Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1952, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.12.1952, Blaðsíða 23
Smárablaðs-búsáhöld tilbúin til afprreiðslu úr verksmiðju. kynna vörurnar, og hefur sölustjóri verksmiðjunnar, J. Thorsen, árlega komið hingað til landsins til þess að kynna sér þær sérstöku óskir, er íslenzkir seljend- ur og notendur hefðu fram að færa viðvíkjandi fram- leiðslu smárablaðsvaranna. Verksmiðjan hefur einnig lagt mikla vinnu í að aðstoða búsáhaldaverzlanir þær, sem selja smárablaðsvörur, við að koma upp smekk- legum gluggasýningum, og hefur auglýsingadeild verksmiðjunnar látið gera ýmsar gerðir af mjög smekklegum sýningarspjöldum með íslenzkum texta. ALUMINIUM var fyrst uppgötv- Ei,m af vinnusoium ' . verksmiðjunnar. að at ungum Bandankjamanm, Framlciðsla hafin. Charles Martin Hall, þann 23. febrúar 1886. 1 fyrstunni fékkst enginn til þess að sinna þessari uppgötvun unga mannsins. Það var fyrst tveim árum seinna, sem byrjað var í smáum stíl að framleiða aluminium. En í dag eru óteljandi hlutir framleiddir úr aluminíum, allt frá títuprjónum til flugvéla. Alum- iniummálmur finnst hvergi frír í jörðu, en er einkum framleiddur úr steintegund, er nefnist báxit og er leir- kennd steintegund mynduð úr aluminíumhydroxydi, sem blandað er ýmsum öðrum efnum. Báxit fannst fyrst við Les Baux í Suður-Frakklandi, og er nafnið dregið af staðnum. Einn af fyKtu hlutunum, sem bú- inn var til úr aluminium, var tepottur. Aluminium- málmur er mjög heppilegur til framleiðslu á eldhús- suðuáhöldum alls konar, sökum þess að hann heldur svo vel í sér hita, og auðvelt mjög er að hreinsa áhöld framleidd úr aluminium. Aluminiummálmur er einnig mjög léttur og því mjög heppi- legur í flugvélaframleiðslu og er því mjög þýðingarmikið efni í hergagnaframleiðslu. Aluminium er notað í alla mögulega hluli: málningu, niðursuðudósir, yfir- byggingu skipa, til umbúða t. d. á sígarettum, sælgæti o.f 1.; heil hús eru byggð úr aluminium, svo að nokkuð sé nefnt, og fjölgar stöðugt þeim hlutum, sem eru framleiddir úr þessum ágæta málmi. VerkamaÖur viö rennibekk í verksmiðjunni

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.