Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1952, Page 21

Frjáls verslun - 01.12.1952, Page 21
andi eldblossa aftan úr sér. Þrýstingurinn frá því var svo mikill, að Dakota-flugvélin okkar skalf öll og nötraði eins og við hefðum lent í þrumuveðri.“ Chil- es, flugstjóri, sagði ennfremur, að ljósið inni í þessu farartæki hefði verið svo sterkt, að það hefði minnt einna helzt á magnesiumbjarma. Frá hliðum þess skein sterkur bláleitur hjarmi einna líkastur neonljósi. Hin- ir rauðgulu blossar, sem það spjó aftur úr sér, teygðu sig 10 til 15 metra út í loftið, en hraði þessa farar- tækis var áætlaður um 1200 km. Þær frásagnir, sem hér hefur verið minnst á, eru á meðal þeirra 34, sem rannsóknarnefndin varð að sætta sig við að skilgreina sem óráðnar gátur. Bandaríski flugherinn hefur ekki viljað staðfesta neitt í þessu sambandi, en kenning Frank Scullys í málinu er á þessa leið: Hvort sem hlutirnir eru í laginu eins og diskar eða vindlar, þá er eitt víst, að hér er um að ræða farartæki, sem ferðast um geiminn frá annarri plánetu (sennilega Venus). Þeim er stjórnað af skyni- bornum verum, sem eru fremri okkur jarðarbúum hvað snertir tæknilega þróun. Til að færa sönnur á kenningu sína, hefur Scully fyrir sér rannsóknir og niðurstöður frægs bandaríks vísindamanns, sem hann nefnir dr. G. Eftir því, sem Scully skýrir frá, þá hef- ur dr. G. í fórum sínum nákvæma lýsingu á því, þeg- ar fyrsti „fljúgandi diskurinn“ lenti í Bandaríkjun- um. Annar „diskur“ hafði lent í Bandaríkjunum. Annar „diskur" hafði lent nokkru áður á Sahara eyði- mörkinni, en hann hafði gjörsamlega eyðilagzt. Dr. G. var að störfum við rannsóknarstöð eina í Banda- ríkjunum, þegar vart varð skyndilega við hlut í him- inhvolfinu, sem menn báru ekki kennsl á. Sást hlut- urinn í ratsjá rannsóknarstöðvarinnar, í fyrstu í óra fjarlægð, en færðist með miklum hraða í áttina til til jarðar unz tæki stöðvarinnar gáfu til kynna, að hann hefði lent. Var nú í skyndi hafist handa um að rannsaka lendingarstaðinn, sem enn var ókunnur. Nokkrir flugforingjar úr bandaríska flughernum lögðu upp frá flugstöðinni í Durango í Kaliforníu og hugðust leita þess staðar, þar sem hluturinn hafði komið til jarðar. Var leitað á stóru svæði, og eft- ir nokkurn tíma komu menn auga á þetta dularfulla farartæki á há- sléttu nokkurri austur af borginni Aztec í New Mexico. Varðflokkar voru þegar sendir að staðnum eft- ir að kunnugt var orðið um fund- inn. Dr. G. og sjö af samstarfsmönnum hans voru þvi næst fengnir til þess að að takast ferð á hendur og rannsaka hið dularfulla farartæki, sem lent hafði á auðn New Mexico fylkis. Þeir héldu sér í nokkurri fjarlægð frá staðnum í nokkra daga og framkvæmdu geislarannsóknir með margvíslegum mælitækjum til þess að komast að raun um, hvort hætta stafaði af því að snerta farartækið eða koma fast að því. Menn komust senn að raun um það, að farartækið var hættu- laust, og ekkert líf virtist sýnilegt inni í því eða í grennd. Engar dyr voru neinsstaðar sjáanlegar á því, en ein rúða var brotin, og var hún úr einhverskonar glerlíkingu. Til þess að sjá betur inn í farartækið voru gluggar brotnir í sundur með langri stöng. Gaf nú að líta 16 lík inni í farartækinu, og voru þau um 90 cm. til 1 meter á hæð. Reynt var að finna einhvern inngang í loftfarið, og var stöngin notuð til þess að brjóta upp eitthvert op, ef ske kynni, að það gæfi undan, þegar hún var rekin með afli í hliðarnar. Allt í einu hrukku opnar dyr, sem ekki var hægt að sjá marka fyrir að utan frá. Hin smávöxnu lík voru nú borin út úr loftfarinu og lögð til hliðar fyrir utan það. Þau litu ekki út fyrir að vera af raunverulegum dvergum — vaxtarlag allra lima virtist samsvara sér eðlilega, og ekkert óvenju- legt var að sjá í sambandi við þessa smávöxnu menn annað en vöxtinn. Hinsvegar var hörundslitur þeirra óvenju dökkur, og líkastur því, að þeir hefðu brennzt af miklum hita eða loftþrýstingi, sem brotni glugginn hefur orsakað. Þessi dularfulli farkostur líktist einna helzt gríðar- stórri undirskál á hvolfi, og reyndist hann vera 30 metrar í þvermál. Farrýmið, sem stóð að nokkru upp Framh. á bls. 138. 133 F.RJA'LS. VERZ-LUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.