Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1952, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.12.1952, Blaðsíða 20
Leyndardómur „Fljúgandi diskanna" Hinir svonefndu „fljúgandi diskar“ eru tið um- ræðuefni manna á meðal nú til dags. Enda þótt menn leggi aimennt varhug við að trúa um of á allar þær sögur af þessum furðulegu fyrirbrigðum, þá er því þó ekki að leyna, að ýmsir opinberir aðilar í þeim löndum, þar sem flertar sögur hafa komist á kreik um loftsýnir þessar, hafa vakandi auga með öllu því, sem gerist í þessum málum. Hernaðaryfirvöld hafa tekið þau til alvarlegrar íhugunar, enda þótt forðast sé að gefa opinberar upplýsingar, ef hægt er að kom- ast hjá því. Álitið er þó óvéfengjanlegt, að „fljúgandi diskar“ muni vera til í einni eða annarri mynd. Bandarískur blaðamaður að nafni Frank Scully hef- ur lagt á sig ótrúlega mikla vinnu við að safna gögn- um og viða að sér frásögnum um hin merkilegu loft- fyrirbrigði. Hann hefur ferðast frá einum stað til ann- ars um þver og endilöng Bandaríkin og rætt við fólk, sem telur sig hafa séð „diskana,“ hann hefur haft samband við vísindamenn og háttsetta flugforingja, blaðað í gegnum óteljandi skýrslur, sem fólk hefur gefið til staðfestingar því, sem það hefur séð — og er aldrei í nokkrum vafa um að sé annað en rétt. Að hvaða niðurstöðum hefur svo Frank Scully komizt með eftirgrenslan sinni? Fyrftu fréttirnar um „fljúgandi diskana“ má rekja aftur til 29. júní 1947. Þann dag var kaupsýslumaður nokkur, Kenneth Arnold að nafni, á flugi í einkaflug- vél sinni yfir Washington fylkinu í norðvesturhorni Bandaríkjanna. Skyndilega sá hann sterkan biarma slá á annan væng vélarinnar, og er hann leit til hlið- ar, sá hann blara við sér að því er virtizt níu lotför í skipulegri röð, og stefndu þau í áttina að fjallgarð- inum Rainier. Var engu líkara en þau væru bundin saman með snúru, svo skipulegt virtist flug þeirra. Arnold veitti því eftirtekt, að þau voru á stærð við venjulega farþegaflugvél og að fjarlægðin frá flug- vél han? mun hafa verið milli 30 og 40 km. Hann sá þessa fljúgandi hluti í um það bil þrjár mínútur, og virtist honum þeir vera flatir sem steikarapanna, og glampinn af þeim var svo mikill, að hann yfirgnæfði sólina, enda þótt hún væri sérstaklega sterk þennan dag. Hraði þessara hluta reiknaðist honum til að væri um 2000 km. „Ég hef aldrei séð þvílíkan hraða á nokkrum hlut,“ komst Arnold að orði, þegar hann lýsti þessu fyrirbæri síðar. Nú fóru að streyma fréttir um þessa svonefndu „fljúgandi diska“ hvaðanæfa úr Bandaríkjunum, sér- staklega þó frá vesturfylkjunum, og jafnvel í Evrópu kváðust menn sjá þessi flatlöguðu loftför jjjóta um himinhvolfið með geysilegum hraða. í janúar 1948 skipaði bandaríski flugherinn rannsóknarnefnd, sem fjalla átti um þessi mál. í árslok 1949 taldi nefndin sig hafa lokið rannsóknum sínum. í skýrslu, sem nefndin sendi frá sér, segir, að tekin hafi verið til meðferðar 240 mál í Bandaríkjunum og 30 í öðrum löndum um furðusýnir þær, sem settar höfðu verið í samband við „fljúgandi diska“. Sannað var, að í 60 af hverjum 100 tilfellum hafði verið um þekkta hluli í loftinu að ræða, svo sem loftbelgi o.f 1., sjónvillur eða hreinlega ímyndanir. Nefndin hafði hinsvegar enga viðunandi skýringu getað fengið á 34 tilfellum, sem tekin höfðu verið til rannsóknar. Bandarífki flug- herinn tilkvnnti, að haldið yrði áfram að rannsaka allar þær frásagnir um óvenjulega hluti í loftinu, sem álitnar væru þýðingarmiklar. Ein beirra furðusagna, sem rannsóknarnefndin tók til meðferðar, gerðist í júlí 1948 yfir fylkinu Ala- bama í Bandaríkjunum. Flugstjórarnir C. S. Chiles og John B. White voru í áætlunarflugi. þegar þeir svo til samtímis komu auga á vængjalaust loftfar um það bil 30 metra langt og í lögun einna líkast vindli. Það þaut framhjá flugvél þeirra félaga með ofsahraða í svo sem 200 metra fjarlægð. „Það var engu líkara en þeir, sem stjórnuðu þessu farartæki, hefðu komið auga á okkur,“ skýrði Chiles frá seinna. „Það skauzt fram fyrir okkur og hækkaði skyndilega flugið spú- 132 FRJÁIiS. VE'RZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.