Frjáls verslun


Frjáls verslun - 20.06.1948, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 20.06.1948, Blaðsíða 3
ingsborg þeirra, Viborg. í hin- um miklu innanlandsþjóðflutn- ingum, sem af þessu leiddi, tók finnska ríkið upp þann hátt í hjálparstarfsemi sinni, að það lét hið uppflosnaða fólk leggja fram nokkurs konar efnahags- reikninga og greiddi síðan sam- kvæmt þeim allt að 70% þeirrar upphæðar, sem álitið var að þyrfti til að setja sig niður á nýj- an leik. Greiðslan fór að vísu ekki fram í peningum, lieldur ríkisskuldabréfum, sem hjálp- þegarnir seldu síðan sjálfir. Fyr- ir andvirðið reistu þeir sér byggðir og bú að nýju. Finnar eru dugnaðarforkar mestu og allra þjóða þrautseigastir. Þar um get ég tilgreint eina sögu, sem ég heyrði þar ytra: í Viborg bjó áður ríkur kaupmaður, sem átti m. a. miklar húseienir. Þegar Rússar lögðu undir sig borg- ina, hrifsuðu þeir af honum eigurnar, og fór hann þá burt úr borginni, slvupur og snauður að kalla. Hann setti sig þá niður á öðrum stað og hóf verzlunarrekstur á ný. En þar með er ekki sagðan sögð. Eins og kunnugt er, háðu Finnar og Rússar tvær styrjaidir á síðustu heims- stvrialdarárum, og í seinna stríðinu beirra í milli liertóku Rússar hinn nvja aðsetursstað kaup- mannsins og léku hann encru betur í annað sinn. Hann var samt ekki af baki dottinn, heldur flutti til höfuðborgarinnar, og nú í dag er svo komið. að bessi sami maður á 10—15 matvöru- bi'iðir í Helsinki. Kannske hefur hann líka ver- ið kosinn til binps í nýafstöðnum bin<Tkosning- um, a. m. k. hafði hann ásett sér að bióða sig fram. — Þannio- er finnska þjóðin upp til hópa, dugandi og æðrulaus. — Hvernig er humirFinna til sovétgrannanna? — Mér fannst andóðin til Rússa liggia alls staðar í loftinu, þótt Finnar fari ekki að jafnaði hátt með hana. — Hvort má sín meira í Finnlandi, einka- framtakið eða bióðnvtincrín? — Finnar hafa lítið hneigzt að ríkisrekstri og eru ekki hrifnir af honum. Það er rikiseinkasala með tóbak og vín, og iárnbrautirnar og snor- og strætisvagnar bæianna eru rekin með oDÍnberu fé. Þar með er udd talinn finnski ríkisrekstur- inn. Strætisvagnarnir og sporvagnarnir hafa til skamms tíma verið í eigu einstaklinga, sem greiddu háa skatta til ríkis og bæja af rekstri sínum, en nú hefur brugðið svo við, að rekstur- inn stendur ekki undir sér í liöndum hins op- inbera. Það er svipuð reyndin þar og hér. — Já, „það eru fleiri hundar svartir en hund- urinn prestsins" stendur einhvers staðar. — En svo við víkjum nú að öðru, hvað haldið þér um framtíðarviðskipti Finna og íslendinga? — Mér virðist að þau ættu að geta orðið mikil og hagkvæm. Finnar eru flestum þjóðum fremri í pappírs- og timburframleiðslu og bjóða þess- ar vörur sínar með góðurn kjörum. Þeir hafa líka mikla ágirnd á sjávar- og landbúnaðaraf- urðum okkar, svo að hagurinn af vöruskiptum ætti að geta orðið gagnkvæmur. Að lokum vil ég láta í ljós ánægju mína yfir förinni til Finnlands. Hún varð mér bæði gagn- leg og skemmtileg. Einna skemmtilegustu minn- ingarnar á ég fxá miðsuiuarshátíð Finnanna, sem ég var svo heppinn að geta tekið þátt í. Þá er siður hjá þeim að kynda bál og dansa og skemmta sér heila nótt án afláts, því að í hönd fer helgur dagur, jónsmessudagur. Það er undur- falleg sjón að líta elda og reykstólpa stíga upp víðsvegar á milli skógarbeltanna, í húmi og stillu næturinnar. Um þetta leyti var ég gestur á sveita- setri íslenzka ræðismannsins í Helsinki, Erics Juui'anto. Hann rækir embætti sitt af mikilli kostgæfni og tekur tveim höndum hverjum ís- lendingi, sem að garði ber. Hjá honum var af- bragðsgött að dvelja. — Þetta sé mitt síðasta orð: Ég vona að menningar- og viðskiptasambönd Finna og íslendinga aukist á næstu árum. r & FRJÁLS VERZLUN 127

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.