Frjáls verslun - 01.12.1952, Qupperneq 27
Skerpið athyglina!
Fljótt á litið virðast báðar þessar myndir vera eins. I>egar betur er að ffáð,
eru 8 inismunandi atriði í myndinni til hœgri frábrugðin því sem er að sjá
á myndinni til vinstri. Geturðu séð í hverju mismunurinn er fólginn? — Sjá svör á bls. 150.
ÆVINTÝRI I RÖM
Fmmh. aj bls. 121.
þá ekki um annað að ræða fyrir niig en að veita kök-
unni móttöku og þakka fyrir. Svo hvarf hávaxna ver-
an í þvöguna, en ég stóð eftir mcð kökuna, harðá-
nægð yfir þessari óvæntu gjöf, enda þótt cg mætti
þola stríðnina frá félögum mínum, sem dundi á mér
lengi á eftir. Ekki gat ég samt betur séð en þeir hefðu
góða lyst á kökunni, enda var hún mjög ljúffeng.
Sjálfsagt hefur þetta allt saman verið eintómt aug-
lýsingabrell fyrir verzlunina, sem sendi frá fér kökuna.
Allar leiðir liggja frá Róm.
Þegar við fórum frá hótelinu út á flugvöll morgun-
inn eftir, komum við að stórri torgsölu, þar sem með-
al annars voru seld allskonar blóm. Datt einhverjum
í hug, að gaman væri að stoppa og kaupa blómvönd
til að hafa með sér heim, og auðvitað fylgdist ég með
til að fá mér hlóm eins og hinir. Þegar ég ætlaði að
borga, stakk blómasölukonan stórum vendi með hvít-
um blómum og einni rauðri rós að auki í minn pakka
sem gjöf til mín mér til hinnar mestu undrunar.
Þannig byrjaði dagurinn sá, og voru þó ekki öll kurl
komin til grafar, því að á heimleiðinni gaf einn far-
þeganna mér sígarettukveikjara og þar að auki fékk
ég svo sérstaklega fallega ítalska brjóstnál frá öðr-
um, og var mér þá farið að þvkja nóg um. Satt að
segja klæjaði mig óvenju mikið í annan lófann dag-
inn áður, svo ég átti að sömu leyli von á einhverju,
en þó aldrei þessum ósköpum. Á heimleiðinni flug-
um við yfir Alpana í dásamlega góðu skyggni, og sú
sjón er mér ógleymanleg. Flugvélin liafði viðkomu í
Ziirich, Frankfurt og Kaupmannahöfn áður en við
komum til endastöðvarinnar — Stokkhólms. Viðstað-
an heima var ekki löng í þetta skiptið, því ákveðið var
að ég skryppi í burtu eftir eins dags hvíld og nú
skyldi halda vestur á bóginn til New York.
FRJÁLS VERZLUN
139