Frjáls verslun


Frjáls verslun - 20.06.1948, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 20.06.1948, Blaðsíða 14
ísland. VerzlunarjöfHuður okkar í raaí- mán. varð hagstæður um 7,7 millj. kr. Verðmæti útfluttrar vöru nam 35,8 millj. kr., en innfluttrar 28,1 millj. kr. Það sem af er árinu hef- ur innflutningurinn numið 156,3 millj. kr., en útflutningurinn 155,2 millj. kr. Viðskiptajöfnuðurinn er því óhagstæður um 1,1 millj. kr. miðað við 1. júní, en var á sama tíma í fyrra óhagstæður um 112 millj. kr. Skip þau, er keypt voru til landsins fyrstu fjóra mánuði árs- ins, eru talin með í innflutnings- verðmætinu. Þann 5. júní s.l. var undirritaður hér í Reykjavík viðskiptasamningur við Finnland. Aætlað er, að við- skiptin muni nema allt að 10 millj. kr. á hvora hlið. Samkv. þessum samningi munum við selja Finnum saltsíld, síldar- og fiskimjöl og salt- aðar gærur. í staðinn munum við kaupa af Finnum timbur, pappír og pappírsvörur. Einnig er gert ráð fyrir, að Finnar muni kaupa síldar- lýsi utan samningsins. Heildarframleiðsla þeirra 54 hraðfrystihúsa, sem standa að Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, varð ár- ið 1947 24 þús. smálestir af freð- fiski. Útflutningsverðmæti fiskjar- ins er um 70 millj. króna. Danmörk. Danska landbúnaðarráðuneytið hefur farið þess á leit við stjórnina, að hún festi kaup á dráttarvélum í Englandi fyrir 35 millj. kr. Eft- irspurnin eftir dráttarvélum er gíf- urleg í Danmörku, og Bretar eru lík- lega eina þjóðin, nú sem stendur. sem geta afgreitt talsvert magn ai' þeim. Danir eiga nú 7 þús. dráttar- vélar, en áætlað er, að minnst 75 þús. stykki þurfi í viðbót til þess að mæta eftirspurninni. Nýlega var undirritaður í Kaup- mannahöfn viðskiptasamningur milli Dana og Norðmanna. Við- skiptasamningur þessi gerir ráð fyr- ir gagnkvæmum vöruskiptum að upphæð 115 millj. kr., og kemur í stað samnings milli þessara tveggja frændþjóða, er gekk úr gildi þann 1. apr. s.l. Danir munu selja Norð- mönnum vélar, járn- og stálfram- leiðslu, rafmagnsvörur og útvarps- tæki, en munu fá í staðinn hvalolíu og ýmsar efnavörur. I J Bretland. Bretar fluttu út í marzmán. s.l. 19100 bifreiðir, eða 830 bifreiðir á 'hverjum vinnudegi, og nam verð- mæti bifreiðanna yfir 5 millj. sterl- ingspunda. Til samanburðar má geta þess, að bifreiðarnar voru 1 þús. stykkjum fleiri en Bandaríkin fluttu út í febr. s.l. Með öðrum orð- um, Bretland er nú sem stendur fremsta bifreiðaútflutningsþjóðin í heiminum. Beztu markaðir fyrir brezku bif- reiðarnar á fyrstu þremur mánuð- um þessa árs voru í Ástralíu, Belgíu, Nýa Sjálandi, Suður-Afríku, Banda- ríkjunum, Indlandi og Pakistan. Gífurleg eftirspurn er nú víða um lönd eftir brezkum bifreiðum, þrátt fyrir hrakspár um, að bifreiðar- gerðir þeirra væru ekki hentugar til útflutnings. Nuffield Exports Ltd. 'fluttu út 5070 bifreiðar í marzmán. Um 90% af allri brezkri vélsmíði er flutt út og myndar sú iðngrein aðalútflutningsvörur þjóðarinnar. Þann 31. marz s.l. voru í smíðum i Bretlandi skip fyrir aðrar þjóðir að burðarmagni 696 þús. tonn. Á sama tíma voru í smíðum í Banda- ríkjunum rúm 123 þús. fyrir aðrar þjóðir. Skipastóll í smíðum í öllum heiminum 31. marz s.l. nam rúmum 4 millj. bruttotonna, og voru Bret- ar að byggja 54,6% þessara skipa. en aðrar þjóðir 45,4%. Belgía. Fyrstu tvo mánuði ársins 1948 voru fluttar inn 10 þús. bifreiðir, af þeim voru 60% frá Bandaríkj- unum, 20% frá Bretlandi, en af- gangurinn frá Frakklandi og öðrum löndum. Belgíumenn munu flytja inn 1000 bifreiðir árlega frá Þýzka- landi, frá 1. apríl s.I. að telja. Bif- reiðarnar eru hinar svokölluðu „Volkswagen“, og mun söluverð þeirra vera 60 þús. frankar (um 345 sterlingspund), og er það nokkru hærra verð en í Þýzkalandi sjálfu. I Innflutningur landsins nam að verðmæti 7719 millj. frönkum í marzmán., en útflutningurinn 5671 millj. fr. Utflutningurinn fvrsta árs- fjórðung ársins liefur numið 17740 millj. fr., en innflutningurinn 21646 millj. fr. Belgía á við dollaraskort að búa eins og svo margar aðrar þjóðir, og útflutningur landsins til Bandaríkj- anna hefur stöðugt farið minnkandi. síðan á miðju árinu 1946. Aftur á 138 FRJÁLS verzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.