Frjáls verslun - 01.12.1952, Síða 2
KLEMENS JÓNSSON:
Búílarlíf og bæjarbragur fyrir 80 árum
Búðirnar í Reykjavík voru um 1870 aðeins í Hafn-
arstræti, þó var ein í Aðalstræti (ég tel Fischefbúð,
nú Duus-búð, í Hafnarstræti). Hana átti Jóhann Heil-
mann, og var hún í litlu, svörtu húsi, þar sem Coghill
bjó síðar lengi, við hliðina á gestgjafahúsi Jörgen-
rens (Hótel fsland). í Glasgow, sem bar ægishiálm
yfir öll hús í Reykjavík, var þá verzlun um það leyti
að Iíða undir Iok. Þetta var eðlilegt; Hafnarstræti
var næst sjónum, og þarna höfðu búðirnar verið frá
því bærinn byggðist. Reykiavíkurbær í eiginlegum
skilningi var þá h'lið annað en kvosin með kota-
þorpunum umhverfis, Grjótaþorpinu og Hlíðarhúsa-
hverfi að vestan, og Þingholtshverfi og Skuggahverfi
að austan. ÖII húsin voru í miðbænum. Þó voru timb-
urhús byggð við Vesturgötu (sem þá hét Hlíðarhúsa-
stígur) vestur að Hlíðarhúsum, og við Bankastræli
(sem þá hét Bakarastígur) unn að Vegamótum. Svo
voru og nokkur hús neðst við Skólavörðustíg, og fram
með læknum að austanverðu, svo sem stiftamtmanns-
húsið. bakanið. latínuskólinn o.fl.
í flestar búðir var gengið úr Hafnarstræti. Þó var
í eira búð (Möllersbúð, síðan lengi Hótel Alexandra,
nú nr. 16) gengið úr bakgarðinum, fvrst í gegnum
dimman skúr og síðan inn í búðina, sem var svo
dimm, að komumaður gat í fyrstu ekki greint neitt.
Það, sem nútíðarmanni myndi fyrst breaða við að
sjá, var, hve afarhá búðarborðin voru, sjálfsagt hátt
á aðra alin. Frá einokunartímunum var meðfædd ó-
vinátta milli kaupmanna og landsmanna. Þeir síðar-
nefndu álitu, að kaupmenn notuðu hvert lækifæri til
að hafa af þeim fé, og töldu það því hvorki synd né
lagabrot að hnunla aftur frá kaupmanninum. Af þessu
hygg ég. að búðarborðin hafi verið höfð svona há
upphaflega. og svona héldust þau allt fram undir
1880. hó að slíkur hugsunarháttur væri þá almennt
útdauður. Borðið í þeirri búð, sem ég var í, var svo
hátt. að ég gat aldrei mælt léreft við það, nema með
því að standa í stiga.
Það var ekki verið lokka kaupendur að með því
Klemens Jónsson, fyrrum lamlritari, reit eftirfaramli
ffrein, off birtist hún í ,,Skírni“ lí>13. Ji'BJÁLS VERZI--
UN birtir hér ffreinina nokkuð stytta, J»ar sem hún
geymir merkileffan fróðleik um verzluharhætti or búð-
arlíf, ofí jafnframt bæjarlífið, litlu eftir 1870. Sjálfur
var Klemens búðardrensur liér í bæ á þeim árum, og
því nákiinnu^ur þessum máluin. Er fróðlefft fyrir unpu
kynslóðina nú á dög’um að kynnast lítillefija bæjarlífinu
í bá dafi;a.
aí? áuglýsa vörur í blöðunum. Þers gerðist heldur ekki
þörf, allir vissu hvar hvers um sig var að leita, því að
búðirnar voru ekki svo margar eða fjölskrúðugar. Það
var heldur ekki verið að tæla menn inn með því að
trana vörunum fram í gluggana, enda var það ekki
hægt, því að bæði voru þeir fáir og smáir, og svo
voru á hverju kvöldi settir hlerar fyrir þá að innan
(í sumum búðum voru þó hlerar að utan), og því
hefði það verið mikið umstang að flytja til og frá í
gluggunum. 1 minni búð voru tveir gluggar. Undir
öðrum stóð skrifpúltið, og birtan var ekki svo mikil
fyrir, að ástæða væri til að skerða hana. En í hinum
voru tvær glerkrukkur, í annari voru sápustykki. sem
kostuðu túskilding hvert, og í hinni var brjóstsykur.
Þetta var öll sýningin, og ekki voru gluggarnir fjöl-
skrúðugri í öðrum búðum.
Á sumrum, einkum um lestatímann, því þá var af-
armikið að gera, voru búðir opnaðar kl. 6 að morgni
og lokað venjulega kl. 8 að kvöldi, oft gat það þó
dregizt lengur. En á vetrum voru þær eigi opnaðar
fyrr en kl. 8, eða jafnvel seinna, en lokunartími var
eigi viss. Það var nefnilega þá alsiða, að búðirnar
voru fullar af fólki, sem ekkert keypti. Menn hímdu
þarna, þegar ekkert var að gera, sumpart af því, að
þar var þó hlýrra en úti, eða heima í kotunum, og svo
voru þeir að doka eftir því, að einhver náungi eða
búðarþjónarnir gæfu þeim í staupinu, hvert handar-
vik var þá borgað með „snaps“. Þar sem nú þyrping-
in í búðinni fór vaxandi eftir að rökkva 'tók, gerðist
þar venjulega hávaði mikill, sem oft endaði í illind-
114
FRJÁLS VERZLUN