Frjáls verslun - 01.12.1952, Qupperneq 18
Aðsetur frönsku nýlendumálastjórnarinnar í Oran.
Þegar við erum komin út úr Arabahverfinu, hóum
við á bíl. Þegar við erum sezt inn í bílinn og búin að
semja við bílstjórann um gjaldið, munum við allt í
einu eftir því, að okkur hefur að mestu láðzt að heiðra
bjórstofur borgarinnar með nærveru okkar og eru
nú síðustu forvöð að bæta úr því. Við biðjum bílstjór-
ann, sem kveðst heita Ali Baba, að vísa okkur á bjór-
stofu, og tekur hann því glaðlegar en þótt við hefðum
beðið hann að vísa okkur á himnaríki, enda ekki víst,
að hann hefði ratað eins vel þangað. Ég spyr Ali Baba,
hvort hann sé ekki töframaður, eins og nafni hans úr
ævintýrunum, og lætur hann alldrýgindalega yfir því.
Ég býð honum þá sígarettu og rétti honum vindlinga-
veski með þeim orðum, að hann verði að opna það
sjálfur, ef hann vilji fá sígarettuna, en veskið er með
ofurlílilli galdralæsingu, og hafði ég keypt það fyrir
fáeinum mínútum af hrokkinhærðum þrekkjúða á
sölutorginu í Arabahverfinu. Ali Baba setur upp Ed-
isonssvip og reynir að opna veskið, en allt kemur
fyrir ekki. Hann fer með töfraþuluna á Afríku-
frönsku sinni: „Sesam, ouvrez toi“, „Sesam, opnist þú“j
en Sesam opnast ekki. Þetta hlýtur að vera einhver
plat-Ali svindil-Baba, og ég verð að lokum að opna
fyrir hann veskið. Hins vegar er hann enga s'tund að
finna fyrir okkur bjórstofu, og þegar við erum ný-
sezt inn í bílinn að fenginni afgreiðslu þar, segist
hann vita af annarri bjórstofu ennþá betri, og hún sé
einmitt í leiðinni. Mann getur iðrað þess lengi, ef
maður lætur undir höfuð leggjast að drekka þann
bjór, sem verður á vegi manns, svo það er ekki um
annað að ræða en að hlýta leiðsögn AIi Baba í bjór-
málinu, og þegar við komumst loks niður að skipi,
eru þær orðnar nokkuð margar bjórstofurnar, sem hafa
orðið á leið Ali Baba og okkar, enda eru þá liðnar
tuttugu mínútur fram yfir þann tíma, sem við höfðum
samið um við Ali Baba. Um þessar tuttugu mínútur,
sem farið bafa í að ræða bjórfrumvarpið í Oran,
ætlum við auðvitað að reyna að semja við Ali Baba,
á jafnréttisgrundvelli og helzt þannig, að báðir hagn-
ist, en þá er eins og hinn vingjarnlegi og glaðlegi Ali
Baba-svipur hafi skyndilega þurrkast af andliti bíl-
stjórans, en í staðinn er eins og sviðinn inn í ásjón-
una svipur hinna fjörutíu ræningja. Þessar tuttugu
mínútur eiga að verða okkar dýrari en klukkutíminn,
sem við höfðum samið um fyrirfram. En þess háttar
trakteinent látum við ekki bjóða okkur, og við förum
til lögregluþjóns, sem stendur á bryggjunni, skýrum
honum frá málavöxtum og spyrjum, hvað sanngjarnt
sé að borga. Að fengnum úrskurði hans, fáum við
honum peningana og biðjum hann að afhenda Ali
Baba þá, þegar hann sé búinn að átta sig. Meðan í
þessu stappi stendur, hafa hinir farþegarnir farið um
borð, en AIi Baba stendur í miðjum skipsstiganum,
hinn vígamannlegasti, og steypir yfir mig orðaflaumi
á Afríkufrönsku sinni og er svo fljótmæltur, að ég
skil ekki stakt orð, og tel ég það ekki með skaða
mínum, enda sennilega ekki misst af miklu. Ég fer
mér að engu óðslega, læt Ali Baba þusa, en fer að
skoða varninginn hjá pröngurunum, sem híma ennþá
við skipshliðina í þeirri veiku von, að þeir geti kom-
ið út þó ekki sé nema einu ilmvatnsglasi. Þeir hafa
lækkað verðið mikið síðan í morgun, cn það er enn-
þá alltof hátt, og þeim skal reynast seintekinn gróði
að hafa hestakaup við Sumarliða póst.
Mér verður litið um borð. Þar er sýnilega allt bú-
ið til brottferðar og aðeins beðið eftir því, að síðasti
Mohikaninn komi sér um borð. En Ali Baba stendur
ennþá í skipsstiganum og ætlar sýnilega að varna
manni að komast um borð. Lögregluþjónninn stendur
á bryggjunni og gerir sig ekki líklegan til að fjar-
lægja Ali Baba, þá það. Chcun tue ses puces a sa
facon, eins og þeir segja í Parísarborg, eða: sérhver
drepur sínar flær með sínu lagi. Sinn er siður í landi
hverju, og hér í Oran verður maður víst sjálfur að
vera sinn eigin lögregluþjónn. Langt er nú síðan
maður hefur brugðið sér í eina bröndótta, en það
verður víst ekki hjá því komizt að reyna, hvað eftir
er af manni, eða hvort það er nokkuð, og rifja upp
það litla maður lærði einu sinni í jiu-jitsu. En bezt
er að fara að öllu með hægð fyrst, ganga að Ali Baba
og segja með alvöruþunga: „Sesam, ouvrez toi!“ og
ef það dugir ekki, verður að tala við hann á máli, sem
hann getur ekki misskilið. Ég er að byrja að fara úr
frakkanum, en þá gerizt allt í einu kraftaverkið. Ali
Baba tekst skyndilega á loft, svífur framhjá mér með
eldingarhraða, eins og fljúgandi diskur, landar á
130
FRJÁLS VERZLUN