Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1952, Side 24

Frjáls verslun - 01.12.1952, Side 24
OSCAR CLAUSEN: FBÁ FVItSTi; Aeatfgum fiíjAlsrar vebzlunab VB. GBEIN l Hans Hjaltalín, kaupmaður á Stapa Hann var sonur Odds lögréttumanns Hjaltalín á Rauðará við Reykjavík, en bróðir Páls eldra verzlun- arstjóra í Grunnasundsnesi, Séra Jóns á Breiðabóls- stað og Guðrúnar konu Ólafs Thorlacius á Bíldudal. Hans gaf sig ungur að verzlunarstörfum og var einn þeirra fáu íslendinga, sem var í þjónustu einokunar- verzlunarinnar. Hann var mörg ár undirkaupmaður á Isafirði eða fulllrúi hjá Hermanni Tystrup, ssm var yfirkaupmaður á ísafirði og Dýrafirði. Þau árin, um 1770, var Jón bróðir hans hjá honum við verzlun- arstörf. Svo kom Hans Jóni til Séra Jóns Ásgeirssonar á Mýrum í Dýrafirði, og Iærði hann þar undir skóla, gekk svo í Skálholtsskóla og varð prestur á Hálsi í Hamarsfirði árið 1777. ÖIl árin, sem Séra Jón var í skóla, fór hann að sumrinu vestur á Skutulsfjarðar- eyri (Isafjörð) og var hjá Hans bróður sínum og af- henli þar alla utanbúðavörur.1) Árið 1781 var Hans Hjaltalín „assistent“ við konungsverzlunina í Grund- arfirði, en árið eftir varð hann verzlunarstjóri á Sta]>a.2) — All.s var hann 21 ár í þjónustu verzlunar- innar, þar af fjögur árin síðustu verzlunarstjóri henn- ar á Stapa og Búðum. Hann var annar þeirra einu Is- lendinga, sem komust svo hátt að verða verzlunar- stjórar konungs, en hinn var Björn Thorlacius á Húsa- vík. — Þegar konungsverzlunin hætti, keypti hann verzl- anirnar á Stapa og Búðum og hafði aðsetur sitt á Stapa, en verzlunarstjóra á Búðum. Síðustu áratugi 18. aldar og fyrstu áratugi 19. aldar voru afar erfið ár til verzlunar vegna harðæra og styrjalda. Það var því erfitt fyrir félitla menn að taka við verzlunarstöð- um konungsverzlunarinnar, en það bætti þó úr, að stjórnin vildi létta undir með þeim, með því að selja þeim verzlunarstaðina og skipin með svo vægu verði og hagkvæmum borgunarskilmálum, en þetta dugði D Lbs 1284 4to bls. 189. 2) Sbr. Meðlimaskrá Hins ísl. Lærdómslistafélags. samt ekki, því að flestir þeirra, sem keyptu verzlan- irnar komust í greiðsluþrot, þegar á fyrstu árum, en stjórnin gjörði enn meira til þess að styrkja frjálsa verzlun. — Sölunefnd konungsverzlananna, „Den kongelige Is- landrke og Finmarske Handel Realisation Commiss- ion,“ starfaði allt fram yfir 1820, eða rúm 30 ár, því að svo langur frestur hafði verið gefinn á greiðslu andvirðis verzlunarstaðanna. Danska stjórnin tók þá ákvörðun, að söluverð eignanna skyldi leggjast í sér- stakan sjóð meðan á sölunni stæði. Nefndin réði yfir þessum sjóði og veitti, að fyrirlagi stjórnarinnar, ís- lenzkum kaupmönnum lán úr honum til reksturs verzl- unum sínum. Þessi lán voru mjög hagkvæm og urðu, án efa, oft til þess að gjöra kaupmönnum kleift að hirgja verzlanir sínar kornvöru og öðrum nauðsynjum og afstýra þar með vöruskorti og hungri í landinu. — Eitt slíkra lána fékk Hans Hjaltalín hjá nefndinni árið 1806, að upphæð 15000 Rd., er hann skyldi end- urgreiða með 1000 Rd. á ári næstu 15 árin.3) Þó að Hjaltalín yrði að fá þetta lán hjá sölunefndinni, var það þó ekki vegna þess, að hann væri ekki eínaður maður, en orsökin var sú, hversu erfitt var um reksturs- fé í þeirri kreppu, sem J>á lá yfir allri Evrópu vegna Napoleons-styrjaldanna. — Hjaltalín setti líka nefnd- inni fulla tryggingu fyrir láni sínu og veðsetti henni með 1. veðrétti, verzlunarstaði sína á Stapa og Búðum með öllu tilheyrandi ásamt 14 jörðum, er hann átti á Snæfellsnesi og suður um Mýrar, en þær voru samtals 254 hundruð að dýrleika og svo að lokum 4 hlutabréf í St. Croix-sykurverksmiðjunum í Kaupmannahöfn. — Sama árið fékk Hjaltalín annað lán í viðbót hjá nefndinni að upphæð 4000 Rd. og veðsetti þá kaup- skip sitt, sem hét Elísabeth og var um 80 smálestir, því til tryggingar ásamt 2. veðrétti í fyrrtöldum jörð- um. — Ekki voru þó lán þessi alveg kvaðalaus, því 3) Sbr. Veðmálabók Snæfellsnessýslu. 136 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.