Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1952, Qupperneq 6

Frjáls verslun - 01.12.1952, Qupperneq 6
H. Th. A. Thomsen. Hannes St. Johnsen. Hans A. Sivertsen. STYRKTAR- OG SJÚKRASJÓÐUR VERZLUNARMANNA 85 ÁRA Einhver merkustu samtök, sem verzlunarstéttin hér í Reykjavík hefur staðið að, er stofnun Styrktar- og sjúkrasjóðs verzlunarmanna, er varð 85 ára 24. nóv- ember s.l. Upphaf sjóðsstofunar þessarar er fyrst hreyft í Kaupmannafélaginu í Reykjavík eða Hand- elsforeningen. Ekki er vitað með vissu, hver hafi átt upptök að stofnun sjóðsins Handelsforeningen var einskonar klúbbur reykvískra kaupmanna og verzlun- arstjóra, en þessháttar klúhbar höfðu verið hér til frá því um byrjun aldarinnar. Verzlunarmenn í Reykjavík hafa oft látið sér annt um ýmis framfara- og félagsmál í bænum. Komu þeir t.d. mjög við sögu skólamála og heilbrigðismála í bænum, en það verður ekki rakið nánar hér. Gengið var frá stofnun sjóðsins í samkomustað Handelsforeningen í Hafnarstræti 16, og er hann tal- inn stofnaður 24. nóvember 1867. Sjóðurinn var ekki sjálfstætt félag eða fyrirtæki, heldur þáttur í starf- semi Handelsforeningen — og var svo til 1873. Reglugerð sjóðsins var samin á dönsku — Statuer for Reykjaviks Handelsforenings Understöttelses- og Sygekasse — og samkvæmt fyrstu greininni eru félag- ar Kaupmannafélagsins einnig reglulegir félagar sjóðsins, en aðrir verzlunarmenn, sem greiða gjald til stofnunar sjóðsins, geta einnig orðið hluttakendur í honum. í reglugerðinni er starfssvið sjóðrins ákveðið verzl- unarstaðirnir við Faxaflóa, að meðtöldum Búðum og Keflavík. Tekjur sjóðsins áttu að vera: 6 marka inn- tökugjald, 16 marka ársgjald, greitt ársfjórðungslega, og svo nokkrir aðrir lausari tekjustofnar, sem bentu ótvírætt til hins nána sambands sjóðsins við Kaup- mannafélagið og klúbblíf þess. Tckjuafgangur af leigu fyrir húsnæði félagsins átti að renna til sjóðsins, enn- fremur sektir þær, sem fclagar kýnnu að verða dæmd- ir í fyrir vanrækslu í félaginu, og loks tíund af spila- gróða á fundum félagsins. Þriggja manna stjórn, kos- in til þriggja ára í senn, fór með málefni sjóðsins, en tveir endurskoðendur áttu að líta eftir fjármunum hans mánaðarlega, en stjórnin átti að ráðstafa þeim á arðvænlegan en öruggan hált. Vöxtunum af höfuð- stól sjóðsins eða þeim hluta þeirra, sem ákveðinn yrði, skyldi stjórnin verja „til styrktar verzlunar- mönnum eða munaðarleysingjum þeirra, sem óverð- skuldað eru sviptir atvinnuvegi sínum, annað hvort sökum veikinda eða annarra óhappa, er að kunna að bera og fljótrar hjálpar þarf.“ Stofnendur sjóðsins munu hafa verið 21 að tölu, og í fyrstu sjóðsstjórn voru kosnir H. rh. A. Thomsen, formaður, og Hannes St. Johnsen og Hans A. Sivertsen, verzlunarstjóri. Unnið var kappsamlega strax í upphafi að afla sjóðnum nýrra félaga. Um áramótin 1869—70 eru félagar sjöðsins orðnir 70, og ári síðar er fyrst veitt- ur styrkur úr sjóðnum, en hann var þá orðinn rúmar 5 þús. krónur. Verzlunarstéttin var á ýmsan hátt dansklunduð á 118 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.