Frjáls verslun - 01.12.1952, Blaðsíða 1
14. ARG. 11.—12. HEFTI — 1952
Erum við vandanum vaxin?
Um hátíðimar, er menn hvíla sig frá önn
daasins, gefst tóm til íhugunar. Áramótin fara
i hönd, menn láta hugann hvarfla yfir liSna
árið, meðlœti þess og andstreymi, gera upp
reikniugana og hugsa sitt ráð. Það er gamall
siður að byrja nýja árið með góðum ásetning.
Þetta á ekki síður við um þjóðir en einstak’inga.
Hvemig eru reikningssldl okkar litlu þjóðar
um þessi áramót? Við erum orðin svo gegn-
sýrð af þeim hugsunarhœtti, sem fvlgir taum-
lausri togstreitu um skiptingu auðsins, að við
vegum velferð okkar aðeins í krónupeninaum
kaups, k'ara, afurðaverðs og verzlunarjafnaðar,
en gleymum allt of oft kiarna má'sins; þeim
gœðunum, sem ekki vorða metin til fjár, frels-
inu, sjálfstœðinu, tilveru sjálfrar þjóðarinnar.
Allt eru þetta jafnt andleg sem efnaleg verð-
mœti, hlekkir í sömu keðiu, og enginn þeirra
má bi'a, ef ekki á að h'jótast illt af. Þegar
reikningamir verða gerðir hér upp í þessum
fáu línum, verður því ekki einb'ínt á efnahags-
legu hliðina, heldur einnig og ekki síður höfð
huaföst þau verðmceti, sem mölur og ryð fá
ekki grandað.
Því miður verðum við að horfast í augu við
þá staðreynd, að reikningsútkoman er okkur
um þessi áramót mjög andstœð. Atvinnuveg-
irnir berjast í bökkum. Þeim örðugleikum höf-
um við mœtt með því að hœtta að vinna. Vold-
ugt stórve'di rœðst á bjargrœði okkar og beitir
okkur hörðu. Því svörum við með því að efla
til innbyrðisófriðar. Þetta stórveldi brýtur á
okkur alþjóðalög, en sjálfir fótumtroðum við
okkar eigin lög og beitum hvorir aðra valdi
eítir getu. Við erum ráðvilltir og neitum stað-
reyndum. Allir krefjast alls af öðrum, en ekki
neins af sjálfum sér. Ef einhver sýnir dugnað
og framtak, er séð ofsjónum yfir því, því eng-
inn má standa upp úr flatneskjunni. Sjálfir
vörpum við svo öllum áhyggjum á einhverja
opinbera forsjón, rikið eða bœjarfélögin. Kröf-
ur okkar og óskir stangast hvorar á aðrar.
Við vi’jum hœkkað kaup en lœkkaða dýrtíð.
Við viljum auknar framkvœmdir, en lœkkaða
skatta, og þannig mœtti lengi telja.
Það þarf enga sérlega bölsýni til, að þeirri
hugsun skjóti upp, hvort þjóð, sem þannig
hegðar sér, sé þeim vanda vaxin að stjóma
sér sjálf, hvort sundrungin muni ekki leiða til
upp'ausnar og upplausnin til ánauðar, því að
sundruð þióð er auðhremmdur biti fyrir erlend
stórveldi. Við skulum öll vona, að svo ógasfu-
lega takist ekki til. En það stoðar ekki að vona;
við verðum að vilja og vinna að því, að slíkt
hendi aldrei. Við verðum að gera okkur Ijóst,
að aðeins er til eitt ráð til þess að rétta við
hag okkar og tryggja sjálfstœði og tilveru
þjóðarinnar og það er samheldnin. Með sam-
taki verðum við að byggja upp þetta erfiða
land, og erfiðleikunum verðum við að mœta með
því að snúa bökum saman. Við erum öll í sama
bát, og lendi skipið í sjávarháska, bjargast
enginn öðrum fremur, af því að hann sé í
einni eða annarri stétt. Þá verður ekki farið í
manngreinarálit. Við verðum því að temja okk-
ur umburðarlyndi og skilning á kjörum hvers
Framh . á blí. 151.