Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1952, Page 13

Frjáls verslun - 01.12.1952, Page 13
E. Ó. P.: „Það eru ekki aðrir meiri Skugga’Sveisíar hér á landi(( JJ ólaleikrit Þjóðleikhússins í ár er ,.Skugga-Sveinn,“ eftir Matthías Jochumsson. Leikrit þetta hefur löng- um átt miklum vinsældum að fagna, enda þjóðlegt og efnið landsmönnum hugleikið. Nem- endur „Lærða skólans" í Reykjavík sýndu leikritið fyrst fyrir um 90 árum, og síðan hefur það verið sýnt oft, bæði hér í Reykjavík og víðs vegar út um land. Hlutverk Skugga-Sveins leikur að þessu sinni Jón Aðils, en þeir eru orðnir margir, sem hafa spreytt sig á hlutverki þessu um dagana. Engum getgátum þarf að því að leiða, að þekktasti Skugga-Sveinn okkar er einn af heiðursfélögum V. R. og fyrrum formaður félagsins, Erlendur Ó. Pétursson, forstjóri Sameinaða, eða E.Ó.P., en undir því heiti þekkja landsmenn hann bezt. Hann hefur leikið hlutverkið oftast allra manna eða alls 76 sinnum. Þéttur á velli og með þrumandi röddu túlkaði E.Ó.P. sinn Skugga- Svein á áhrifamikinn hátt á leik- sviðinu í K.R.-húsinu fyrir 20 ár- um, og verður sú túlkun öllum minnisstæð, er til sáu. E.Ó.P. hefur rifjað upp á skemmtilegan hátt afskipti sín af leikstarfseminni, og þá auðvitað fyrst og fremst Skugga-Sveins-hlutverkinu, eins og lesendur geta kynnt sér hér á eftir. Þess má einnig geta, að E.Ó.P. hefur ekki látið við það eitt sitja, að vera á laiksvið- inu, heldur hefur hann að auki samið 5 revýur fyrir sitt ágæta félag K.R. „Hvað leikstarfseminni viðvíkur, þá veit ég naum- ast hvort hreif mig fyrr, hún eða íþróttirnar. Árið 1910 stofnaði ég Leikfélag Vesturhæjar, og 17 ára að aldri lék ég Skugga-Svein í fyrsta skipti, í stóru pakk- húsi, svokölluðuin Stóra-Hala, við Bræðraborgarstíg. — Leiktjaldamálari var Areboe Clausen, en sjálfur var ég leikstjóri. Ég tókst ekki aðeins á hendur hlut- verk Skugga-Sveins, heldur einnig hlutverk Grasa-Guddu — og geri svo aðrir betur! Bæði þessi hlulverk lék ég 15 sinnum, veturinn 1911—12, en einu sinni gerði ég alveg óvænta lukku, en hefði þótt betur, að ég hefði aldrei gert hana. Ég var þá að leika Skugga-Svein, en allt í einu tekur allur áhorfenda- skarinn að hlæja, hró]ia og klappa, svo að ég hélt að þakið ætleði af húsinu. Vita skuld varð ég geypi hamingjusamur yfir þeirri storm- andi hrifningu, sem ég vakti. Ég vandaði nú leik minn ennþá meir, skældi mig, gretti og öskraði meir en nokkru sinni. Allt í einu var ég nærri dottinn. Þá uj)pgötvaði ég þá hræðilegu staðreynd, að ég hafði misst niður um mig jiilsið — hennar Grasa- Guddu — og það þótli áhorfendum merkilegur Skugga-Sveinn, sem var í kvenpilei innan undir gærufeldinum. — í það skipti tók ég hundrað metra sprett út af leiksviðinu — með pilsið á hælun- um — og án þess að ljúka við setninguna, sem ég var hálfnaður með. Alls hef ég gerzt útileguþjófur 76 sinnum á ævinni — þ.e.a.s. í hlutverki Skugga-Sveins. Þar af 31 skipti veturinn 1922, þá til ágóða fyrir Ólympíusjóð knatt- spyrnumanna, og tíu árum síðar 30 sinnum í K.R.- húsinu til ágóða fyrir mitt ágæta félag. — Það eru ekki margir aðrir meiri Skugga-Svein- ar hér á landi — og það tel ég mér á sína vísu til ágætis“. K.Ó.l*. í Rervi Skug-ga-Svcinti. FRJÁLS verzlun 125

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.