Frjáls verslun


Frjáls verslun - 20.06.1948, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 20.06.1948, Blaðsíða 9
þá kæmi þa'ð í Ijós, að þegar beinar vöruábyrgðir þeirra væru reiknaöar með, væri aðstaða bankanna sú gagnvart útlönd- um, að þeir væru tæþum 10 millj. kr. undir núlli í erlenduin gjaldeyri, þ. e. a. s. skulduðu þá upphæð í erlendum gjald- eyri. Inneignir þeirra væru 38,3 millj. kr., en ábyrgðir 48,2 millj. kr. En auk þess lægju í bönkunum veitt leyfi og'inn- heimtur, sem ekki hefði verið fullnægt, en væru raunverulega skuldbindingar, sem greiða yrði af gjaldeyri áitsins. Inn- heimtur í Landsbankanum væru nú upp undir 11 millj. kr., dollaraleyfi óafgreidd hátt á 6. millj. kr., önnur leyfi yfir 3 millj. kr., eð'a samtals um 20 millj. kr. Auk þess mætti telja erlend lán fyrir vörum, sem að öðrum kosti hefðu verið borg- aðar og krafizt yfirfærslu, en næmi um 20 millj. kr. Mundi vera óhætt að segja, ef að allt væri gert upp, þá væri hall- inn á gjaldeyrisverzluninni nú upp undir 50 millj. kr. En þetta væri aðeins dökka hliðin á þessum málum. Á þeim væri einnig til bjartari hlið. í landinu væru nú geysimiklar vöru- birgðir óseldar, eða óútfluttar og ógreiddar, þannig, ef að allt væri með felldu, ætti gjaldeyrisaðstaðan að jafnast. Fiskur- inn, sem seldur hefur verið til Þýzkalands, væri einnig ógreidd- ur, en tekjurnar af honum ættu að vera orðnar fullar 6 mill. kr., lýsi til Þýzkalands yfir 12 millj. kr., lýsi, sem væntan- lega fer til Finnlands fyrir um 6 millj. kr., lýsi, sem vonandi selst til Ameríku fyrir fullar 10 millj. kr. Ennfremur selt til Ameriku þorskalýsi fyrir um 5 millj. kr. Samtals mundi verð- mæti þessarar útflutningsvöru vera um 40 millj. kr. Auk þess lægi hér hraðfrystur fiskur fyrir um 24 millj. kr. Þessu næst vék ræðumaður að lánsfjárörðugleikunum innanlands, sem stundum vildu gleymast, vegna gjaldeyrisörðugleikanna út á við. Sparisjóðsdeild Landsbankans, sem að jafnaði hefði átt inni stórfé hjá Seðlabankanum, skuldaði nú háar upp- hæðir. Væri sú skuld i dag 82,2 millj. kr. Það ætti einnig sinn þátt í erfiðleikum Landsbankans, hve gífurlegt fé væri bundið hjá ríkinu og stofnunum, sem að ýmist væru beinar ríkisstofnanir eða á vegum hins opinbera. Þannig væri skuld sjálfs rikissjóðs við bankann 60 millj. kr., annarra ríkisstofn- ana 32,7 millj. kr., Síldarverksm. ríkisins, stofnlán 32,0 millj. kr., Síldarverksm. ríkisins, rekstrarlán, 54,6 millj. kr., sam- tals 179,3 millj. kr. Þá lægi deildin með verðbréf upp á 97 millj. kr. Þetta og fleira gerði starfsemi bankans stórum erfiðari. ÚTRÝMA ÞARF ORSÖKUM HAFTANNA. Magnús Jónsson lauk máli sínu með því að segja, að hann hefði aldrei trúað því, að hann ætti eftir að komast í þá að- stöðu, að verða að beita sér fyrir haftapólitík. En jafnvel þeir, sem ynnu frjálsri verzlun, hlytu að fallast á, að með núver- andi ástandi innanlands og utan, krefðist heilbrigð skynsemi þess, að höftum yrði beitt, þar til að unnt yrði að útrýma orsökum þeirra. Þær orsakir væru, mikil dýrtíð í landinu og fölsk kaupgeta innanlands, sem væri í ósamræmi við verðlag viðskiptaþjóða okkar. Hann kvað§t frá upphafi hafa litið svo á, að höfuð hlutverk Fjárhagsráðs væri að beina öllum kröftum þjóðarinnar að því, að auka arðberandi atvinnufyrirtæki, en neita sér um hverskonar óþarfa. í öðru lagi, að kappkosta að komast sem næst kaupmáttar-jafngengi við helztu viðskipta- lönd okkar, hvort sem það yrði gert með niðurfærslu á inn- lendum kostnaði, gengisbreytingu eða mörgum ráðstöfum sam- tímis. í þriðja lagi væri það hlutverk Fjárhagsráðs að koma því skipulagi á vinnuna í landinu, að framboð og eftirspurn nálgist jafnvægi, að vinnuaflið beinist að framleiðslunni og að komið yrði í veg fyrir atvinnuleysi. Útdráttur úr rœðu EMILS JÓNSSONAR, viðskiptamálaráðherra, fluttri á aðalfundi V erzlunarráðsins. Yfirlit yfir viðskiptareksturinn á þessu ári Þegar ég fyrir ári síðan flutti hér ræðu á fundi Verzlunar- ráðs Islands, var okkur ljóst, að gjaldeyriseignum þjóðarinnav hafði að mestu verið ráðstafað, sagði ráðherrann. Þá var tvennt til. í fyrsta lagi að láta sér nægja þann gjaldeyri, sem þjóðin aflaði sér, og eyða ekki meiru en því, sem hún gæti keypt fyrir hann. Eða í öðru lagi, að safna skuldum erlendis. En stefnt hefur verið að því að stofna ekki til erlendra skulda. Við það hafa allar ráðstafanir rikisstjórnarinnar og Fjárhags- ráðs síðan miðast. Fundur kaupsýslumanna á s. 1. vetri hefði verið á sömu skoðun. Erlend lán hefðu heldur ekki verið tekin. Kvaðst ráðherrann í því sambandi ekki telja skyndilán, sem greidd hefðu verið upp. Nú væri hinsvegar unnið að undir- búningi gjaldeyrisláns til ákveðinna framkvæmda. ÚTFLUTNINGSÁÆTLUN. Ráðherrann kvað nauðsynlegt að gera sér grein fyrir, hversu háa upphæð þjóðin hefði til ráðstöfunar í erlendum gjald- eyri og hvernig henni skyldi varið. Um s. 1. áramót hefði út- flutningur landsmanna á þessu ári verið áætlaður um 400 millj. kr. í maí hefði áætlunin verið endurskoðuð samkvæmt upplýsingum um • vetrarvertíð, viðskiptasamninga o. fl. En margir liðir henúar væru óvissir. T. d. væri tekjur af sölu síldarafurða áætlaðar 187 millj. kr. eða m. ö. o. sem næst helmingur útflutningsverðmætisins. Það ylti því á miklu, hver útkoman yrði á síldveiðunum. Nokkur bót væri það þó, að hluti af andvirði síldarafurðanna hefði þegar verið aflað, þ. e. e. s. fyrir vetrarsíldina. Við það yrði óvissan nokkuð minni. Ég álít, sagði ráðherrann, að útflutningsáætlunin sé ekki óvarleg. í meðalári ætti hún að standast. Við endurskoðun hennar hef- ur ein skekkja verið lagfærð. Upprunalega hafði verið gert ráð fyrir 25 þús. tonnum af saltfiski. Auðsætt væri, að fram- leiðslan yrði aðeins brot af því. Hún hefur verið lækkuð niður í 9 þús. tonn. Niðurstöðutala útflutningsáætlunarinnar væri 406,5 millj. kr. INNFLUTNINGURINN. Þá er að líta á hina hlið málsins, innflutninginn og þá á- ætlun, sem gerð liefur verið um hann. Samkvæmt henni hefðu duldu greiðslurnar, þ. e. a. s. þær greiðslur, sem ekki ganga til kaupa á vörum, verði áætlaðar 80 millj.. kr. Hæstu liðir hennar væru útgjöld vegna skipaleigu 37,5 millj. kr., skipa- viðgerðir 6 millj. kr., námskostnaður um 6 millj. kr., kostnað- FRJÁLS VERZLUN 133

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.