstöðumenn hennar hinir ánægðustu með Jiann árangur, sent auðséð var að hún myndi bera. Aftur á móti voru svo aðrar Jrjóðir, sem litla áherzlu lögðu á vörusýninguna, en höfðu á liinn bóginn til staðar margháttaðar upplýsingar um útflutnings- vörur sínar, og aðstoðuðu væntanlega kaupend- ur við að afla sér verzlunarsambanda. III. Viðskipti okkar íslendinga við Belgíu eru sem stendur lítil, og víst ekki von til að Jrar verði á næstunni keypt mikið af nauðsynjum Jreim, sem inn þarf að flytja. Hins vegar er ís- lenzkum afurðum tryggður nokkur markaður í Hollandi, og ætlast til þess, að við kaupum Jiaðan aftur í móti verulegt magn af ýmsum nauðsynjum. ó,7ar sýnt í Utrecht margt af því, sem við þörfnumst og samið hefur verið um að keypt verði Jrar í landi. Hins vegar heyrðist á anörgum hollenzkum kaupsýslumönnum, óá- nægja yfir Jrví, hvað seint gengi hér að ákveða, livað yrði keypt þar og hvenær. Sýningin í Utrecht var í tveimur aðaldeild- um, Vredenburg og Croeselaan. Var hverri að- aldeild síðan skipt í margar smærri. í Vreden- burg voru Jiessar vörur sýndar: rafmagnsvörur, skófatnaður og leðurvörur, vefnaðarvörur, efna- vöur o. s. frv. Þá höfðu líka Tékkar, Frakkar, Belgar og Svisslendingar aðsetur þar fyrir sín- ar sýningardeildir. Croeselaan-deildin náði aftur á móti yfir allar Jjúngavörurnar, vélar alls kon- ar, byggingarefni, flutningatæki og þess báttar Var sýningin hin skipulegasta og fróðlegasta, enda heimsótti hana mikill fjöldi gesta, a. m. k. Jjá daga, sem ég var Jjar á ferð. Ilinar glæsilegu byggingar Briissel-sýningarinnar sjást hér á myndinni. FRJÁLS VERZLUN 129

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.